Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2005, Blaðsíða 2
2 'MIÐVIKÚDA'GUR 26. 0KTÓBER2W5 Fyrst og fremst &V Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og MikaelTorfason Fréttastjórl: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvlnnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifmg@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Karen Kjartansdóttir heima og að heiman Menning og túrista- Það er hrikalega leiöinlegt að fara til útlanda og uppgötva þegar helm er komið að í raun gerði maður ekki neitt sem er í frásögurfærandi. Vena er þaö þó þegar atburðimir eru hálfóboðlegir til að færa í orð. Eitt sinn vann ég á upplýsingaþjónustu ferðamanna ( litlum smábæ. Mér var afar annt um að þeir sem komu aö máli við mig skoðuðu þær náttúruperiur sem mér sjálfri þótti áhugaverðastar og að þeir kynntu sér fslenska menningu til hlftar. Sjálfsagt hefur einhverjum þótt ég eins og kennslukona þar sem ég reyndi eins og ég gat að fræða saklausa túrista um sögur handritanna og helstu náttúru- hamfarir. Mér ftinnst mér þó bera skylda til að reyna fá þá til að kynna sér eitthvaö fleira en sveita- böll og túristaverslanir. hessárvelviljuðuáaetiánirminai er þó (hrópandi ósamræmi við það hvemig ég hef hegðað mér á erlendri grundu. Nokkrum sinn- um hef ég komiö til Lundúna en aldrel hef ég haft nennu f mértil að vlrða Blg Ben eða Thames fyrir mér. Eins og versti plebbi byrja ég yfirlertt á því að fara inn f bandarfsku keðjuna Star- buckstilaðfá mérsýróps- blandað kaffl, þaráeftir held ég inn (hina óex- ótfsku fataverslun Topshop og velti þvf fyrir mér I bamslegri gleði hvaö fs- lenskir auðkýfingar eigi mikinn hluta verslana á þessu svæði. Uppfræðsla ÞégárSm S^cmniö tekur maður glaður og reifur upp alls kyns drasl sem maöur keypti fyíir fúlgur fjár (útlandinu og hringir í ferðafélagana og hlær að sameig- inlegum skrflslátum og skammar- strikum. 1 raun er það ekki fyrr en fólk biöur mann um að rekja feröasögunna aö hinn bitri sann- leikur kemur (Ijós og maður áttar sig á að maöur heföi allt eins get- að sleppt af sér beislinu helma fyrir. Þetta hefur ekki góöáhrifásálar- tetrið, en samt sem áður virðist ég endurtaka leikinn (hvert skipti sem ég stíg út úrflugvél. Næst þegarég hitti breska ferðamenn á skralli niöri (miöbæ ætia ég ekki aö fitja upp á nefiö og reyna uppfræða jaá um menningu og virðingu fyrir kven- fólki því sumum virðist hreint út sagt ómögulegt að hegða sér vel á ókunnugum slóðum. (V cn ro Q. ro ra E ■o Q. ■o «o rtJ Leiðari Jónas Kristjánsson „FÍokkurinn fékk ekki óbeit ú auðliringjum Jyrr en Haglcaup og Baugur liöfðu gert heildsala óþarfa í þjóðfélaginu með því að keyra niður verð frú birgjum ogsemja beint við framleiðendur.“ Sannanlega löngu fyrir daga Baugs var ég sannfærður um, að eitthvað mikið væri athugavert við Sjálfstæðisflokk- inn, allt frá áherzlu hans á slagorð frá Benito Mussolini gamla: „Stétt með stétt", yfir í stuðning hans við harða fáokun kol- krabbans og Sambandsins á viðskiptalífi þjóðarinnar. Flokkurinn fékk ekki óbeit á auðhringjum fyrr en Hagkaup og Baugur höfðu gert heildsala óþarfa í þjóðfélaginu með því að keyra niður verð frá birgjum og semja beint við framleiðendur. Það var hrun gæludýra flokksins, sem æ sfðan hefur valdið hatri flokksins á Baugi og forverum hans. Flokkurinn hefur aldrei verið þar sem hann er séður. Á sama tíma og hann ályktar á landsþingi um að skipa þurfi enn eina nefndina um að leysa vandamál fjölskyldna er hann að skera niður útgjöld hins opin- bera til bamaverndar. Flokkurinn hefur ætíð verið flokkur hræsninnar númer eitt á fslandi. Dæmigert fyrir flokkinn er, að forustu- menn hans fjölyrða um, hversu kristnir þeir séu. Ef fylgið bilar meira en orðið er, munu Benito Mussol- ini Upphafsmaður „stéttmeð stétt" stefnunnar. Kristinn Björns- son Síðasti mó- híkani kol- krabbans iendir ekki ó Hrauninu. Hannes Hólm- steinn Baráttu- maður flokks, sem er andsnúinn frjáishyggju. þeir líka vefja um sig þjóðfánanum. Alltaf er hræsnin handhæg floldd, sem hvergi er hægt að staðsetja í raun, en gerir þó oftast öfugt við það, sem stendur í stefnuskránni. Áratugum saman hefur Sjálfstæðisflokk- urinn stjómað þjóðinni, einkum í hehninga- skiptum við atvinnumiðlun að nafni Fram- sóknarflokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið duglegri en samstarfsaðilinn við að raða gæludýrum á ríkisjötu embættis- manna, alls 58 kvígildum í tíð Davíðs. Flokkurinn var svo inikið á móti sam- keppni í olíuverzlun, að aðgerðir Sam- keppnisstofnunar gegn samráði olíufélag- anna leiddu til þess, að forstjóri hennar var rekinn og stofriunin lögð niður. Flokkurinn hindrar enn, að olíusamráðsmönnunum verði stungið inn, enda em þeir höfuðs- menn í kolkrabbanum. Flokkurinn er fullur af þverstæðum. Hann segist vera fýlgjandi viðskiptafrelsi, jafnvel frjálshyggju, en berst samt af hörku fyrir takmörkun á eignarhaidi fjölmiðla. Hann er andvígur gegnsæi, neitar að sýna almenn- ingi bókhald sitt og leyiúr þar með þætti auðhringjanna í rekstri sínum. Flokkurinn er háll sem áll. Hann þykist vilja opið þjóðfélag og vera andvígur hringa- inyndun, en vill samt halda lokuðu bók- haldi. Hann stundar hvorki frjálslyndi né frjálshyggju. DIPLÓMATAPASSAR em ekki leyndó hér á landi, af því að biskupinn yfir íslandi og aðstoðarmaður forsætis- Fyrst og fremst ráðherra hafi slíka passa. Utanríkis- ráðuneytið og útlendingaeftirlitið væm ekki í keng út af málinu, ef ein- göngu slíkir menn hefðu sloppið gegnum nálarauga skilgreiningar á diplómötum. ÖNNUR ÁSTÆÐA er fyrir því, að ut- anríkisráðuneytið lofaði fyrst og neitaði svo að afhenda DV lista yfir fólk, sem hefur annað hvort diplómatapassa eða þjónustuvega- bréf. Það er sama ástæðan og er fyr- ir því, að utanríkisráðuneytið og út- lendingaeftirlitið vísa hvort um sig á hitt í málinu. skilningurinn á mikilli víðáttu einka- lífsins. KENGUR RÁÐUNEYTISINS stafar af, að óviðkomandi einstaklingar hafa fengið diplómatapassa, pólitísk gæludýr úti í bæ, sem telja henta sér að hafa slíka passa, ef þeir lenda í erfiðleikum í útlöndum. Málið er viðkvæmt, af því að á listanum em nöfn, sem eiga ekkert efiiislegt er- indi á hann. DV HEFUR KÆRT neitun utanríkis- ráðuneytisins til úrskurðamefiidar upplýsingalaga. Sú nefnd veltir því nú fyrir sér, hvort útgáfa diplómatapassa til óviðkomandi að- ila sé einkamál þeirra, eða hvort það sé opinbert mál, sem varði opinber- ar stofnanir og samskipti íslands við erlend rfki. í UNDANBRÖGÐUM ráðuneytisins er vísað til þess, að það höggvi nærri einkamálum fóiks að upplýsa, hvort það hafi diplómatapassa. Af öllum langsóttum túlkunum á einkalífi fólks, þar með töldum túlkunum Persónuvemdar, er þetta lengst sótti SV0NA ER fSLAND í dag, í árslok 2005. Löngu eftir að fundið var upp lýðræði og gegnsæi í pólitík, þurfa opinberir aðilar að velta því fyrir sér, hvort utanríkispólitískt mál sé einkamál gæludýra úti í bæ. jonas@dv.is Morgunblaðið greinir frá því að leikarinn George Cloo- f ney hafi íhugað að svipta sig lffi í kjölfar höfúðhöggs er hann hlaut við kvik- myndaleik. „Við það hafi svo bæst andlát ömmu hans, mágs George Clooney Lifhans yrði öðruvisi hér á landi. og hundurinn hans hafi verið drepinn af skröltormi," segir í Morg- unblaðinu. EfGeorge Clooneyhefði ver- ið búsettur á fslandi hefði tvennt orðið öðruvísi í lífí hans. Hundurinn hefði aldrei verið drepinn af skröltormi og Morgun- blaðið hefði aldrei sagt frá sjálfsvígshugleið- ingum hans. Löngu eftir að fundið var upp lýð gegnsæi / þurfa opm- berir aðilar að velta þvi hvort utan- ríkispólitískt einkamal gæludýra úti Davíð Oddsson Sagðurhafa úthlutað diplómatapössum eins og súkkulaðimolum úr konfektkassa Steingeld kjúklingahjörtu „Sumir þessara stráka em líka með kjúklingahjörtu... Það sem líka er að fara með okk- ur er að senter- arnir mínir em alveg steingeldir og hrein- lega geta ekki skorað þessa dag- ana," segir Guðjón Þórðarson I vandræð- umytra. stjömuþjálfarinn Guðjón Þórðar- son í Fréttablaðinu um leikmenn sína í Notts County sem hafa tapað tíu leikjum í röð. VTð héldum að Guðjón væri maður sigursins og einn sá besti íEvrópu. Bleik er brugö- ið ef Guðjón er nú farinn að þjálfa knattspymumenn með kjúklingahjörtu og steingelda framlínu. Þarf hann ekki að fara að koma heim?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.