Freyr - 01.01.1953, Blaðsíða 20
14
FRE YR
JÓNAS PÉTURSSON:
ItöðM íir Fljólsilal
Vetur var all-harðviðrasamur í janúar og
gerði þá mörg óvenjuleg ofsaveður, flest af
vestri eða norðvestri. Nokkrir smáskaðar
urðu af þeim veðrum, en engir stórvægileg-
ir. Haglaust eða haglítið var lengst af á
flestum bæjum i Fljótsdal nema Valþjófs-
stað og Skriðuklaustri. Á Skriðuklaustri
voru hagarnir eingöngu að þakka framræsl-
um, sem búið var að gera. í febrúar var enn
haglítið, vegna storku á jörð, því að alltaf
var mjög lítill snjór, en talsvert frost allan
þennan tíma. En rétt fyrir 20. febr. breytt-
ist tíð, geröi ágæta hláku og varð alautt hátt
í hlíðar og hagar upp fyrir brúnir. Úr því
mátti heita einmunatíð það sem eftir var
vetrar, mjög væg frost, sólskin um daga og
lengst af stillur. Gerði þó nokkurra daga
norðanhret í byrjun marz. Um sumarmál
voru blíðuveður og jörð tók að gróa, svo að
ýrnsir bændur töldu lítið vanta á nægan
sauðgróður. Aftur kólnaði fyrir apríllokin,
þótt ekki snjóaði að ráði, og hélzt jörð auð
og voru sæmileg veður fram til 16.—17. maí,
en þá gerði suðvestan átt með óvenjulegum
hlýindum, sem hélzt til loka mánudagsins
26. maí. Leysti þá geysimikinn snjó af fjöll-
um, svo að stórflóð kom í árnar, sem náði
hámarki í lokin á hlýindakaflanum. Hitinn
komst suma daga upp í um 20° í forsælu.
Gróður þaut upp og var kominn ágætur
sauðgróður í lok hlýindakaflans og t. d. á-
gætur grasþeli hér á heimatúnið. Leit út
fyrir að sláttur gæti hafist um miðjan júní,
ef góð tíð héldist. En þá skipti um. Morg-
uninn 27. maí var norðan hvassviðri og
rigning og síðan slydda, sem fór stórversn-
andi eftir því sem á daginn leið. Um kvöldið
dró úr úrkomunni og frysti og gerði þá
skafla í lautum, sem héldust marga næstu
daga. Voru frost um nætur næstu dægur og
tæplega gat talizt þýtt um hádaginn.
Ekki fórst margt af lömbum í þessu á-
hlaupi hér í Fljótsdal, en kuldakaflinn, sem
í hönd fór, var þó ærið afdrifaríkur hér, með
fóðureyðslu og því, að ær mjólkuðu af sér
holdin og geltust síðan og áttu því rýrari
lömb í haust. Útjörð hvítnaði upp, bæði af
kuldanum og því, að sauðféð hirti gróður-
inn, sem kominn var. Um mánaðamótin
maí og júní var greinilegur haustlitur á
grasþelanum í túninu hér. Hefi ég aldrei
séð slíkt fyrirbæri áður að vori. Mörgum tví-
lembum var borgið hér, með því að beita
þeim á túnið.
Júní var svo allur óvenju kaldur. Örfáir
hitadagar í júlíbyrjun, síðan norðaustan
rigning og kuldi um 10. júlí. Laugardag 12.
júlí voru lambærnar héðan reknar til af-
réttar í Rana. Gekk í norðan slydduhríð um
kvöldið og síðan birti og var hörkufrost á
Fljótsdalsheiðinni um nóttina og glömruðu
ískleprarnir á fótum og tagli hestanna og
síðum lambanna. Mánudag 14. júlí var
norðan og norðvestan ofsaveður. Svarf þá
öll blöð af kartöflugrasi í garði héðan, á
bökkum Jökulsár. Um 20. júlí hlýnaði og var
mikill hita- og þurrkakafli fram undir júlí-
lokin. Eftir það mátti heita hagstæð hey-
skapartíð, að vísu með rigninga- og kulda-
köstum, en ekki langvarandi, þótt í heild
væri veðráttan alltaf köld. Mikil norðanrok
gerði 27. ágúst og 1. september og týndust
þá nokkur hey. Frosthélu gætti í botni dals-
ins að morgni 13. ágúst og féll til skaða
kartöflugras á flatlendinu. Næturnar 28. og
29. ágúst var enn frost, einkum síðari nótt-
ina, sem gjörfelldi kartöflugras víða og stór-
skemmdi allsstaðar. Grasspretta var alls-
staðar mjög sein, sæmilega góð á túnum,
en víðast mjög léleg á útengi, þar til þá und-
ir ágústlokin. Kalskemmdir voru ekki á
túnum, en sáust á einstaka stað á útjörð.
Á Skriðuklaustri byrjaði sláttur 4. júlí, og
hefi ég byrjað öll 4 sumurin, sem ég er bú-
inn að vera þar, svo að segja sama dag.
Þetta sumar tel ég sérstaklega hagstætt fyr-
ir það, að heita mátti að aldrei færi hand-
tak í heyþurrk til ónýtis, og hey fengust oft-
ast ágætlega þurr. Hausttíðin frá heyskap-
arlokum má heita ágæt til þessa dags, þótt
nokkrir frostdagar kæmu í byrjun nóvem-
ber. Ég tel s.l. sumar gott og skemmtilegt
heyskaparsumar, en hörmulegt garðyrkju-