Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2005, Blaðsíða 10
J 0 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005
Fréttir 0V
Ingólfur er skipulagður, um-
hyggjusamur og traustur vin-
ur. Ákafur en hófsamur og
hógvær. Hann er maður orða
sinna og skemmtilegur.
Hann er stundum ofskipu-
lagður og þarfað bæta
bakkastið sittþegar hann er
í veiði.
„Hann er mjög traustur vinur og
ráðaheill og það stendur alltaf
alltsem hann segir. Hann er
gegnheill bæði sem vin-
urog I viðskiptum og
þrælskemmtilegur á
góðri stund. Hann er
últraskipulagður og þótt
það sé í flestum tiifellum kostur
þá getur hann I einstaka tilfell-
um átt erfitt með að fara út úr
boxinu. Hann er mikill prinsipp-
maðuríeinu og öllu."
Arni Oddur Þórðarson, framkvæmda-
stjórihjá fjárfestingafélaginu Eyri.
„Hann ermjög umhyggjusamur
og mun örugglega verða góður
faðirþvi hann bermikla um-
hyggju fyrir mér og
ástandi mínu en við eig-
um von á okkar fyrsta
barni. Hann er líka mjög
skemmtilegur, heiðarlegur
og heilsteypt manneskja. Segir
alltafsína meiningu og gerir
það mjög fallega. Einnig er
hann einstaklega snyrtilegur og
gleymir til dæmis aldrei að setja
kiósettsetuna niðureða að
ganga frá kaffibollanum á
morgnana. Ég get bara ekki
fundið á honum neina galla!“
Hanna Birna Björnsdóttir, viðskipta-
fræðingur og kona Ingólfs.
„Hann er mjög skipulagður
maður og hefur sérkennilegt
jafnvægi á ákafa og hófsemi.
Hann er kær og góður
vinur og er uppáhalds-
veiðifélagi minn enda er
hann frábær veiöimað-
ur. Hann er örlátur við
vini slna og fjölskyldu
og gefur mikið afsér. Einnig er
hann lltillát og hógvær mann-
eskja. Ég sé I rauninni enga galla
á honum nema þá helst að
hann þyrfti að bæta bakkastið".
Hilmar Janusson, þróunarstjórí hjá Öss-
uri hf.
Ingólfur Helgason er fæddur 4. október
1967 og er kvæntur Hönnu Birnu Björns-
dóttur. Hann hófstörfhjá Kaupþingi árið
1993 en tók nýverið við stöðu Hreiðars Más
Sigurðssonar sem forstjóri KB banka.
Samúel Örn Hérheima í
garðinum í Kópavogi.
Samúel Örn Erlingsson, íþróttafréttamað-
ur hjá Ríkissjónvarpinu, stefnir á fyrsta
sætið í prófkjöri Framsóknarflokksins í
Kópavogi. Hann á góða möguleika; systir
hans bæjarfulltrúi í Árborg og eiginkonc
og dóttir landsfrægar fótboltastjörnur í
Breiðabliki og landsliðinu.
Sex slást um fyrsta sætið á lista Framsóknarflokksins vegna bæj-
arstjórnarkosninganna í Kópavogi. Rétt áður en frestur rann út
barst skeyti frá Samúel Erni Erlingssyni, íþróttafréttamanni á
Ríkissjónvarpinu, og færðist þá fyrst hiti í leikinn.
Framsókn íArborg," bætir hann við.
Ekki er að efa að Samúel öm
lítur bæjastjórastarfið í
Kópavogi hýru auga en
fyrsta sætið á lista Fram-
sóknar ætti að gefa góða
möguleika þar á sam-
kvæmt hefð. Sigurður
heitinn Geirdal var lengi
eini bæjarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins í Kópavogi
en sat þó traustur í bæjar-
stjórastólnum og jók fylgi
flokksins jafnt og þétt.
Nú er Fram-
sóknar-
flokkur-
inn
„Hann er þekkt andlit úr sjón-
varpinu og svo hafa kona hans og
dóttir gert það gott í knatt-
spymunni hér í Kópavogi,"
segir Einar Kristján Jóns-
son, formaður fulltrúaráðs
Framsóknarflokksins í
Kópavogi. „Ég veit ekki til
þess að Samúel Öm hafi
tekið þátt í flokksstarfinu
héma en hitt veit ég að syst-
ir hans er bæjarfulltrúi fyrir
Sigurður heitinn Geirdal
Bæjarstjórinn sem stórjók
fylgi Framsóknarflokksins I
Kópavogi.
með þrjá fulltrúa í bæjarstjóm Kópa-
vogs.
Boltarætur
Samúel öm hefur verið búsettur í
Kópavogi lengst af en Ásta B. Gunn-
laugsdóttir, kona hans, er rótgróinn
Kópavogsbúi og landsfræg knatt-
spymukona í Breiðabliki. Greta Mjöll
dóttir þeirra hefur einnig og ekki síð-
ur gert það gott í kvennaknattspym-
unni og var valin sú efnilegasta í
Landsbankadeildinni í sumar.
Hinirfimm
Aðrir sem sækjast eftir fyrsta sæt-
inu á Framsóknarlistanum í Kópá-
vogi em: Hjalti Bjömsson, ráðgjafi
hjá SÁÁ, Jóhann Valdimarsson
rekstrarfræðingur, Iinda Bentsdóttir
lögfræðingur, Ömar Stefánsson bæj-
arfulltrúi og Una María Óskarsdóttir,
fyrrverandi aðstoðarkona umhverfis-
ráðherra.
Ásta B. Gunnlaugsdóttir Rótgróinn Kópa-
vogsbúi með sterkar rætur í kvennaknatt-
spyrnunni I Breiðabliki.
Prófkjör Framsóknarflokksins í
Kópavogi fer fram 12. nóvember
næstkomandi.
Birkiaska
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
ili
BETUSAN
Náttúruvaktin fordæmir grunnskólasamkeppni Landsvirkjunar
Vesturbæjarskóli ætlar ekki að taka þátt
„Málið var rætt á fundi skólastjóm-
enda og innan foreldrafélagsins þar
sem ákvörðun var tekin um að taka
ekki þátt í samkeppninni," segir Krist-
ín G. Andrésdóttir, skólastjóri Vestur-
bæjarskóla, um þau áform Landsvirkj-
unar að halda samkeppni í grunnskól-
um landsins þar sem verðlaunin em
að leggja homstein að Kárahnjúka-
virlqun.
Náttúmvaktin, félag náttúmvemd-
arsinna, segir í yfirlýsingu að íslenskir
grunnskólar eigi að hafa að leiðarljósi
eins hlutlausa fræðslu og unnt er.
Grunnskólasamkeppni Landsvirkjun-
ar raski öllu slíku jafnvægi og misbjóði
þeim stóra hluta þjóðarinnar sem er
andsnúinn virkjunarframkvæmdun-
um. Skorað er á fræðsluyfirvöid, skóla-
stjómendur, kennara og foreldra að
leggjast á eitt um að afstýra sam-
keppninni.
Jason ívarsson, aðstoðarskólastjóri
Austurbæjarskóla, segir að ekki sé
búið að taka ákvörðun um hvort Aust-
urbæjarskóli taki þátt.
„Það er aðeins búið að fjalla um
þetta í skólastjóminni en ekki búið að
taka ákvörðun enn,“ segir Jason. Hann
segir viðbrögð fólks við samkeppninni
blendin. „Þetta er svoh'tið eldfimt
efni," segir Jason.
Hanna Hjartardóttir, skólastjóri
Snælandsskóla og formaður Skóla-
stjórafélags íslands, segir að málið hafi
ekki verið rætt á almennum fundi.
„Þetta hefur samt verið rætt mikið
og fólk er undrandi yfir að nokkrum
skuli detta í hug að koma með svona
eldfimt efifi inn í grunnskólana," segir
Hanna.
svavar@dv.is
Hanna Hjartardóttir Skóiastjóri Snæ-
landsskóla er undrandi yfír því að nokk-
rum skuli detta slik samkeppni I hug.