Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 3
Spurning dagsins
Er spilling í stjórnmálum hérlendis?
Það er eitthvað stórt að
„Já, allt ofmikil. Maður veit ekki hvar á að byrja þegar
svona erspurt. Ég ersammála Leoncie um að það
mætti taka ríkissaksóknara og setja hann í fang-
elsi og sturta niður lögunum. Að menn geti
stungið mann og annan og gengið frjálsir
ferða sinna erskammarlegt. Svo eru smá-
krimmar settir inn ílengri tíma? Það er.eitt-
hvað stórt að.“
Kolbrún Jónsdóttir atvinnulaus.
„Já, það
erþað, en
kannski ekkert
meira en víðast
annars staðar."
Jóhann Páll
Svavarsson
verkamaður.
„Já, alveg
pottþétt. Maður
sér þetta alls stað-
ar í þjóðfélaginu
eins og með
Baugsmálið og
stóra Olíumálið."
Þórdís Sigurðar-
dóttir heima-
vinnandi.
„Sáralítil.
Miklu minni en ann-
arsstaðarað
minnsta kosti. Þessi
mál sem hafa verið f
fjölmiðlum undan-
farið eru ekkert tengd
pólitík, kannski eilitl-
ar bókhaldsyfirsjónir
eins og hjá Baugs-
mönnum. En það er
ekkert plott í gangi
með iögbannið."
Sigtryggur
Jónsson, löggiltur
fasteignasali.
Éghef
ekki hugmynd
um það. Það er
eflausthægt
að finna það
út, en ég hef
ekki fundið
nema.
Jón Vigfús-
son bóndi.
Stutt er síðan ísland var í þriðja til fjórða sæti á lista yfir lönd þar sem spilling er
minnst í heiminum, þótt sumir viðmælendur séu því ekki sammála.
Flumbrugangur í frjálslyndum
Frjálslyndi flokkur-
inn hefur komið mér
verulega á óvart með
málatilbúnaði sínum
Ekki það að þeir hyggist
leggja áherslu á sjávarút-
vegsmál eða málefni aldr-
aðra, við þvi mátti búast.
Heldur sérkennilegum
málflutningi í tveimur
málum, sem ber helst vott
um alvarlegan skort á
skilningi á stjómarskránni
og lýðræðinu. Það er mikið
áhyggjuefni og veldur mér heila-
brotum, hvernig má það vera, að
heill stjórnmálaflokkur skuli hér
á landi vera algerlega út á túni,
eins traustum fótum og lýðræðis-
hefðin stendur í íslensku þjóð-
lífi?
Fyrra málið eru at-
hugasemdir þeirra
varðandi kosningu for-
seta JUþingis.
Hitt málið, sem ég
hnaut um, er bréf
þeirra til Omboðs-
manns Alþingis þar sem
óskað er álits Umboðs-
manns á þvi hvort Gunnari Ör-
lygssyni hafi verið heimilt að
fiias.
hitt
skipta um flokk. Það
má að visu skilja
gremju þeirra yfir
þeirri ákvörðun, en
er öllum ljóst sem lesa
stjórnarskrána, að þing-
maðurinn fer með umboð
kjósendanna en ekki
flokkurinn. Það þarf
ekki að spyrja Umboðs-
mann JUþingis, leik-
reglurnar eru ljósar og
voru það þegar boðið var
fram.
Þetta tvennt er svo fráleitt að
engu tali tekur. En það sorglega
er að Frjálslyndir setja mál sitt
fram af fullri alvöru, það væri
betra að um spaug væri að ræða.
Meðan þetta stuð er á þeim er
flokkurinn engan veginn stjórn-
tækur. Það er ekki hægt að
fela þeim vald
til þess að,
stjórna.
Ekki einu *
sinni til þess
að koma á
banni
við
lausagöngu
á kanínum.
Kristinn H. Gunnarsson skrifar á heimasíðu sína: kristinn.is
Merkilegt að sjá
það gert að jafn-
miklu umræðu-
efni og raun ber
vitni, að Hlynur
Halisson, vara-
þingmaður
vinstri/grænna,
skyldi flytja ræðu í
þingi í gærkvöldi án þess að
hafa hálsbindi eða slaufu. Það
virtist enginn fjölmiðill hafa
áhuga á því, hvað Hlynur hafði
fram að færa í umræðunum,
heldur hvernig hann var klædd-
ur. Úr þvi að forseti þingsins
leyfði Hlyni að klæðast á
þennan hátt, hefur ísinn
verið brotinn fyrir okk-
ur karlana í þinginu -
eða hvað? Ég minnist
þess að Spánverjinn
Martinez, sem
kjörinn var for-
seti þings Evr- ;
ópuráðsins, gekk
aldrei með háls-
tau en var hins
vegar oft í
skyrtum með
fallegum
hnoppum.
Björn Bjarnason skrifar á heimasíðu sína: bjorn.is
Vigdís Gríms veltir fyrir sér hvernig við sem upplifum góðærið getum losn-
að við ömurlegu smámennin með leiðindakjökrið um fátækt og misrétti.
Sduhjálp
Það er ekki nema stundum sem lands-
menn geta fagnað.
Það er nefhilega ekki nema stundum
sem ríkisstjómin gefur okkur ærlegt tilefiii
til að fagna innilega. Þetta er reyndar dá-
samlegt því fátt nærir hamingjuna jafn
kröftuglega og fögnuðurinn og þá ekki síst
fögnuðurinn vegna eigin gróða og velmeg-
unar. Við hrópum líka ferfalt húrra fyrir því að
nú skuli eignaskatturinn felfdur niður og há-
tekjuskatturinn sömuleiðis. Þetta var akkúrat það
sem bráðnauðsyniegast var að gera. Hvílík ríkisstjóm.
Hvllíkur skUningur á lífi hins vinnandi manns. Þetta
er rikisstjóm sem iætur draumana sannarlega rætast.
Nú þurfum við sem eigum íbúðir og eignir út um
aUar jarðir engu að skUa til hinnar miskunnarlausu
samneysluhítar. Nú þurfum við sem þénum miUjónir á
mánuði ekki að óttast að þurfa að borga af þeim nema
agnarögn í skatta. TU fjandans með samneysluna
samhjálpina, segjum við líka, vegna þess að
við viljum enga samneyslu og enga
samhjálp. Slík fyrirbæri em löngu
orðin úrelt og haUærisleg og heyra
brátt sögunni til. Við emm þjóð sem
dáum „sterka" manninn og við
erum ekkert að fela það. Við þurfum
ekki að hnýsast í einkapósta eða
horfa aftur í tímann til að átta okkur á
því. Við emm almennUegur kynstofn og
kunnum tökin á hinni skapandi og frjóu
hugsun og við erum ekki feimin við það
Við
emm fólkið sem kann að meika það.
En bíðum nú við. Hvers vegna em þá
sumir að væla? Jú, það er náttúrlega
aUtaf þannig að sumir, þessir leiðinda
sumir, þessir mjóróma, væmnu, aftur-
halds sumir geta aidrei glaðst yfir neinu:
þeir baula og þvæla um fátækt og mis-
rétti; þessi Kka úrsérgengnu og gamaldags
fyrirbæri. En þessir sömu sumir gá ekki að
sér, þeir reita okkur til reiði og kaUa iíka á óþof-
inmæði okkar sem þolum hvorki fátæktarvæl né
réttlætishjal.
Spumingin er bara hvemig við sem upplifum gleðina
og góðærið eigum að strika yfir leiðindakjökrið og van-
þakklætisraddimar? Hvemig eigum við að losna við þessi
ömurlegu smámenni sem þurfa að tóra á smámunum,
eiga ekki eina einustu eign en þurfa samt að borga skatta og
haida áfram að þurfa þess? Hvenær fáum við um
höfuð strokið og hvemig eigum við að gera það?
Jú, það er tU gamaikunn leið (sem hefur verið notuð
með eftirminntiegum hætti í stóra heiminum) til að losna
við þá sem menga hið síglaða samfélag. Nýtum okkur
Hikum ekki. Það em góðæristímar, það er góðæris-
hugsun og hvers vegna ekki að sækja um heiðarlegt byssu-
leyfi og skjóta þá sem minna mega sín, lifa á skattskyldum
smánartekjum og eiga ekkert. Það leyfi hlýtur að verða auð-
fengið. Hvers vegna ekki að hreinsa skítablettina af hinum
sterka og hetibrigða þjóðarlíkama. Þetta er létt og þægtieg
leið og tekur fljótt af. Höldum landinu hreinu. íslandi allt.
Kj a.lla.r i
Vigdís Grímsdóttir
tanoent
Klassísk hönnun fimmta áratugarins
Nútima yfirburöa hijómur
tanoent
Tangent Uno
AM/FM stereo útvarp
Heyrnatótatengi
Tengi fyrir bassahátaiara
Tengi fyrir MP-3 og geislaspilara
Loftnetstengi
Verö aðeins 16.700
www.tangent-audio.com
www.radio.is
RAPÍðBÆR
ÁRMÚLA 38 • SÍMI 553 1133