Freyr - 01.01.1953, Qupperneq 12
6
FREY'R
vatna og Svartár, og uppbygging þess hefir
síðan orðið fullkomin með gróðrarteppinu,
sem vefur landið á hverju sumri.
Hér stendur maður enn á Arnarstapa og
hefir fyrir fótum sér auðlindir náttúrunn-
ar, í hjarta héraðsins. í Reykjarhólnum
er jarðhitinn, sem veita mun þægindi og
hlunnindi miklu fleirum en þeim, sem nú
nytja hann og búa við veginn hérna í
Varmahlíð. Hér verða fleiri hús hituð og
hér verður meira ræktað við jarðhita, og
hér mun iðja verða rekin síðar. En að baki
er hiö bezta haglendi fyrir búsmala. Og á
flatlendinu milli Húseyjarkvíslar og Hér-
aðsvatna og allt til sjávar meðfram Vötn-
únum á báða vegu, eru lönd þau, er líka
verða ræktuð og máske fyrr en það, sem
fyrr var greint. Hér er Hólmurinn víðlend-
astur. Ég veit ekki hve stór hann er. Kort
herforingjaráðsins sýnir hann um 10 km að
lengd frá Vindheimabrekkum út að Affalli,
og víða um 3 km á breidd. Ég gizka á að
hann sé um 25 ferkílómetrar að flatarmáli,
— eða um 2500 hektarar að stærð. .Allt gróið
land — hvergi flag, en byggt upp eins og
aðrir óshólmar. Allt þetta land bvður hin
beztu skilyrði til ræktunar annaðhvort með
vatni — með vatni og áburði — eða með
áburði einum. Mest af svæði þessu yrði lík-
lega áveituland, en nokkur hluti tún, sá
hlutinn, sem nú er heilgrösum vaxinn. Víða
mun þurfa að þurrka, en hve víða? Það
munu áveitufræðingarnir geta ákveðið.
Það má auðsætt vera, þegar land þetta er
borið saman við ýmiss önnur, sem fjármun-
ir og fyrirhöfn hefir verið lagt í til að rækta,
að hér er jafn gott eða betra til fram-
kvæmda en á mörgum öðrum stöðum. En
hitt er líka víst, að aldrei verður af viti eða
að gagni að þessu unnið nema með félags-
legu framtaki. Svo auðsætt má það vera, að
ósennilegt er að nokkur einstaklingur, sem
Séð 'úr Vallhólmi til Varmahliðar og Vatnsskarðs. — Ljósm.: G. K.