Freyr - 01.01.1953, Qupperneq 16
10
FREYR
6. Mjaltafólk skal vera yzt klæða í hrein-
um slopp og bert upp að olnboga; einn-
ig skal það hafa höfuðfat. Fatnað
þennan skal ekki nota til annars. Ekki
skal geyma föt þessi í f jósinu.
7. Mjaltafólk skal þvo sér vandlega um
hendur, áður en mjaltir hefjast, og
eftir þörfum meðan á mjöltum stendur.
8. Mjólka skal með þurrum höndum eða
nota góð júgursmyrsli.
9. Hreinsa skal vandlega júgrið og í
kringum það, áður en kýrin er mjólk-
uð. Þvo skal með volgu vatni og þerra
vel á eftir. Þetta atriði skiptir miklu
máli í framleiðslu mjólkur.
10. Fyrstu boga fbiuiur) úr spenum skal
hvorki mjólka saman við mjólkina né
niður í básinn og ekki heldur nota þá
til að væta hendur eða spena, því að
í fyrstu mjólkínni, sem úr spenunum
kemur, er oft mikið af gerlum. Nota
skal sérílát undir mjólk þessa.
11. Mjólkina skal ekki sía í fjósinu.
12. Nota skal baðmullarfilt í síuna, en alls
ekki tusku. Varast skal aö sía mikla
mjólk í gegnum sama baðmullarfiltið,
því að eftir því sem meiri óhreinindi
safnast fyrír í filtinu og meiri mjólk
streymir i gegnum það, leysist meira
upp af óhreinindum, er berast í mjólk-
ina. Bezt er að skipta um baðmullar-
filt sem oftast, meðan á mjöltum
stendur.
13. Kæla skal mjólkina þegar eftir mjaltir
(sjá kæling mjólkur).
14. Aldrci skal hella saman volgri og kaldri
mjólk; við það spillíst hún.
15. Aldrei skal geyma mjólk eða mjólkur-
ílát í fjósinu.
16. Aldrei skal geyma mjólk eða mjólkur-
ílát, þar sem hundar, kettir eða önnur
dýr ná til þeirra.
17. Áríðandi er, að mjólkin standi ekki í
sólskini.
18. Áríðandi er, aö mjaltastóllinn sé
hreinn.
19. Ágætt er að klippa júgrið og kringum
það, — því sneggra, því betra.
20. Áríðandi er að eyða flugum og öðrum
skordýrum úr fjósinu, því að þau geta
borið gerla og sýkla í mjólkina, — svo
og rottum og músum eftir föngum.
21. í fjósi má ekki hafa alifugla eða svín.
22. Varast ber að hella saman við sölu-
mjólkina mjólk úr kúm fyrstu 5 daga
eftir burð.
23. Varast ber að hella saman við sölu-
mjólkína mjólk úr kúm, sem eru að
verða geldar og eiga það skammt til
burðar, að mjólkin hefir fengið ann-
arlegt bragð, enda mjólki þær minna
en 1 lítra á dag.
24. Varast ber að hella saman við sölu-
mjólkina mjólk úr kúm, sem eru
haldnar eða grunaðar um að vera
haldnar sjúkdómum, er spillt geta
mjólkinni, svo sem júgurbólgu.
25. Varast ber að hella saman við sölu-
mjólkina mjólk úr kúm, sem við eru
notuö lyf, er borizt geta í mjólkina,
svo sem júgurbólgulyf. Mjólk úr kúm
fyrstu 3 sólarhrínga eftir notkun slíkra
lyfja má alls ekki blanda saman við
sölumjólkina.
26. Nauðsynlegt er að sótthreinsa fjósin
öðru hverju og alltaf eftir sjiikdóms-
tilfelli. Ágætt er að nota germidín.
Bezt er að láta það í sprautu, t. d.
venjulega flugnasprautu, og síðan úða
allt fjósið: loft, veggi, bása, flór og gólf.