Símablaðið - 01.01.1924, Page 11
SÍMABLAÐIÐ
7
Það er þeirri andúð að þakka, sem
ríkir innan símamannastéttarinnar gegn
því að grípa til þeirra óyndisúrræða.
En hamingjan má vita, hversu langt, —
eða skamt verður þar til valdhöfum
þessa lands hefir tekist að stinga þeirri
andúð svefnþorn.
En þeirra verður þá ábyrgðin, — og
hún gœti orðið þung.
Um hitt, er símamönnum hefir verið
legið á hálsi fyrir af þeim, er sáu að
kröfur þeirra voru framkomnar af nauð-
syn, sem sé að fylgja ekki málum bet-
ur eftir, er það að segja, að þegar þeir
sáu, að uppsagnarfresturinn var þing-
mönnum svo sár þyrnir í augum, —
að hann virtist vera örðugasti þröskuld-
urinn á vegi málsins, að skiftar skoð-
anir voru um það, hvort hann væri
löglegur, þá tóku þeir uppsögnina aftur.
Og efalaust var það réttast að svo vöxnu
máli. Af því hefði símamannastéttin
sopið beiskt seiði um mörg ókomin ár,
í launakröfum, hefði þessi hópur manna
látið skeika að sköpuðu, og horfið úr
þjónuslu símans — einmitt nú, þegar
endurskoðun launalaganna er fyrir dyr-
um, og hvaðanæfa heyrast kröfur um
það frá þröngsýnum sálum, að afnema
dýrtiðamppbót embcettismanna, — á
sama tíma og fjárhagslegur voði er fyrir
dyrum hjá fjölda þeirra.
Það hefði verið að hlaupast á brott
úr slríðinu, — stríðinu, sem er fyrir
dyrum.
Að sinni er ekki rúm til þess að fara
úli fieiri alriði þessa máls, — en það
mun verða gert innan skams, og von-
andi, að ritstjórn Símablaðsins þurfi ekki
ein að hafa þar orðið.
Minsta kosti væri það hart, ef eng-
inn símamanna úli um land fyndi þörl
hjá sér til að leggja þar eitlhvað til
málanna hér í hlaðinu. —
Rekstur talsímakerfa.
Eins og sjá má af yfirliti yfir talsíma
heimsins, á öðrum stað hér í blaðinu,
hafa Bandaríkin að tiltölu lang ílesta
talsíma af öllum löndum heimsins, eða
einn síma á hverja 7.4 íbúa. í fljótu
bragði er ekki gott að gera sér hugmynd
um, hvílík afskapleg vinna og hugsun
felst bak við þessar tölur, og þægindi
þau og tímasparnað, sern menn hafa af
símanum, og eitt er víst, að talsíminn
á þó enn eftir að ryðja sér frekari
brautir.
Bandaríkjamenn eru, eins og í svo
mörgu öðru, forgöngumenn á sviði tal-
símans, og af þeim verða allir að læra
að miklu leyti. I’að er umhugsunarvert,
hvers vegna Bandaríkin eru svo langt
á undan öllunr öðrum á þessu sviði.
Við skulum ganga út frá, að verkfræð-
ingar í Evrópu séu eins miklir hæfi-
leikamenn eins og Ameríkanar, og ættu
því að geta staðið þeim jafnfætis, en
það er þá eitthvað annað sem hindrar.
Vér hyggjum að ástæðuna megi finna
í rekstri símanna.
í flestum löndum Evrópu eru sím-
arnir reknir af sjálfu ríkinu, og hafa
því ýmsar hömlur, sem hindra að nokkr-
ar stórstígar breytingar, eða framfarir
geti átt sér stað. Allar tilraunir og
breylingar geta haft mikinn kostnað í
för með sér, en þar sem hið opin-
bera á að skamta féð, fer það
oftast svo, að af skornum skamti verð-
ur, og þær endurbælur, sem síma-