Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2005, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 Síðast en ekki síst DV Fækkar embættum til að efla löggæslu Bjöm Bjamason dómsmálaráð- herra hyggst blása til sóknar í lög- gæslu landsins. Það hyggst hann hins vegar gera með heldur óvenjulegum hætti. í því skyni að efla löggæslu í landinu telur Bjöm nauðsynlegt að fækka lögregluembættum úr 26 í 15. Nefnd sem vinnur að nýskipan lög- reglumála hefur samið þessa tillögu fyrir Bjöm. 1 skýrslu nefridarinnar segir að h'til n-gci lögregluembætti standi ein- ‘TiViiXb faldlega ekki undir þeim kröfum sem til þeirra em gerð. Krafan sé sú að lögreglan eigi að sinna öllum störfum sínum vel og í samræmi við þarflr og þróun samfélagsins á hverj- um tíma. Hún þarf að vera skilvirk og sýna mikinn árangur auk þess að vera opin og jákvæð gagnvart óskum og þörfum hins almerma borgara. Hvemig þessi markmið eigi frekar að nást með því að fækka lögregluemb- ættum er ekki auðséð, en vafalaust sjá Bjöm og nefndin hlutina með öðrum og betri gleraugum en hinn almenni borgari. Samkvæmt þessu er augljóst að Bjöm hafl það að leiðarljósi að magn- ið skiptir ekki öllu, það em gæðin sem skipta höfúðmáli. Gæði, ekki magn Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að færri lögregluembætti skili betri löggæslu. Hvað veist þú um Velarann mikla írá Kasmír 1. Hver skrifaði Vefarann mikla frá Kasmír? 2. Hvaða ár kom verkið út? 3. Hvað heitir aðalpersóna bókarinnar? 4. Hvað hét unnusta aðal- persónunnar? 5. Hvar í heiminum var lunginn úr bókinni skrifað- ur í upphafi? Svör neðst á síðunni Hvað seqir mamma? „Viðerum alltafí góðu sambandi en ég hefekki heyrt í hon- um slðustu daga. Ég bíð róleg þar til þessum lát- um linnir segirAuður Stefáns- dóttir, móðir Pálma Haraldssonar athafnamanns og flugfélagaeig- anda.„Ég hefalltafverið stolt afhon- um Pálma mínum og hann er vanur að koma til mln þegar hanná leið hjá. Ég vona bara að honum eigi áfram eftir að ganga vel enda er hann heiðarlegur og reglusamur og það er númer eitt, tvö og þrjú,"segir Auður Stefánsdóttir. Auður Stefánsdóttir er móðir Pálma Haraldssonar sem gert hef- ur garðinn frægan með mestu kaupum á flugfélögum sem ís- lensk saga greinir frá. 'GOTT hjá Ragnhildi Geirsdóttur að yfirgefa Flugleiðir með reisn, trú eigin sannfæringu. Svörviðspumlngum: 1. Halldór Laxness 2. 1927.3. Steinn Elliði. 4. Diljá. 5.1 Taormina á Sikiley. Veitingalwsaskeltirinn Howser Slátrarinn mættur til leiks á ný Hjörtur Howser hugar að aðstæðum Veitingahúsabrans- inn nötrar nú þegar spyrst að hinn óvægni gagnrýnandi sé kominn á kreik á ný. „Nú skelfur veitingahúsaflóran. Ég var að ráða Hjört Howser til að skrifa fyrir mig veitingahúsagagn- rýni. Og hann er lfldegur til að rústa hverjum veitingastaðnum á fætur öðrum," segir Reynir Traustason, rit- stjóri Mannlífs. Já, þeir sem hlustuðu á Hjört þeg- ar hann var með útvarpsþátt á Rás tvö muna oft mjög óvægna veitinga- húsagagnrýni sem hann var þá með. Supu menn hveljur sem heyrðu og hikaði Hafnfirðingurinn hvergi ef honum misbauð. „Já, hann strýkur mörgum öfugt,“ segir Reynir sem leggur mikið upp úr því að Hjörtur sé þarna á sínum for- sendum og blaðsins en ekki í auglýs- ingaskini fyrir viðkomandi stað. „Við sendum hann út að borða einu sinni í mánuði og borgum reikninginn. Ekkert free be,“ segir Reynir sem hef- ur bannað Hirti að kryfja sósuna til mergjar. Hann kemur inn sem hver annar kúnni. Hjörtur sjálfur segir ótækt að slúbbertar í veitingahúsabransanum komist upp með að kasta til höndun- um bara af því að þessi hvassi rýnir er fjarri góðu gamni. „Það verður þarna ein aðalgrein, gagnrýni, og svo hliðardálkur þar sem ég get nöldrað yfir hverju sem verða vill - súrt og sætt." En hvaða „átorítet"þykistþú vera íþessum efnum? „Fyrir utan Hótel- og veitingaskólann í fjögur ár? Nei, ég segi svona. Mannlíf er ekki fagtímarit i matar- gerð. Ég er meira fulltrúi Jiins almenna neytanda sem kemur inn og upplifir móttökur, stemmningu. Er þetta vel heppnað eða er verið að hafa mig að fi'fli hérna? Mun ekki velta mér upp úr því hvort eldhúsið sé franskt eða ítalskt held- ur spyrja: Er maturinn góður? Iiður mér vel; hér? Er ég sáttur? Þetta er aðkoma húns sjálfur. venjulega manns sem þó hefur orð á ekki til ai sér fyrir að vera sæmilegasti kokkur mi ui ciu eia. jakob@dv.is Fólk sendi okkur koníak og vindla „Menn em enn þann dag í dag að þakka mér fýrir þáttinn. Þeir segjast sakna hans," segir Valdimar Ömólfs- son sem í aldarfjórðung stjómaði út- varpsleikfimi í Ríkisútvarpinu. Með Valdimari nánast frá byrjun var undir- leikarinn Magnús Ingimarsson. Útvarpsleikfimi Valdimars var í lofdnu frá 1957 til 1982. Gamla mynd- in að þessu sinni er tekin í útvarpssal í lok þess tímabils. „Það er gaman og í raun merkilegt að þátturinn skyldi lifa svona vel. Þetta hafði tvisvar verið reynt áður en þeir þættir ekki náð að festa sig í sessi,“ segir Valdimar sem segir gald- urinn að baki velgengni þáttanna hafa falist í þeim samhljómi sem þeir Magnús hafi náð. Starfsfólk útvarps- ins hafi margt tekið þátt í leikfiminni og hlustendur heima líka. „Það var aðeins ein útvarpsrás á þessum tíma svo þetta varð að £ vera létt og skemmtilegt. Annars hefði fólk bara slökkt. Og sjálf- sagt gerðu það einhverjir," segir Valdimar og hlær. Það vom margir sem urðu til að hvetja þá félaga til að halda áfram þegar spurðist út að þeir hygðust hætta. „Fólk sendi okkur jafnvel pijónavettlinga, koníaksflöskur og vindla til að telja okkur hughvarf. En okkur fannst nóg komið," segir Valdi- Gamla myndm f útvarpssal Magnús Ingimarsson við slag- hörpuna og Valdimar Örn- ólfsson með mlkrófóninn. Valdimar Örnólfs- son Erenn þakkað fyrir útvarpsleikfimina. mar sem enn í dag er að kenna leik- fimi: „Þetta eru tveir hópar af vinum mínum. Ég geri þetta mest til að halda mér við." Lárétt: 1 loðfeldur,4 vísa, 7 ávöxturinn, 8 sundfæri, 10 band, 12 þreytu, 13 ker, 14 sæl- gæti, 15 óhamingja, 16 munntóbak, 18 ævi- skeið, 21 djarfi, 22 fugls- nef, 23 snáði. Lóðrétt: 1 stúlku, 2 gröf, 3 loftkastalar,4 auðvit- að, 5 ellegar,6trekk,9 óleik, 11 fjölda, 16 lækk- un, 17 fjölmæli, 19 mjúk, 20 flökti. Lausn á krossgátu !G! 0Z'u!l 61 'ðpt 2L '6is 91 jnuun u 'jjuB 6 '6ns g 'ega g 'e6a|uei!A y '6joqe||ds £ '6a| 7 'njd l njajgpq j6ue sz '6606 77 j6ejo tj j||a 81 'oj>|S 91 joq g 1 'iuiueu y t 'egiq £ 1 'njXajcj 71 'pueq 01 j66n 8 'Q!|da z 'sjsa y 'spd 1 .jjajei MARKAÐU RINN FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Mest lesna viðskiptablaðið MARKADURINN hnypit itiMMtió Sj AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.