Símablaðið - 01.01.1924, Qupperneq 16
12
SÍMABLAÐIÐ
íbúaljöldi í íbúafjöldi á
Fjöldi talsíraa þúsundura hvern lalsím i
Cuba ............................... 42,000 3,000 71
Vestur-Indíur....................... 12,500 — —
Mið-Ameríka......................... 17,000 — —
Samtals: 15,559,000 14,6000 94
Bandaríkin hafa lang flesta talsíma, eða 1 síma á hverja 7,4 íbúa. New-
York borg ein heíir nú liðlega eina miljón síma, og í Suður-Ameríku eru alls
325,500 símar, en í Ástralíu, með eyjum, 389,000
Molar.
íslenzkir símamenn eiga oft við mikla
erfiðleika að slríða við símaviðgerðir,
sérstaklega á vetrum, því víða er langt
á milli stöðva, og í vondum veðrum og
vetrarhörkum er það kalt verk og erfitt
að gera við símabilanir.
En símamenn okkar eiga aðallega að
stríða við veðráttuna, og er því ekki úr
vegi að bera saman störf þeirra og
símamanna í heitu löndunum, t. d. í
Abysiníu í Afríku, og erfiðleika þá, sem
þar eru við að hata símann i lagi.
þar eta skorkvikindin staurana og í-
búarnir stela ofl krókunum og nota þá
í ýms áhöld. Aparnir róla sér á þráð-
unum og fílarnir klóra sér upp við
slaurana og fella þá oft. Langvarandi
rigningar grafa undan staurunum og
frumskógurinn vex svo ört, að stöðugt
þarf að hafa menn til að fella ungu
trén, sem vaxa undir þráðunum.
Alslaðar er eitthvað að.
Páfinn hefir látið byggja loflskeyla-
slöð í Valikaninu, í þeim tilgangi að víð-
varpa blessun sinni til ótal áheyrenda.
t Bandaríkjunum eru að eins 6% af
ibúum jarðarinnar, en þar er þó fram-
leitt 24°/o af allri hveiti framleiðslu
heimsins, 67% af bómullarframleiðsl-
unni og 68% aföllum talsímum heimsins.
* *
*
Bandaríkin eiga met á mörgum svið-
um og hafa síðasta ár bætt við sig einu
enn, því þar mun hafa verið meiri
kjaftagangur en í nokkru öðru landi í
heiminum, í það minnsta ef dæma má
eftir símtalafjöldanum þar. Opinberar
skýrslur frá Washington áætla, að fram
hafi farið í Bandaríkjunum árið 1923,
24 biljón símtala. Þetta er ekkert smá-
ræði.
Lo/tskeytastöðuar á Grœnlamii. Að
því er »BerIingske Tidende« segja, helir
nú verið gerður samningur milli Græn-
landsstjórnarinnar og »Dansk Radio
A/S« um byggingu fjögra loftskeytastöðva
á Grænlandi. Efni til stöðvarinnar er
danskt og vinna eingöngu danskir menn
að smíði þeirra. Aðalstöðin verður í
Julianehaab. — Verður þar 5 kílovalts
ljósbogasenditæki af Poulsens-gerð, lil
þess að annast sambandið við Reykja-
vík og Thorshavn. Stöðvarnar í Godt-