Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2005, Blaðsíða 22
22 M'ÍÖVltöbfá'Ök 26. dKTÖM"2Ó05 Sporfltv HólmfríðuríKR Hólmfríður Magnúsdótt- ir, leikmaður ÍBV, hefur ákveðið að ganga til liðs við KR. Hún sagði í samtali við DV Sport í gær að hún væri ekki enn búin að skrifa und- ir samning en enn væri ver- ið að ganga frá lausum end- um íVestmannaeyjum. Þar með er ljóst að ÍBV verður auk hennar án Elínar önnu Steinarsdóttur og Olgu Fær- seth. Það er því ekki mikið eftir af liði ÍBV og verður að teljast sem svo að ffamtíð meistaraflokksins sé í mikilli hættu. Moyes bauðst til aðsegjaupp Óstaðfestar heimildir í enskum netmiðlum herma að David Moyes, knatt- spymustjóri Everton, hafi boðist til að segja starfi sínu lausi í kjölfar slæmrar byrj- unar liðsins í ensku úrvals- deildinni. Everton vann fyrsta leikinn í haust en svo ekki söguna meir fyrr en lið- ið varð það fyrsta til að ná stigi af Chelsea á tímabilinu er liðin gerðu 1-1 jafntefli á sunnudag. Forráðamenn liðsins munu hafa hafnað boði Moyes umsvifalaust. O'Leary neitar David O’Leary, knatt- spyrnustjóri Aston Villa, hef- ur alfarið hafnað ásökunum enska knatt- spyrnusam- bandsins að hafa hreytt fúkyrðum í dómara leiks Aston Villa og Birming- ham sem fór fram þann síðastliðinn. Aston Villa vann grannaslaginn 1-0 en þetta var fyrsti sigur O’Leary á Birmingham sem stjóri Aston VUla. Að leik loknum hljóp hann yfir þveran völl- inn til að fagna sigrinum og mun hann hafa hlaupið framhjá Graham Poll, dóm- ara leiksins, og sent honum ansi kaldar kveðjur um leið. 16. október Úrslit leikja í gær E V R o P A UEFA-BIK ARINN 3. umferö (úrslit aö loknum venjulegum leiktlma: Doncaster Rovers-Gillingham 2-0 Crystal Palace-Liverpool 2-1 Aston Villa-Burnley 1-0 Wigan-Watford 1-0 Fulham-West Bromwích Albion 2-2 Sunderland-Arsenal 0-3 MansfieldTown-Millwall 2-3 Blackburn-Leeds United 3-0 Reading-Sheffield United 2-0 Þó svo að hafnabolti sé ekki hátt skrifuð iþrótt hér á landi er hún samofin banda- rísku þjóðarsálinni en dregið hefur til stórtíðinda í íþróttinni undanfarið. í fyrra var það frægt þegar að Boston Red Sox lyftu álögum Babe Ruth eins og það var kallað og er nú komið að Chicago White Sox að horfast í augu við drauga fortíðarinnar. fllipm -lyft-annaö árið í röð M 3 ■ ■ ■ ■ all-Century Team Goðsögn ShoelessJoe Jackson er enn þann dag I dag goösögn hjá stuön- ingsmönnum liðsins. mm ' ...................................................... Þrjár kvikmyndir sem DV Sport mælir með: Fyrir ári fór bandarískt þjóðfélag á annan endann þegar Boston Red Sox vann loksins aftur heimsmeist- aratitilinn í hafnabolta eins og titill- inn er nefndur þarlendis. Þar með var áiögum goðsagnarinnar Babe Ruth lyft. Annað mál sem átti sér stað á svipuðum tíma, árið 1919, hef- ur nú verið rifjað upp í ljósi þess að annað félag, Chicaco White Sox, er á barmi þess að vinna titilinn eftirsótta og lyfta þar með sínum eigin álög- um. „Curse of the Bambino" heita álögin sem Babe Ruth er sagður hafa lagt yfir Boston Red Sox fyrir að selja sig frá félaginu til erkifjendanna í New York Yankees. Það gerðist árið 1920 en tveimur árum áður hafði hann orðið meistari með Boston. Eftir þessa sölu, sem eigandi félags- ins keyrði í gegn til að geta fjármagn- að söngleikinn „No, No, Nannette", vann Boston ekki titilinn þangað til í fyrra. Aðeins nokkrum vikum áður en Babe Ruth var seldur frá Boston kom upp eitt umdeildasta mál í sögu bandarískra íþrótta. Árið 1919 voru átta leikmenn Chicago sakaðir um mútuþægni og að tapa viijandi úr- slitarimmunni um heimsmeistaratit- ilinn. Þeir voru í kjölfarið dæmdir i lífstíðarbann ffá íþróttinni af forráða- mönnum hafnaboltaforystunnar. Einn áttmenninganna var „Shoe- less" Joe Jackson sem hefur almennt verið talinn einn sá allra besti sem komið hefur fram í íþróttinni frá upphafi. Honum var gefið að sök að hafa viljandi leikið illa þó svo að frammistaða hans í leiknum hafi ekki gefið slíkt til kynna. Engu að síð- ur var hann ákærður eins og Jiinir sjö. Málið fór fyrir dómstóla og var Jackson sýknaður en hlaut þrátt fyrir það ekki náð fyrir augum forkálfa íþróttarinnar. Allar götur síðan hafa fræðimenn jafnt sem áhugamenn frekar hallast að sakleysi Jackson. Málið mun hafa haft mikil áhrif á hann sjálfan en hann kom aldrei aftur við sögu hafnabolíans nema að mjög tak- mörkuðu leyti. Enn þann dag í dag deila menn og þræta um réttmæti þess að hafa útskúfað Jackson eins og var gert en honum var til að mynda aldrei veittur sess í frægðar- höll hafnaboltans (Baseball's Hall of Fame) og gremst það mörgum mjög. Úrslitarimma Chicago White Sox og Houston Astros er þegar haf- in og eru liðsmenn Chicago nú með 2-0 forystu eftir tvo sigra á heima- velli. Næsta viðureign fer fram í nótt á heimavelli Houston. Á leið sinni í úrslitarimmuna sló Chicago út Boston Red Sox fremur auðveld- lega, 3-0, en fjóra sigra þarf nú til að tryggja titilinn eftirsótta. Þessi tvö sögufrægu lið mættust einmitt í úr- slitunum árið 1918, þegar Boston vann titilinn í síðasta sinn í 86 ár - ári á eftir að Chicago White Sox vann sinn síðasta titil. eiríkurst@dv.is Field of Dreams (1989) Byggð á bókinni„Shoeless í Joe“ eftir W.P.Kinsella og Vb jÉP segir frá Ray Kinsella (Kevin Costner) sem byggir hafna- boltavöll á akri i lowa til heiðurs Jackson. Almennt talin ein besta bandarisk kvikmyndin um iþróttir. Eight Men Out (1988) Byggð á samnefndri bók eftir Eliot Asnof. Fjallar um þegar átta leikmenn Chicago White Sox voru j sakaðir um að hafa þegið mútur frá veðmöngurum til að tapa úr- slitarimmunni um titilinn árið 1919. The Perfect Catch (2005) W' Byggð á bókinni„Fever Pitch“eftir Nick Hornby. Staðfærð bandarisk útgáfa yfj,-^ afbókinni en myndin fjall- ~~ V' a? ar um áhanganda Boston ' Red Sox. Myndin var gerð um svipað leyti og Boston varð meistari i fyrra og þurfti að breyta handritinu eftir þvi. Er sýnd i islenskum kvikmyndahús- um um þessar mundir. Evrópumeistarar Liverpool duttu úr enska deildarbikarnum Heiðar með sitt fyrsta mark fyrir Fulham Þrír íslendingar voru í eldlínunni þegar níu leikir fóru fram í ensku deildarbikarkeppninni í gærkvöldi. Heiðar Helguson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fulham en hann jafnaði metin gegn WBA á lokamínútu venjulegs leiktíma. Heiðar var í byrj- unarliði Fulham en úrslit leiksins voru ekJd ljós fyrr en eftir að DV fór í prentun. Óvæntustu úrslit kvöldsins voru án efa er Evrópumeistarar Liverpool töpuðu fyrir fyrstu deildarliðinu Crystal Palace á útivelli. Liverpool stillti svo sem ekki upp sínu sterkasta liði en þó mátti sjá menn eins og Sami Hyypia, Stephen Warnock, Steven Gerrard, Didi Hamann, Harry Kewell, Fernando Morientes og Peter Crouch. Engir aukvisar eins og sjá má. Leiknum lauk með 2-1 sigri Crystal Palace en Steven Gerrard jafnaði metin fyrir Liverpool á 40. mínútu. Dougie Freedman og Marco Reich skoruðu mörk Crystal Palace. ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading sem vann 2-0 sigur á Sheffi- eld United. Brynjar Bjöm Gunnars- son var hvfldur og sat á varamanna- bekk Reading allan leikinn. Gylfi Einarsson nældi sér í gult spjald í leik Leeds og Blackburn sem síðarnefnda liðið vann 3-0. Gylfi lék allan leikinn fyrir Leeds. Þá vann Arsenal 3-0 sigur á Sunderland en óhætt er að segja að Arsene Wenger hafi verið óhræddur við að gefa reynsluminni leikmönn- um liðsins tækifæri eins og hann gerir alltaf í þessari keppni. Emmanuel Eboue og Robin van Persie (2) skomðu mörk Arsenal. eirikurst@dv.is Þriggja ára samningur Ásgeirs Eins og DV greindi frá í gær verður Ás- geir Eh'asson næsti þjálfari Fram. Hann skrifaði í gær undir þriggja ára samning við félagið og bíður hans það verkefni að koma liðinu upp í efstu deild á ný en Fram féll í haust í fyrstu deildina. Ásgeir hefur áður lent í sömu sporum en hann tók við liðinu fyrir tímabilið 1996 en þá var lið- ið nýfallið í fýrstu deild. Hann kom liðinu strax aftur upp en fyr- ir það hafði hann unnið þrjá ís- landsmeistaratitla og þrjá bikar- meistaratitla með liðinu. DV-mynd Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.