Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2005, Blaðsíða 14
74 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Flinkir Indverjar Indversk þyrlusveit sést hér æfa sig yfir Nýju-Delí fyrir hátíðarhöld indverska flughersins, sem verða haldin á morgun. Þá heldur flugherinn upp á 73 ára af- mæli sitt með skrúðgöngu og flugsýningu. Fólkið á bak við tjöldin Húsfreyja og dyravörður á heimili Tonys Blair forsæt- isráðherra sjást hér hreinsa rauða dregilinn fyrir utan Dovmingstræti 10 í gær. Þau voru að undirbúa komu Jalals Talabani, forseta íraks, sem ræddi við Blair um komandi kosningar í írak. Fimm ár frá Slobo Á miðvikudaginn héldu Serbar upp á að fimm ár voru liðin frá því að Slob- odan Milosevic var hrakinn frá völdum. 5. október árið 2000 flykktust mörg hund- ruð þúsund Serbar út á göt- ur miðborgar Belgrad og heimtuðu að Milosevic segði af sér. Hann hafði þá tapað í kosningum eftir 10 ára harðstjórnartímabil og ætlaði sér að stjórna áfram. I _______* -f - m Spánn ætlar að reyna Aðstoðarforsætisráð- herra Spánar Maria de la Vega sagði í gær að Spánn ætlaði sér að taka á móti hluta þeirra innflytjenda sem eru í haldi á spænsku landamærastöðinni Ceuta í Marokkó. Ófremdarástand hefur ríkt þar í rúma viku vegna fjölda innflytjenda sem ætlaði að smygla sér til Evrópu en náðist. Töffari á hjólinu Samband Toms og Katie var fyrst um sinn talið auglýs- ingabrella til að vekja athygli á myndum þeirra Wt ofthe Worlds og Batman Begins. meðan á tökum á myndinni War of the Worlds stóð sá hann til dæmis til þess að Vísindakirkjan væri með tjald á tökustað tif að freista þess að snúa fólki til trúarinnar. Hann hefur farið í margar kynningar- ferðir til að fá fólk í kirkjuna og er eitilharður talsmaður hennar. Lee Anne Devette, umboðsmaður Toms Cruise og systir, sendi út tilkynningu í gær þar sem fram kemur að bróðir hennar og leikkonan Katie Holmes eiga von á barni. Þau hafa verið sam- an frá því í apríl og tilkynntu um trúlofun sína í júní. Eftir að hann bað hennar á toppi Eiffelturnsins. Stuttu seinna lét hann hafa það eftir sér að hann langaði mikið til að eignast annað bam og stofria fjöl- skyldu með Holmes. Cruise á tvö ættleidd böm með fyrrverandi eig- inkonu sinni Nicole Kidman. Þau heita Isabella og Connor og eru 12 og 10 ára. Cruise og Kidman em með sameiginlegt forræði yfir þeim. Hélt í meydóminn Katie Holmes er 26 ára gömul en Cruise er 43 ára. Hún hefur áður látið hafa það eftir sér að strax í menntaskóla hafi hún strengt það heit að halda í mey- dóminn þar til hún giftist. Cmise virðist hafa talað hana ofan af því. Cruise hefur verið meðlimúr hinnar svokölluðu Vísindakirkju um árabO og finnst mörgum sem hegðan hans að undanförnu sé mjög lituð af trúarbrögðunum. Á Orðrómur um óléttu Holmes komst á kreik fyrir nokkmm dög- um. Þá mætti parið á fótboltaleik í skóla dóttur Toms og horfði á hana leika. Holmes var klædd í víða hettupeysu og að sögn viðstaddra var hún föl að sjá. Talið er að hún sé komin þrjá mánuði á leið, sem þýðir að erfinginn fæðist í mars. Brjálaður af ást Það kemur fæstum á óvart að Tom Cruise eigi von á barni með Katie Holmes. Samband þeirra byrjaði með miklu offorsi í vor og Tom mætti meðal annars í viðtal til Oprah Winfrey þar sem hann fórnaði höndum þegar hann túlk- aði ást sína á Holmes. Hann var talinn hafa misst glómna í kjölfar- ið en leiðrétti orðróminn í spjall- þætti: „Ég er ekki brjálaður, ég er bara brjálaður af ást." Vísindakirkjan ræður Katie Holmes gekk í Vísinda- kirkjuna skömmu eftir að hún tók saman við Cmise. Kunnugir segja að meðlimir kirkjunnar hafi sagt henni að verða ólétt um leið og þau væru búin að tilkynna trúlof- un sína. Gamli umboðsmaður Cmise lagði mikla áherslu á að hann tal- aði sem minnst um trú sína opin- berlega. Stjarnan rak aftur á móti umbann og réð systur sína í stað- inn. Hún er líka í Vísindakirkjunni. „Öll fjölskyldan er spennt yfir þessu. Ég get hins vegar ekki sagt hvort þetta er stelpa eða strákur. En Katie hefur aldrei liðið betur," sagði umboðsmaðurinn, systir Toms, í gær. Parið sjálft hefur enn ekki tjáð sig um óléttuna. „Ég er ekki brjálaður, ég er bara brjál- aðurafást." Tom Cruise, stærsta kvikmyndastjarna heims, tilkynnti í gær að hann ætti von á barni með unnustu sinni Katie Holmes. Parið hefur verið mikið á milli tannanna á fólki að undanförnu en mörgum þótti sambandið minna á slaka auglýsingabrellu. Áttatíu stúlkur taka þátt í fegurðarsamkeppni í Manila Allar vilja vera ungfrú Jörð Glæsilegar/i(íaf/u stúlkur taka þátt í Ung- frúJörð. Gaman í vinnunni | Ljósmyndar- arnirsýna stúlkunum mikla athygli. Asískar Hérstilla keppendur frá löndum Aslu sér upp saman. Margir mglast á öllum fegurðar- samkeppnunum sem haldnar em árlega víða um heim. Ein heitir Ung- frú alþjóðleg, önnur Ungfrú heimur. Þessa dagana er haldin keppnin Ungfrú Jörð í Manila á Filippseyjum. Þar em mættar um 80 fegurðar- drottningar frá jafnmörgum löndum heimsins til að keppa um titilinn. Ungfrú jörð er talin með þremur bestu ungfrúarkeppnunum ásamt Ungfrú heimi, sem Linda Pé og Hólmfríður Karlsdóttir unnu, og Ungfrú alheimi. í verkahring sigurvegarans er að vekja jarðarbúa til með- vitundar um umhverfismál. Hann flakkar á milli landa og plantar trjám, hjálpar til við alls kyns hreinsanir og hvetur fólk til að endurvinna mslið sitt. Ungfrú Jörð verður valin 23. október. Annarfellibylur Hitabeltisstormurinn Stan jókst að styrk og var. skilgreindur sem fellibylur einmitt um það leyti sem hann gekk yfir Mið-Ameríku og Mexíkó á miðvikudaginn. Um 130 manns létust í bylnum og fjöldi annarra slasaðist. Gvatemala varð einna verst úti en sökum mikils regns í kjölfar bylsins runnu heilu fjallshlíðarnar niður í aurskriðum. Þegar versta veðrinu slotaði óð fólk út í drulluna til að reyna að finna vini og ættingja sem lentu í skrið- unum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.