Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2005, Blaðsíða 24
-1
24 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005
♦
1. Green Day
Wake Me Up When Sept. Ends
2. Papa Roach
Scars
3. Black Eyed Peas
Don’t Ue
4. Gawin Degraw
Follow Through
5. Kelly Clarkson-
Because Of You
6. Crossfade
Cold
7. Danlel Powder
Bad Day
8. Backstreet Boys
Just Want You To Know
9. James Blunt
You're Beautlful
10. Ryan Cabrera
Shlne On
11. Jamlroqual
Seven Days In Sunny June
12. Juanes
La Camlsa Negra
13. Ricky Martln
I Don’t Care
14. Snoop Dogg
Ups & Downs
15. Robbie Wllllams
Trlpplng
16. Howle Day
Collide
17. Lee Ryan
Army of Lovers
18. McFly
ITI Be Ok
19. 50 Cent/Mobb Deep
Outta Control
20. 3 Doors Down
Let me Go
LISTIHH
97-7
% <13*
Algjörir haröjaxlar.
fókus
„Jó, hver er þetta?" sagði Buck-
shot þegar blaðamaður hringdi í
hann til Brooklyn. Ég útskýrði fyr-
ir honum að ég væri blaðamaður
og búið væri að setja upp þetta
viðtal vegna tónleika Boot Camp
Clik á Gauknum á föstudaginn.
„Auðvitað, hvað er uppi?“ segir
hann þá eitursvalur.
Hann útskýrir fyrir mér að Boot
Camp sé ekki að leggjast í tón-
leikaferðalag heldur reyni hljóm-
sveitin alltaf að taka nokkra staði
í einu þegar hún ferðast til Evr-
ópu. „Við vorum að koma frá ítal-
íu og Svíþjóð og við förum til
Kaupmannahafnar eftir ísland,”
segir hann ennþá svalari en áðan.
Hann segist ætla að kíkja á
Kristjaniu þegar hann kemur til
Köben og segist hafa átt margar
góðar stundir þar áður. Blaðamað-
ur þorir ekki að útskýra fyrir
honum að Kristjanía sé failin.
Hann spyr svo hvort það sé gott
gras á íslandi og ég segi honum að
svo hljóti bara að vera. „Fínt, ég
ætla að vaða beint í það þegar flug-
vélin lendir,” svarar hann um hæl.
Eitthvað brjálað mun
gerast á Gauknum
„Það verða ekki bara einhverjir
gæjar að rappa uppi á sviði. Það
verður eitthvert brjálæði. Við ætl-
um að leggja þetta niður,“ segir
Buckshot á miklu rappmáli. Hann
segir að þeir leggi mikið upp úr
tónleikum og að þeir leggi mikinn
metnað í hvert sjóv. „Segðu bara
fólki að mæta þarna niður eftir í
stuði og með reyk með sér. Þetta
verður brjálað,” segir hann.
Buckshot segir að þeir ætli að
spila öll klassísku lögin af gömlu
plötunum og að það væri ekki
möguleiki að valda aðdáendum
vonbrigðum. Allt í einu fara síren-
ur að væla á bakvið hann, en
Buckshot kippir sér ekkert upp
við það, hann er öllu vanur.
Þekkti Tupac
Buckshot kynntist goðsögninni
Tupac árið 1996, skömmu fyrir
andlát hans. Tupac fiaug honum
og röppurunum Tek & Steel, sem
einnig eru væntanlegir til lands-
ins, til Kalíforníu og tók þar upp
lög með þeim. Tupac kallaði Buck-
shot iðulega BDI Thug af einhverj-
um ástæðum. „Það þýddi ótrúlega
mikið fyrir mig að hann kallaði
mig þetta, þess vegna tók ég nafn-
ið líka upp. Þetta nafn er líf rnitt,”
segir Buckshot og bætir frasanum:
„Ja nó vodd æm seijing?" eða:
Veistu hvað ég er að tala um?
nokkrum sinnum við.
Tupac Shakur
Gaf Buckshot heitið BDI Thug.
Spenntur fyrir
tonleikunum
Buckshot segist spenntur fyrir
tónleikunum og vonar að margir
mæti. Boot Camp Clik er goðsögn í
rappheiminum og verður gaman
að sjá sveitina hérna á klakanum.
Símtalinu lýkur á orðunum: „Sé
þig, friður." Friður.
dori@dv.is
JiJrJ
Rapparinn Buckshot er væntan-
legur á klakann í dag. Hann
spilar meö hljómsveitinni Boot
Camp Clik á Gauknum en hún
er goðsögn í rappheiminum. DV
náöi tali af Buckshot. en hann
var staddur í Brooklyn „aö
taka því rólega" þegar j
blaðamaöur náði í hann. Jm
Buckshot er rosalega aH
svalur náungi.
Hvíldarkvöldið á Grand Rokki næsta sunnudag verður tileinkað goðsögninni Johnny Cash
Það hefur aldrei verið til jafn mikill töffari
„Það hefur aldrei verið til sá maður sem
er jafnmikill töffari í eðli sinu og Johnny
Cash,“ segir Kristinn Pálsson tónlistar-
frömuður sem vinnur að því að setja upp
Hvíldardagskvöld á Grand Rokki næsta
sunnudag. Að þessu sinni verður kvöldið
tileinkað konungi sveitarokksins Johnny
Cash en á hálfrar aldar ferli öðlaðist hann
goðsagnakennda ímynd hins svartklædda,
yfirvegaða og leyndardómsfulla förumanns
sem markar sína eigin slóð.
Kristinn bendir á að Johnny hafi fæðst
inn í bláfátæka baptistafjölskyldu i Kings-
land í Arkansas og alist upp við erfið skil-
yrði. Aðeins fimm ára gamall var hann far-
inn að þræla á baðmullarökrum og þurfti
snemma að mæta höggum drykkfellds föður
síns. Hann var 12 ára gamall þegar hann
eignaöist gítar og byrjaði þá strax aö huga
að tónsmíðum.
Kristinn telur sveitatónlist ekki metna að
þeim verðleikum sem hún á skilið sem einn
af áhrifamiklum undanförum rokksins og
bendir á hve blúsi og djassi hefur verið gert
'Ainerlciili Rocnidlniji
iinci Jolmny Cauh
wouUi liÉe to
auKnnwlcctgo Uio
Nasíhvíllp mtislc
{nUibllúhnutnt nnrt
coimtry ladlo for
your support.
hátt undir höfði miðað við kántrítónlis-
tina. „Helstu mótunarár sveitarokksins
voru á árunum 1930-50 en á sjöunda
áratugnum var það orðið að hálfútvötn-
uðu húsmæðrapoppi,” segir Kristinn af
þekkingu en fagnar því að hippamenning-
in hafi rifið tónlistina frá þeim feigðarósi
sem hún var farin að fljóta að.
En hvernig vaknaöi áhuginn á Johnny?
„Ég vissi alltaf af honum. Það má segja
að ég hafi enduruppgötvað hann þegar
U2 tók lagið Wonder svo eftirminnilega.
Ég held að það hafi ekki heldur neinn
tónlistarmaður, hvorki fyrr né síðar,
endað feril sinn með jafnmikilli sæmd og
Johnny Cash,“ segir Kristinn.
Það verður því fróðlegt fyrir áhuga-
menn um góða tónlist að líta við á
Grand Rokki næstkomandi sunnudag og
kynna sér feril goðsagnarinnar.
Johnny gefur fingurinn
Þessa auglýsingu keypti Johnny til að segja
þeim plötuútgefendum sem höfnuðu honum
á slnum tíma hvað honum þætti um þá.
I