Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Bæjarstjórn ályktar Þverpólitísk sátt var í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á þriðjudagskvöld. Fulltrú- ar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar samþykktu ályktun þar sem hafnfirsku ráðherrarnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Árni Mathiesen eru harð- lega gagnrýnd fyrir að gefa Reykjanesbæ 120 milljónir til uppbyggingar víkinga- safns. „Bæjarstjórn Hafnar- fjarðar samþykkir að beina því til menntamálaráð- herra og fjármálaráðherra að þeir tryggi það að jafn- ræðis sé gætt þegar kemur að styrkveitingum til safna og ferðamannastaða," segir í ályktuninni. „Að baki þessari ályktun liggur auð- vitað undrun og furða okk- ar heimamanna á þessu máli," segir Lúðvík Geirs- son bæjarstjóri í Hafnar- firði. Hugsum við nógumgamla fóllcið? Hlynur Sigmarsson, formaöur handknattleiksdeildar ÍBV. „Ég held aö við hugsum hreint ekki nógu mikið um gamla fólkið. Það á ekki bara við um ríkiö heldur okkur sjálfsem einstaklinga. Við erum ekki nógu dugleg að heimsækja fólk og tala við það. Það er ekki nóg aö setja okkar nán- ustu bara á einhverja stofnun eins og elliheimili heldur verð- um við hvert og eitt að vera betri i að sinna okkar fólki." Hann segir / Hún segir „Það mætti huga örlítið betur að gamla fólkinu þóttþjón- ustan við það hafi aukist. Helst mættu þau hafa meira á milli handanna. Imínu bæjarfélagi, Garðarbæ, erheilmikið í boði og fólk er duglegt að sækja leikfimi og félagsstarf. Það er frábært að geta gefið þeim kost á því. Það er líka jákvætt að gamla fólkiðfær frítt í sund og er duglegt að koma I laug- arnar." k Elín Bima Guðmundsdóttir Iþróttakennari. Berglind Sigurðardóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti sín við trú- badorinn og guðsmanninn Guðlaug Laufdal Berglind seldi Guðlaugi hús sitt í Hveragerði fyrir skömmu en illa hefur gengið að fá Guðlaug til að borga uppsamið verð. Hún segir að Guðlaugur skuldi sér enn 1,7 milljónir og ætlar fyrir dóm. Segir Guölang trúbador vera almoran glæpamann Hinn umdeildi trúbador, Guðlaugur Laufdal, virðist hafa ein- stakt lag á því að komast upp á kant við það fólk sem hann hef- ur viðskipti við. Árni Björn Guðjónsson sakaði hann um að hafa stolið af sér húsgaganverslunni Mi Casa í mars á þessu ári og skömmu seinna kom Jósef Kristjánsson hjá Bónstöð Jobba fram og sagði Guðlaug hafa selt sér ónýtar vélar til dekkjaskiptinga fyrir 250 þúsund krónur. Nú sakar Berglind Sigurðardóttir hann um að vera glæpamann vegna þess að hann hefur ekki staðið við umsamdar greiðslur þegar hann keypti hús af henni í Hvera- gerði. „Ég hafði illan bifur á honum frá byrjun. Ég las fréttir um hann í DV þegar hann var að svindla á manninum með húsgagnaverslun- ina og fannst óþægilegt að eiga viðskipti við hann,“ sagði Berglind um trúbadorinn og guðsmanninn Guðlaug Laufdal í samtali við DV í gær. Hún sagði að Guðlaugur hefði að lokum boðið hæst og hans til- boði hefði verið tekið eftir þrýsting frá fasteignasalanum. Borgar ekki lokagreiðslu Berglind sagði að fyrst um sinn hefði allt litið vel út. Vandræðin byrjuðu hins veg- ar þegar kom að lokagreiðslunni sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir. „Hann ætlaði sér greinilega að reyna að komast hjá því að borga þessa loka- greiðslu. Hann byrjaði að finna allt sem hann gat að húsinu og var á endan- um kominn , upp í nákvæm- \ lega 1,7 millj- . ónir. Þegar hann keypti þá fann hann ekkert að húsinu. Nú er allt í einu komið annað hljóð í skrokkinn hjá hon- „Þegarhann keypti þá fann hann ekkert að húsinu. Nú er allt í einu komið annað hljóð í skrokkinn hjá honum. Fyrir mér er hann algjör glæpa- maður." * um. Fyrir mér er hann algjör glæpamaður," sagði Berglind. Ætlar fyrir dóm Berglind sagðist hafa leitað allra leiða til að ná sáttum við Guðlaug, jafnvel boðist til að taka húsið aftur, en það væri vonlaust. „Hann gaf bara í og reyndi að sýna fram á að duldar skemmdir hefðu verið hærri en 1,7 milljónir. Okkar eini möguleiki er að fara fýrir dóm og fá pening- ana sem hann skuldar okkur. Hann átti að borga lokagreiðsluna 1. ******* SfBJtóT tíU MÚSCASjMVERSU/MIM WCA81 Predfkapi Omega fiafa stoffð af sáp 1.mars2005 ArniBjörn Gudjonsson saknði trú- badorinn og trúfélaga sinn Úuðlaug Laufdal um að hafa svikið ut ur ser heila húsgagnaverslun. Glimrandi viðtökur í áskriftarherferð Kambshraun 45 Þetta hús keypti Guölaugur afBerglindi og manni hennar í Hverageröi en hefur ekki enn borgaö lokagreiösluna. ágúst og þessi töf hefur komið okkur í mikil vandræði," sagði Berglind. Hefur það fínt í Hvera- gerði Þegar DV hafði samband við trúbadorinn Guðlaug á heimili hans í Hveragerði var hann léttur í bragði. Aðspurður sagðist hann hafa það fínt í Hveragerði en þegar hann var spurður út í fasteignaviðskipti sfn við Berglindi var fátt um svör. Það kom löng þögn í símann og síðan skellti hann á. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir náðist ekki aftur í hann. oskar@dv.is Guðlaugur Laufdal á góðri stund Trúbadorinn og guðsmaöurinn Guðlaug- ur Laufdal er sakaöur umað svik i fasteignaviðskiptum. Bragi í Eden ekki enn búinn að selja *» \ \ ',i tGERAWdÖB Gamlir DV-lesendur snúa aftur „Viðbrögðin eru glimrandi góð ; og við erum þegar að sjá hundruð- . ir gamalla áskrifenda DV snúa til; baka og endurnýja gömul kynni," , segir Hrannar B. Arnarsson, sölu- stjóri hjá 365-miðlum, sem j stjórnar nýrri áskriftarherferð: sem beint er að gömlum áskrif-: endum DV sem margir hverjir hurfu á braut á meðan blaðið var í höndum eldri eigenda. „Það eru bersýnilega margir sem nú eru til- búnir til að endumýja kynnin," segir Hrannar. Áskriftarátakið mun standa enn um hríð en allir eldri áskrifendur DV hafa fengið sent heim bréf með er- indi og áskomn frá ritstjómm blaðs- ins. Hefur bréfið fallið í góðan jarð- DV, Helgarblaðið, Hér & nú og Sirkus Gamlir áskrifendur taka vel við sér og vilja endurnýja gömul vpp pf Ikynni 09 fá 1 kauPæti tima- marka skal \ritin^núogSirkus. undirtektir; „Ég geng ekki svo langt að segja að áskrift að DV sé jólagjöfin í ár en hún er vissulega skammdegisglaðn- ingur," segir Hrannar B. Arnarsson. Myndi þiggja 500 milljónir fyrir Eden Eden í Hveragerði er enn til sölu og hefur ver- ið um hríð. Bragi Ein- arsson, stofnandi og eigandi Eden í 48 ár, segir ýmsa hafa sýnt áhuga en ekkert sé fast í hendi. „Það em ekki aðilar úr gróðurhúsageiranum sem sýna áhuga heldur aðrir sem sjá hér mögu- leika sem vissulega em fyrir hendi," segir Bragi og vísar þá til uppbygg- ~ ingarmöguleika á lóðinni sem er aðeins nýtt að __________ hluta. „Hér er búið að byggja á fjögur þúsund fermetrum Bragi i Eden Selur lífsstarfið á einu bretti. en eftir em þá minnst átta þúsund fermetrar af lóðinni," segir Bragi. Bragi vill ekki tjá sig um verðhugmyndir en líta verði til þess að ár- lega komi um 700 þús- und gestir í Eden. Sumir kaupi að vísu aðeins rjómaís en aðrir séu stór- tækari: „Það em útlend- ingar sem em bakbeinið í kúnnahópnum. Þeir versla fyrir hærri upp- hæðir." Aðspurður hvort hann tæki tilboði upp á 500 milljónir, svar- ar Bragi í Eden að bragði: „Takk fyrir. Komið fagnandi."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.