Freyr - 01.01.1953, Side 15
FRE YR
9
FRA MJGLKXJREFTIRLITI RIKISINS:
Leiðbeiningar um meðferð mjólkur
VORUVONDUN er það atriði, er mestu
varðar í allri framleiðslu. Það hefir þrá-
sinnis komið í ljós — bæði hér og erlendis
— að hvenær sem vörugæðin hafa aukizt
hefir salan og aukizt stórum.
Þetta á ekki síður við um mjólk og mjólk-
urafurðir.
Svo að unnt sé að framleiða góða vöru,
verður að vanda til hráefnis í upphafi. —
Til þess að fá úrvals mjólkurafurðir, verð-
ur mjólkin að vera fyrsta flokks vara, er
nota á til vinnslu.
Þar kemur til kasta mjólkurframleið-
enda. Því aðeins geta mjólkurbúin (sam-
lögin) framleitt úrvals mjólk og mjólkur-
afurðir, að mj ólkin sé með ágætum, er hún
berst til þeirra frá framleiðendum.
Framleiðsla matvöru — hvaða nafni sem
hún nefnist — verður að líta vel út, vera
hrein, vel lyktandi og bragðgóð. Hún verður
að falla kaupendum í geð; hún verður að
vera góð vara, úrvalsvara.
Eins og mjólk kemst næst því að vera hin
fullkomnasta fæða fyrir mannlegar verur,
er hún einnig hin ákjósanlegasta fæða fyrir
flestar tegundir gerla.
Gerlar berast víða að og á marga vegu í
mjólkina: með ryki og öðrum óhreinindum,
einkum af höndum, júgrum og mjólkur-
ílátum.
Þá er hin mikilvæga spurning: Hvernig
við megum sigrast á þeim?
Nú er það ekki eins erfitt viðfangs og
mœtti. Ráðstafanir í þá átt eru aðallega
tvenns konar:
1. að varna gerlum að komast í mjólkina.
2. að stöðva vöxt og viðgang þeirra gerla,
sem hafa komizt í hana.
Þessi meginatriði skulum við athuga
nánar:
FULLKOMIÐ IIREINLÆTI.
Fyrra meginatriðið: að varna gerlum að
komast í mjólkina, er í því fólgið að við-
hafa fullkomið hreinlæti við mjaltir, með-
ferð mjólkur og mjólkuríláta. — Þess vegna
er bezta vopnið gegn gerlum fullkomið
hreinlæti. Hafið ávallt í huga, að um leið
og óhreinindi komast í mjólkina, er ógæf-
an vís. Þótt unnt sé að sía frá hin grófari
óhreinindi þá verður það þó ekki fyrr en þau
hafa blandast — að einhverju leyti — í
mj ólkina.
Við skulum því athuga hinar helztu
hreinlætisráðstaf anir:
1. Fjósin skulu vera björt og loftgóð.
Nauðsynlegt er að kalka þau einu sinni
á ári. Saurslettur um veggi og aðra
staði skal fjarlægja sem oftast.
2. Básar og flórar skulu vera vatnsheldir.
3. Safnþróm, mykjuhúsum og votheys-
gryfjum skal vera þannig fyrir komið,
að ekki berist þaðan óþefur i'nn í f jósið.
4. Salerni eða kamar skal ekki vera í
beinu sambandi við fjósið.
5. Ræsta skal f jósið, bursta og þrífa kýrn-
ar vel fyrir mjaltir. Sérstaklega skal
gæta þess, að ekki berist í mjólkina
ryk eða önnur óhreinindi, meðan á
mjöltum stendur. Öll fjósaverk skulu
af hendí leyst eigi síðar en stundar-
fjórðungi fyrir mjaltir.