Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2005, Blaðsíða 4
4 FreÍtÍrlSV Flug á Höfn vanrækt Bæjarráð Hornafjarðar segir í bókun að borið hafi á að Flugfélag íslands hafi ekki sinnt skyldum sínum sem leyfishafi i í áætlunar- flugi til bæjarins. „Dæmin sanna að flugi til Horna- flarðar hefur verið frestað vegna þess að flugvél- ekki verið til taks í áætlunarflug." Einnig leggur bæjarráð Hornafjarðar áherslu á að þeirri óvissu sem nú ríkir vegna útboðs á flugi verði aflétt sem fyrst. Bæjarráð óskar eftir að fá skýringar frá flugrekstraraðila um ástæður þess að flug hafi ítrekað fallið niður þrátt fyrir að vel hafi viðrað til flugs. Gegn veggjakroti Reyna á að stemma stigu við veggjakroti í Háa- leitis- og Bústaðahverfi. Á fundi hverfisráðs Háaleitis í fyrradag var samþykkt að ganga til samstarfs við hverfissamtökin Betra líf í Bústaðahverfi og fleiri að- ila um aðgerðir til að hamla gegn veggjakroti í hverfinu. Sumir íbúar á þessum slóðum hafa stig- ið fram og sagt umfang veggjakrots vera óviðunandi. Á sama fundi hverfaráðsins var sam- þykkt að styrkja Betra líf í Bústaðahverfi um 150 þúsund krónur til að halda sumarhátíð næsta vor. Leikskóli á bæjarskrif- stofu Skoða á hvort ekki sé unnt að breyta húsnæði þar sem áður voru bæjar skrifstofur Blönduóssbæjar í leikskóla. Bæj- arráðið ákvað þetta eftir til- lögu frá skóla- stjóra og að- stoðarleikstjórá Leikbæjar þar sem bæta á við einni deild svo hægt sé að taka á móti börnum strax frá sex mánaða aldri. Kostnaður við prófkjörsbaráttu Gísla Marteins Baldurssonar og Vilhjálms Þ. VII- hjálmssonar er þegar farinn að hlaupa á milljónum. Hvorugur frambjóðandinn treystir sér til að gefa upp hvort kostnaðaruppgjör verði birt þegar baráttunni lýkur. Vilhjálmur Þ. segist leita í persónulega sjóði enda sé hann ekki á flæðiskeri staddur. Er aðeins með eina n milljon a manuði 11 Hvorki framboð Gísla Marteins Baldurssonar né Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar hefur tekið ákvörðun um að birta fjármálauppgjör eftir að prófkjöri lýkur. Kostnaður beggja framboða eykst eftir því sem líður á baráttuna. Gísli Marteinn segist stóla á aðstoð vina sinna meðan Vilhjálmur Þ. segist búa við sterkt fjárhagslegt bakland enda einn launahæsti stjómmálamaður á landinu með yfir milljón á mánuði. í tímariti Fijálsrar verslimar kom fram að Viihjálmur Þ. Vil- hjálmsson væri með 1,5 milljónir í laun á mánuði. Auk þess að sitja í borg- arstjóm er Vilhjálmur formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Þetta var nú ekki alveg rétt. Endurskoðandinn skilaði framtalinu ein- um degi of seint svo það var áætlað á mig. Sannleikurinn er sá að ég er aðeins með 1106 þúsund krónur á mán- uði. Allt fyrir opinber störf. Ég hef ekkert að fela," segirVilhjálmur. Ekki tekið ákvörðun Vilhjálmur segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort kostnaður hans við prófkjörið verði birtur að því liðnu. „Við höfum ekki rætt það ennþá en fyrst maður lendir í svona prófkjöri hefur það kostnað í för með sér. Ég veit heldur ekki hvemig ætti að é Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson Ráðgjaf- ar hans tjá sig ekki um einstök atriði i kosningabaráttunni. t fln „ Sannleikurínn ersá að ég er aðeins með 1106 þúsund krónur á mánuði. Allt fyrir op- inberstörf. Ég hef ekkert að fela standa að slíkri birtingu. Á að birta kostnað við matinn á skrifstofunni? Leigunni á húsnæðinu? Á það að vera almenn regla í prófkjörum að birta kostnað? Þetta þarf að skoða.“ Kostnaðarsöm barátta Miðað við umfang baráttu Vil- hjálms Þ. og Gísla Marteins virðist kostnaðurinn vera gífurlegur og ekki á leiðinni að minnka. DV greindi frá því fyrir helgi að Vilhjálmur hefði keypt aðstoð fyrirtækisins PSN sam- skipti ehf. í úthringiherferð á vegum framboðsins. Mun kostnaðurinn við slíka aðgerð vera umtalsverður, hlaupa á milljónum, en auk þess hef- ur Vilhjálm starfsmenn frá almanna- tengslafyrirtæki Gunnar Steins Páls- sonar á launum. Birtu uppgjör Ekki er hefð fyrir því að kostnaður við prófkjör einstaklinga sé opinber- aður. Skemmst er þó að minnast slags Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar um for- mennsku í Samfylkingunni. Eftir þá baráttu birtu bæði framboðin upp- gjör þar sem farið var ^áir helstu kostnaðar- liði. í her- búðum Gísla Marteins virðist svipað hljóð og hjá VUhjálmi. Kostnaðarmál hafa ekki verið rædd á þessu stigi. Leitar til vina „Við höfum ekki tekið ákvörðun um hvort uppgjör verði birt eftir próf- kjörsbaráttuna," segir Gísli Marteinn. Hann segist jafnramt sjálfur ekki koma nálægt kostnaðarhliðinni á framboði sínu. Þar njóti hann stuðn- ings góðra manna og hann vilji ekki vita hveijir leggi pening í baráttu hans. „Það vinnur hins vegar enginn kosningarbaráttu með auglýsingum," segir Gísli Marteinn sem telur að á endanum verði það málefnin sem standi upp úr. simon@dv.is Woody Allen og gulldrengurinn í KR Ein undarlegasta stétt á íslandi eru atvinnnufótboltamenn. Svart- höfði hefur fylgst agndofa með frétt- um síðustu daga af leikmannaskipt- um í úrvalsdeildinni. íslenskir fót- boltamenn eru síðustu málaliðarnir, vikingamir; berjast þar sem best er borgað. Og nú hefur þekktur stríðs- maður af Skaganum ákveðið að ganga til liðs við Vesturbæjarstór- veldið líkt og afabarnið í Árbænum. Svarthöfði er ekki hrifinn. í fyrsta lagi lítur þessi Gunnlaug- ur Jónsson út eins og hálfbróðir Hugleiks Dagssonar; sver sig frekar í ætt við Woody Allen - lítill, sköllótt- ur og með svört spangargleraugu - en alvörufótboltamann. Samt virðist koma hans í Vestiirbæinn hafa vakið almenna hrifningu. Svarthöfði hlakkar til að sjá Gunnlaug stökkva upp í skallaein- vígi með ijögur augu á boltanum. Svo er það afabarnið með jápanska eftirnafnið. Björgólfur ætti frekar heima í kvikmyndunum eins og systir hans en inni á fótboltavelli. í viðtali á dögunum sagðist hann alltaf í slæmu leikformi eftir skóladvöl í Bandaríkjunum. Kannski Hollywood eigi því frekar við Björgólf. Vonandi að stjórn KR gleymi að skila samningi hans i inn ef stóm kvik- myndaverin hringja. Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað helvíti gott," segir Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjakaupstaðar. „Við erum að undirbúa menningaruppá- komu sem við köllum Nótt safnanna. Þá koma hingað skáld úr Reykjavík, við verðum með heimasmíðuð skemmtiatriði og endum svo að sjálfsögðu á dansleik. Þetta byrjar allt föstudaginn 11. nóvember og stendur fram á sunnudaginn þaráeftir." Þeir em því dágott par. Björgólfur og Gunnlaugur. Eins og klipptir út úr amerískri glæpamynd. Björgólfur jiýliði í lögreglunni, ak- Jandi á sportbíl meðal pálmatrjánna í Kaliforn- íu, á meðan Gunnlaugur er eins og útbrennd ftkni- efnalögga, gamalreynd- ur refur úr brans- ^anum sem eyð- Iir fríkvöldun- um spilandi á saxafón í lítilli djassbúllu. Svarthöfði k efast hins Ivegar um að r þeir félagarnir j eigi eitthvert FerindiíKR. Það rkemur þó í ljós knæsta sumar. i. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.