Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2005, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 Sport DV Einn mesti íþróttamað- urinn Framherjinn Adrian Henning (203 sm) er lfldeg- ur til að gera góða hluti með körfuboltaliði Kefla- víkur. „Henning er búinn að vera hjá okkur í tvær vik- ur og er alveg kominn inn í það sem við erum að gera. Hann hefur ekkert fengið að spila með okkur sem skapar náttúrulega smáóvissu en þetta er einn mesti íþróttamaður sem ég hef séð og ég er ánægður með það sem ég hef séð frá honum," segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur um Henning sem spilar sinn fyrsta leik í Keflavflcurbúningnum í kvöld þegar Keflavík mætir finnska liðinu Lappeen- ranta í Evrópukeppninni. Hlynur í 2. sæti í fráköst- um og stoln- um boltum Þrátt fyrir að liði hans Leeuwarden WoonLAris hafi ekki gengið vel í upphafi tímabils hef- ur Hlynur Bæringsson staðið sig undir körf- unni. Hlynur hefur tekið 11 fráköst að meðaltali í fyrstu fjór- um leikjunum og er í 2. sæti yfir frákastahæstu menn á eftir Bandaríkjamanninum Maurice Ingram hjá Weert en Ingram lék með ÍR hér heima á sínum tíma. Hlyn- ur er einnig í öðru sæti í stolnum boltum en hann hefúr náð 3,8 boltum að meðaltali af andstæðingun- um auk þess að skora 15 stig og gefa 3,2 stoðsend- ingar í leik. 19.15 Grindavík-KR í Iceland Express deild kvenna ^ 19.15 Valur-KA/Þór í SS SS bikarkeppni kvenna. 20.00 Víkingur-HK í SS SS bikarkeppni kvenna. 20.35 Deportivo-Real Madrid í spænsku úr- ‘ valsdeildinni beint á Sýn. S7=FT1 22.15 Olíssport á Sýn. ,4 X ■'i? £J6NV'AIIÍ’II> 22.20 Handboltakvöld á Rúv. 4* V V(T fc.j6NVA*ini* 22.35 Gerð myndarinn- ar Affica United á RÚV. Karlalið Keflavíkur spilar sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni í dag þegar liðið spil- ar gegn finnska liðinu Lappeenranta NMKY úti í Finnlandi. Keflavík fer þaðan til Lettlands þar sem liðið spilar við BK Riga. Keflavík hefur byrjað Evrópukeppnina með sigri síðustu tvö tímabil en nú byrjar liðið á mjög erfiðum útileikjum. Skýr skílaboð til strákanna SigurÖur Ingimundarson ætlast til að strdkarnir hans geri betur ÍEvr- ópukeppninni en þeirgerðu ífyrra. Landsbatwmf - ætla að gera enn betur í Evrópukeppninni Keflvíkingar taka þátt í Evrdpukeppninni þriðja árið í röð og eru aðeins annað íslenska félagið í sögunni sem gerir slíkt en KR- ingar fóru þrisvar í röð í Evrópukeppni á árunum 1989 til 1991. Keflavíkurliðið hefur unnið 6 af 16 Evrópuleikjum sínum undan- farin tvö ár og hafa komist áfram í næstu umferð í bæði skiptin. Keflavík endaði í 3. sæti í sínum riðli fyrsta árið, í 2. sæti í fyrra og nú ætía Sigurður Ingimundarson og lærisveinar hans enn lengra í baráttunni við stóru atvinnumannaliðin úr Evrópu. Keflavík tekur nú þátt í Áskor- sína í Evrópukeppninni. Sigurður endakeppni Evrópu og er í þriggja liða riðli með finnska liðinu Lapp- eenranta NMKY og liði BK Riga frá Lettlandi. Tvö efstu lið hvers riðils tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum þar sem spilaðir verða tveir leikir heima og að heiman. DV heyrði í Sigurði Ingimundarsyni, þjálfara Keflavfkurliðsins, þar sem hann var staddur í Kaupmannahöfn á leiðinni til Finnlands. „Nú ætlum við að fara í Evrópu- keppnina þriðja árið í röð og nú ætl- um við jafnframt að gera betur og fara lengra," sagði Sigurður. „Keppnin er mun sterkari í ár en hún hefur verið áður og það eru mun fleiri sterk lið komin inn í hana. Það eru fleiri lið frá þessum stærri löndum sem gerir hana bara enn skemmtilegri. Við teljum okkur vera með betra lið en í fyrra og nú verð- um við bara að sjá hvert það leiðir okkur,“ segir Sigurður en eins og áður verður gríðarlegt álag á Kefla- víkurliðinu á meðan það spilar leiki hefur kynnt sér andstæðingana sem eru sterk lið. „Ég veit heilmikið um finnska lið- ið. Þeir voru með yfirburðalið í finnsku deildinni í fyrra og hafa byrj- að ágætíega í vetur. Það eru nokkrir gamlir kunningar sem spila þar og við könnumst vel við þá. Þeir eru lið sem treystir meira segja meira en við á hittni utan af velli þannig að þeir beita leikstfl sem er okkur ekki ókunnugur. Þeir eru með frábært lið en við teljum okkur vera í stakk búna til að spila við þá,“ sagði Sig- urður en leikur Lappeenranta NMKY og Keflavíkur hefst klukkan 15.30 að íslenskum tíma og verður væntanlega hægt að fylgjast með gangi mála í beinni tölfræðiútsend- ingu á heimasíðu fibaeurope. Það er skammt stórra högga á milli því Keflavíkurliðið spilar annan Evrópuleik á föstudagskvöldið þegar það sækir lettneska liðið BK Riga heim. „Við vitum minna um hitt lið- ið, Lettarnir komu inn á sfðustu stundu eftir að liðið frá Úkraínu datt út en ég kannast við þrjá til fjóra leikmenn. Ég býst við þeim sprækum, þeir eru með imgt lið en eru hörkugóðir," segir Sigurður sem hefur ekki miklar áhyggjur af því að byrja Evrópu- keppnina í ár á tveimur erfiðum úti- leikjum. „Við unnum fyrsta útileikinn í fýrra en unnum ekki útileik árið áður þannig að við höfum verið að bæta okkur og við teljum okkur geta unnið leik í þessari ferð. Við þurfum að koma leikjunum inn í okkar leik þar sem við erum hvað sprækastir að spila góða vöm og halda leikn- um tiltölulega hröðum. Þetta á sérstaklega við á mótí Finnun- um þar sem þeir em ekki að spila á mörgum mönnum," segir Sig- | urður en Keflavík spilar síðan heimaleiki sína 3. og 17. nóvem- ber. 22. Evrópuleikur Gunn- ars í kvöld Þaö hefureng- inn leikmaöur leikið fleiri Evrópuleiki fyrir fslensk liö e Keflvíkingurinn GunnarEin■ arsson sem f dag leikursinn 22. Evrópuleik. Gunnar lék 5 leiki með /RB 1999 og hefur leikiðalla 16 Evrópuleiki Keflavlkur undanfarin tvö di EVRÓPUKEPPNIN 2004 EVRÓPUKEPPNIN 2003 8 leikir 3 sigrar - 5 töp Heimavöllur: 2-2 Útivöllur. 1-3 2. saeti (riölinum Tap fyrir Benetton (úrslitakeppn- inni Fyrsti leikur. 93-73 heimasigur á Reims Fyrsti útileikur. 106-94 sigur á Reims Stigahæstu menn: Anthony Glover 25,5 NickBradford 19,1 Magnús Þór Gunnarsson 17,9 Gunnar Einarsson 12,8 jón Nordal Hafsteinsson 9,3 8 leikir 3 slgrar - 5 töp Heimavöllur: 3-1 Útivöllur 0-4 3. saeti I riðlinum Tap fyrir Dljon í úrslitakeppnlnni Fyrsti leikur: 113-99 heimasigur á Ovarense ryrsti útileikur 91-107 tap fyrir Hyeres Toulon Stiganæstu menn: Derrick Allen 26,6 Nick Bradford 23,5 Gunnar Einarsson 11,9 Magnús Þór Gunnarsson 11,9 Falur Harðarson 9,2 Jessalyn Deveny kvaddi lið Breiðabliks í kvennakörfunni með 40 stigum gegn IS Alltof góð fyrir ísland og reynir fyrir sér annars staðar Kvennalið Breiðabliks þarf að sjá á eftir bandaríska bakverðinum Jessalyn Deveny sem hefur ákveðið að reyna fyrir sér í sterkari deild. Deveny skoraði 40 stig og 68% stiga Breiðabliks í síðasta leiknum þegar liðið tapaði með níu stigum gegn ÍS, 59-68, á útivelli. Breiðablik er í 5. sæti Iceland Express deildar kvenna með einn sigur út úr fyrstu fjórum leikjunum. Það verður allt annað en auðvelt að fylla skarð Deveny sem átti greinilega eitthvað í það að komast í sitt besta form eftir hásin- arslit í upphafi árs. Hún er auk þess mikill leiðtogi og hefur drifið Blika- stelpurnar áfram en þær eru flestar að spila sína fýrstu leiki í efstu deild eftir að hafa unnið 2. deildina með glæsibrag í fyrravetur. Deveny var á leiðinni inn í WNBA þegar hún meiddist f febrúar og þangað liggur stefnan en fram að því ætlar hún lflc- lega að reyna fyrir sér annars staðar í Evrópu. Samkvæmt heimildum DV eru Blikar að Ieita sér að tveimur leikmönnum til þess að fylla skarð Deveny en það má að vissu leyti halda því fram að hún hafi verið tveggja manna maki í þessum fyrstu leikjum nýliðanna í efstu deild. Deveny skoraði 30,5 stig og tók 11 fráköst að meðaltali í þeim sex leikj- um sem hún spilaði með Blikum í deild og Hópbflabikar. Deveny skor- aði 13 þriggja stiga körfur í þessum leikjum (38,2% nýting) og nýtti 30 af 33 vítum sínum (90,9%).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.