Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1924, Síða 13

Símablaðið - 01.01.1924, Síða 13
SÍMABLAÐIÐ 9 ast rekstrarfyrirkomulaginu þar. Nefnd þessi hefir svo gefið skýrslu um árang- ur fararinnar, og er hún prentuð í »Annales des Posles et Télégraphes«, og þar sem einstakir kaflar hennar gefa að mörgu leyti glögga lýsingu á rekslri símanna þar, byrtum vér hér útdrátt úr henni: Frh. Þriggja skauta lampinn. F.ftir Sn. P. 11. Arnar. _____ Frli. Slðan fyrsti þriggjaskautalampin var búinn til, liafa margar og miklar endur- hælur verið gerðar á honum, og einnig þeim tækjum, sem liann er notaður við. Fleslar endurbæturnar hafa komið síð- ustu 3 — 5 árin. Eins og kunnugt er, þarf rafgeymi til að hita glóðþráðinn á lampanum, þar sem hann notar það mikinn straum, að ekki er heppilegt vegna kostnaðar að nota þura raf- vaka lil lengdar. Eftir því sem íleiri lampar eru notaðir, verður þörfin fyrir rafgeymirinn auðvitað meiri. Hver lampi þarf venjulega 0,5 til 1,0 amper. Raf- geymirinn hefir í för með sér: kostnað og óþægindi við að þurfa altaf við og við hleðslu, sjerstaklega ef þarf að flytja hann á annan stað til þess.. Þar sem aðeins er riðstraumur fyrir hendi, þarf afriðil (t. d. tveggja skauta lampa) sem er töluveiður aukakostnaður. Sýruupp- göfun rafgeymisins er mjög óþægileg 1 heimahúsum. Einnig kann sýran að hellast niður og eyðilegst þá alt sem hún kemur á. Einn ókosturinn, og hann ekki hvað sístur, við notkun þessara lampa er, að ekki er hægl að nota þá nema þar sem rafmagn er fyrir hendi til hleðslu raf- geymis. Allir þessir ókostir gerðu jiað að verk- um, að móttökutæki með þeim náðu ekki almennri útbreiðslu. Til að ráða bót á þessu, tóku loít- skeytafjelögin nú að reyna að endur- bæta lampana, þannig að ekki þyrfli svo mikinn glóðþráðarstraum. _Og í vor kom á markaðinn í Bandaríkjunum ný tegund af lömpum til almennings- nota, sem aðeins þurftu 0,25 ampere. Þeir lampar sem á undan voru notaðir þurftu 1,0 ampere, svo nú var glóðþráð- ar eyðslan minkuð niður í V4- Þella var þó ekki nægilega mikið, og var því haldið áfram að reyna að minka hana. Varð árangurinn sá, að í haustselti sama fjelag nj7ja Iampa á markaðinn, sem að- eins þurftu 0,06 ampere, eða V27 af því sem hinir gömlu þurftu. Jafnframt end- urbættu þeir þá svo um leið, að þessir nýju lampar eru þar að auki betri en þeir gömlu. Nú er ekki lengur nauðsynlegl að nota rafgeymi fyrir glóðþráðinn, heldur má nota venjulega þura rafvaka, jafn- vel eitt lítið vasaljósa rafvirki er nægi- legt, ef um slutta stund er að ræða. Ef einn slikur lampi er notaður 2 stundir á sólarhring, mundi vasaljósa rafvirki endast um 30 slundir, en venju- leg talsímarafvirki mundu með sömu notkun endast 400 til 500 stundir. Allir geta nú veitt sjer loftskeyta móttöku- tæki, að svo miklu leyti sem þetta at- riði snertir, þó þeir ekkert rafmagn hafi (í smáþorpum og til sveita), en ekki nóg með það, heldur má nú hæg- lega flytja með sér heila móttökustöð, því hún þarf ekki að taka meira rúm en lílil handlaska. í stað loftneta, má nota trégrind undna einangruðum þræði(

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.