Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Ekki króna frá Alþingi Það liggur ekki ljóst fyrir hvemig Mannrétt- indaskrifstofa íslands mun fjármagna starf- semi sína fyrir árið 2006. Fmmvarp til íjárlaga liggur fyrir Alþingi, en ekkert er þar að finna um fjárframíög til skrifstofunnar. „Við skor- um á Alþingi að færa ffam- lög til hennar í fyrra horf til að tryggja áframhaldandi starfsemi skrifstofunnar og sjálfstæði,“ segir Guðrún D. Guðmundsdóttir fram- kvæmdastjóri. Stofan leitar styrkja frá almenningi, fyrir- tækjum og stofnunum á heimasíðu sinni human- rights.is. Sektaðurfyrir hass ogspitt Kolbeini Hlyni Tómas- syni, 38 ára Reykvíkingi, var í gær gert að greiða 60 þús- und króna sekt í ríkissjóð vegna eins gramms af amfetamíni og tæpra fimm gramma af hassi sem Lög- reglan í Reykjavík fann á honum í mars á þessu ári. Kolbeinn játaði brot sín ský- laust og mótmælti ekki nið- urstöðu dómsins. Auk sekt- arinnar var Kolbeini gert að sæta upptöku fyrrgreindra efna. Á landsliðið séns á móti Pólverjum? Guölaugur Baldursson, þjálfari IBV. „Er ekki alltafséns þegar farið er I leiki? Þannigjá, býst ég við að við eigum alveg séns. En við eigum kannski ekki jafn mikinn séns og þeir að vinna leikinn. Ég myndi segja að við hefðum á brattann að sækja I leiknum, það er ekki spurning." Hann segir / Hún segir „Já, klárlega. Þegar við miss- um menn.þá eigum viðyfir- leittstærra hjarta þannig að við eigum góðan séns. Ungu leikmennirnir okkar eru bara það góðir að þeir eru fullfærir um að spila þennan leik vet. íslenska hjartað mun fleyta mönnum áfram." Ellsabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Vals. Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti í gær fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Vegna ummæla sinna um Jón Ólafsson er Hannes nú tólf milljónum króna fátækari. Hvorki Jón né Hannes telja málið búið og ætla að leita réttar síns frekar. Jón drakk kafíi mefian Hannes tapafii milljónum Jón Ólafsson athafna- maður Hyggstkeera Hannes fyrir að brjóta lögbann breskra dómstóla á ummæli Hannesar. Prófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson er 12 milljónum fátækari eftir að Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti fjárnáms- kröfu Jóns Ólafssonar í gær. Fjárnám var gert í skuldabréfi sem Hannes hafði gefið út á Kjartan Gunnarsson, vegna kaupa Kjart- ans á húsi Hannesar á Hringbraut. Hannes neitar að játa sig sigr- aðan og vill taka málið upp að nýju. Lögmenn Jóns Ólafssonar og Hannesar Hólmsteins Gissurarson- ar mættu til Sýslumannsins í Reykja- vík, stundvíslega klukkan korter yfir eitt í gær. Heimir Örn Herbertsson var þungur á brún og gaf ekki færi á viðtölum meðan Sigríður Rut Júlíus- dóttir brosti sínu breiðasta og sagði að Jón myndi ekki mæta. Meðan lögfræðingar börðust á lokaðri skrifstofu sýslumanns drakk Jón Ólafsson kaffi með ævisögurit- ara sínum Einari Kárasyni á Kaffi- brennslunni. Baráttan heldur áfram Niðurstaðan af fundi lögfræðing- anna hjá Sýslumanni var Hannesi Hólmsteini í óhag. Heimir Örn Her- bertsson, lögmaður Hannesar, reyndi allt sem hann gat til að Hann- es fengi gálgafrest - bað um að málinu yrði frestað og sagði Hannes tilbúinn að leggja fram tryggingu. Allt kom fyrir ekki. Sýslumaður var óhagganlegur. Fjárnámið var sam- þykkt. Viðbrögð Jóns Ólafssonar og Hannesar Hólmsteins eru ekki ólík. Báðir þeir að halda bar- áttunni áfram. Hannes braut lögbann „Hannes hefur brotið lögbann breskra dómstóla með því að stað- festa ummæli sín í fjölmiðlum hér á landi,“ segir Jón Ólafsson. Af orðum hans má dæma að ekki sé ólíklegt að Jón muni fara fram á frekari skaða- bætur frá Hannesi Hólmsteini, sem hefur þegar selt húsið sitt Kjartani Gunnarssyni vegna málsins. Hannes segist ætla að kreljast endurupptöku á málinu í Bretlandi. Hvort sú endurupptaka verði hon- um í hag er erfitt að segja. Berst gegn valdaklíkunni Með ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík í gær er enn einum kafla í baráttu Jóns Ólafssonar gegn and- stæðingum sínum lokið. Hann hefur nú bæði unnið meið- „Hannes hefur brotið lögbann breskra dóm- stóla með því að stað- festa ummæli sin í fjölmiðlum hér á landi." yrðamál gegn Davíði Oddssyni og nú liggur góðvinur Davíðs, Hannes Hólmsteinn, undir. Meðan Jón Ólafsson drekkur kaffi og ræðir um viðburðaríka ævi sína er kannski viðburðaríkasti kafl- inn að skrifa sig sjálfur. simon@dv.is ætla Logfræðingamir funda SigríðurRut Júliusdóttir og Heimir Örn Herbertsson mæta til Sýslumanns. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor Ætlar að áfrýja til Héraðs- dóms og vill taka málið aftur upp I Bretlandi. — , I Fjölskylda ofbeldismannsins Tinds Jónssonar „Okkur líður bara illa" Gæsluvarðhald yfir Tindi Jóns- syni, höfuðpaúrnum í sveðjuárás- inni í Garðabæ um síðustu helgi, rennur út í dag. Félagar hans tveir Þórður Kárason og Helgi Guð- mundsson eru þegar lausir úr haldi. Jón Sæmundsson, framkvæmda- stjóri Nonna og Manna og faðir Tinds, segir fjölsky'ldunni líða illa vegna málsins. „Okkur líður bara illa. Öllum í fjölskyldunni. Við vonum að menn nái heilsu," segir Jón Sæmundsson en vildi lítið annað segja um málið. Móðir Tinds er læknir og á Tind- ur fimm systkini. Hann er það sem kalla má „vandræðabarnið" í fjöl- skyldunni. Lögreglan í Hafnarfirði hefur lítið getað skýrt út atburðarásina um síð- ustu helgi þar sem 17 ára drengur var högginn með sveðju og höfuð- kúpubrotinn. Enn hefur sveðjan ekki fundist en vitni í málinu sagði Tind hafa farið heim til sín eftir árásina, skipt um föt og mætt svo aft- ur í teitið áður en lög- reglan kom. Eftir rannsókn lög- reglu mun málið verða sent til ákæruvaldsins. Tindur hefur áður verið dæmdur fyrir lík- amsárás og rauf tveggja ára skilorð með árásinni um síðustu helgi. Tindur Jónsson ofbeld- ismaður Fjölskyldu hans líður illa en Tindur losnar úr gæsluvarðhaldi i dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.