Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1953, Page 11

Freyr - 01.01.1953, Page 11
FREYR 5 Húsmœðraskólinn á Löngumýri i VallhóHii. — Ljósm.: G. K. meira, þegar hið ræktaða land er hér þre- faldað og fólksfjöldi í Skagafirði er tvö- faldaður, þá verður búsæld hér miklu meiri en í dag. En þetta, að efla eftirtekju hér- aðsins svo að hún þrefaldist, það er auð- veldur leikur. Mér virðist sanni næst að hér megi fimmfalda afurðamagn á fáum ára- tugum. Eg þekki jarðir í öðrum sveitum, lakari sveitum en þessu héraði, þar sem framleiðslan er tífölduð á þremur áratug- um. Hér bíða við dyrnar möguleikar til að tvöfalda framfærslueyri á örskömmum tíma. Eigi verður því neitað, að hér megi sjá kvikt af búfé bænda á öllum tímum árs, en þrátt fyrir það er það ósköp lítil eftirtekja, sem hver flatareining landsins gefur, mið- að við það er vera kynni. Hve miklar nytjar eru það, sem hver trunta skapar á hverjum hektara lands? Smámunir einir. En hvað verður þegar búið er að yrkja allt það xæktanlegt land, sem sézt héðan frá Arnarstapa — alla Sæmundarhlíð, Borgar- sveit, Langholtið, Tungusveit, Blönduhlíð, Viðvíkursveit, Hegranes og svo Óslandshlíð og Sléttuhlíð þarna úti í fjarlægðinni? Það veit enginn. Og svo er gózenlandið þá ekki talið — landið, sem Vötnin hafa skapað af fram- burðinum úr fjöllum og drögum — Eylend- ið, þetta bezta land af öllu góðu landi í þessu héraði. Lítum bara á eina samfellda spildu þessa gózenlands — Hólminn. Þarna liggur hann milli vatnanna. Byggður að vísu, en aðeins nytj aður að nokkru. Hann er í álíka ástandi og áveitusvæðin sunnanlands áður en þau voru ræktuð með áveitum. Og sennilega er miklu auðveldara að koma áveituvatni á þessi lönd en þar syðra, þá hluta, sem ann- ars ber að veita á. Sumt af landinu er þurrt, svo að það ber að rækta til túns. En allt er það til orðið af framburði vatna, Héraðs-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.