Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Side 10
7 0 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Kostir & Gallar Hrafnhildur þykir stór- skemmtileg, hugmyndarík og heilsteypt manneskja. Tröll- trygg vinum sínum og mikill listamaður. Hún er með fullkomnunar- áráttu og haldin ákvörðun- arfælni með litilvægar ákvarðanir. Hrafnhildur er ekki allra. „Hún er náttúrulega I fyrsta lagi stór- skemmtileg. Hún er hamhleypa til verka, einstaklega hug- myndarlk og Imyndunarafl hennar á sér engin takmörk. Hún er einstaklega traust og hægt að ráðfæra sig við hana um allt milli himins og jarðar. Hún er trygg og gasprar ekki um hlutina sem henni er trúað fyrir. Eini gallinn sem ég finn hjá henni er ákvörðunarfælni hennar stundum, varðandi smáhluti I dagsins önn." Margrét Jónasdóttlr, sagnfræölngur og mágkona Hrafnhildar. „Hrafnhildur hefur marga góða kosti. Það sem ég met mikils við hana er hversu óhemju heilsteypt manneskja hún er. Trygglind og einstak- lega vel gefin og hefur mikinn húmor. Efég á að telja upp ein- hvern galla þá erþað helst að hún er ekki allra og á það til að loka sig afeins og reyndar allir alvarlegir listamenn gera." Þórunn Slguröardóttlr leikstjóri. „Hún er bráðskínandi skörp og algjör snill- ingur I hverju sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er mikil hestakona og sklöagarpur og mjög góður gltarleikari. Hún er eins og stúlkan Hildur I Ég er meistari sem var fyrsta leikritið sem hún skrifaði. Hún er trölltrygg vinum slnum. Galli hennar sem er llka kostur er fullkomnunarárátta hennar. Hún er aldrei ánægð með neitt sem hún hefur gert. “ Kjartan Ragnarsson leikstjóri. Hrafnhildur Hagalín Guömundsdóttir er fædd 30. mars 1965. Hún útskrifaöist I leik- húsfræöum I París 1992. Síöan þá hefur hún unniö viö ritstörfog fékk Leikskálda- verölaun NorÖurlanda fyrir verk sitt Ég er meistari. Hún skrifaöi leikgeröina á Sölku Völku sem er veriö aö sýna í Borgarleik- húsinu um þessar mundir. Hjónin Gyða Bentsen og Flemming Madsen á Akranesi vilja 3 milljóna króna bætur frá bænum. Hjónin seldu hús sitt þegar þau töldu sig hafa loforð Gísla Gíslasonar bæjarstjóra fyrir nýrri lóð. Þau fengu hins vegar ekki lóðina og biðu í tvö ár eftir annarri lóð. Á meðan þau bjuggu í bráðabirgðahúsnæði og gátu ekki hafið fram- kvæmdir hækkaði húsið sem þau höfðu selt á 8,5 milljónir króna upp í 12 milljónir. Vilja þrjár milljónir vepa meintra svika bæjarstjora Bæjarráð Akranes neitar að bæta hjónum í bænum fjárhagstjón sem þau segjast hafa orðið fyrir vegna svikinna loforða bæjar- stjóra um byggingarlóð við Innsta-Vog. Bæjarráð segir fyrirvara hafa verið gerðan um lóðaúthlutunina. Bærinn hafi ekkert haft að gera með sölu hjónanna á húsi sínu. „Töluðum ítrekað við Gísla Gíslason bæjar- stjóra sem sagði okkur að málið væri í höfn „Ljóst er að við höfum orðið fyrir verulegu fjárhagstjóni við að bærinn gat ekki staðið við loforð um lóðina við Innstavog," segja hjónin Gyða Bentsen og Flemmning R. Madsen í bréfi til bæjaryfirvalda á Akranesi. Hjónin telja sig hafa tapað rúm- lega þremur milljónum króna með því að hafa selt hús sitt í febrúar 2003 til þess að fjármagna nýtt hús sem þau hugðust reisa á lóð við Innsta- Vog. Með því að ekki hafi verið staðið við fyrirheit bæjarráðs og loforð Gísla Gíslasonar bæjarstjóra um nýju lóð- ina hafa framkvæmdir þeirra dregist allt til þess að þau fengu loks í janúar á þessu ári afhenta nýja Ióð í landi Ytri-Hólms. Blokk rís í bakgarðinum Gyða og Flemming keyptu húsið Garðholt á Akranesi árið 1992. Húsið stóð í útjaðri byggðar en þegar leið að aldamótum var ákveðið að reist yrði þriggja til fimm hæða íbúðablokk í 20 metra fjarlægð frá stofuglugga hjón- anna eins og þau sjálf orða það. í áð- umefndu bréfi þeirra til bæjarins kemur fram að þau og nágrannar þeirra hafi barist gegn blokkinni en ekki náð meiri árangri en það að blokkin var færð fimm metrum fjær og höfð þijár hæðir. Fengu skilmálum breytt „Við gátum ekki sætt okkur við að búa í svo þéttri byggð. Ljóst var að nýbyggðin myndi þrengja verulega að okkur og valda okkur verulegri röskun. Brostnar voru forsendur fyrir vem okkar í Garðholti, sem hafði ver- ið nánast í dreifbýli," skrifa hjónin sem segjast hafa sett sig í samband við bæinn þegar framkvæmdir við blokkina hófust árið 2002. Gyða og Flemming segja að þau hafi leitað eftir því við bæinn að fá stóra lóð í Vogahverfi sem þá stóð fyrir dymm að byggja upp. Að fmm- kvæði þeirra hjóna hafi bærinn bmgðist skjótt við sumarið 2002 og rýmkað skilyrði um stærð húsa í hverfinu. Bæjarráð og bæjarstjóri úthluta „Eftir umsókn okkar var okkur út- hlutað lóð við Innstavog í Vogahverfi á bæjarráðsfundi 12. desember 2002,“ skrifa hjónin. „Var okkur bent á að snúa okkur til Þorvaldar Vestmanns, sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs og honum falið að gera tillögu að sam- komulagi vegna lóðarinnar." Nú virðast Gyða og Flemming hafa talið málið klappað og klárt: „Töluðum við ítrekað við Gísla Gíslason bæjarstjóra sem sagði okkur að málið væri í höfn. Seldum við því Garðholt á 8.500.000 krónur í því skyni að afla framkvæmdafjár til byggingar húss í Innstavogi." Sviðsstjóri í veginum Þrátt fyrir þetta segjast Gyða og Flemming ekki hafa getað byrjað að byggja í Innsta-Vogi: „Kom í ljós að ekki var samkomulag um það meðal bæjarstarfsmanna hvernig og hvort lóðunum yrði úthlutað. Þannig virð- ist nefndur Þorvaldur Vestmann ekki vera sammála bæjarráði og bæjar- stjóra þannig að við fengum aldrei kost á eignarheimild fyrir lóðinni." Hjónin segja að í byrjun sumars 2003 hafi komið í ljós að bærinn myndi ekki standa við loforð sitt um lóðina í Innsta-Vogi. Þau hafi þá farið að leita eftir annarri lóð í grennd við Akranes: „Fengum við fljótlega loforð fyrir sjávarlóð í landi Ytri-Hólms, Innri- Akraneshreppi. Ekki reyndist unnt að afhenda lóðina fyrr en í janúar 2005.1 millitíðinni höfðum við búið í þröngu bráðabirgðahúsnæði." Gátu ekki hafist handa Eins og áður segir seldu Gyða og Flemming hús sitt fyrir 8,5 milljónir króna í febrúar 2003. Húsið var selt aftur í desember 2004 á 10,2 milljón- ir og enn eina ferðina í apríl á þessu ári fyrir 12 milljónir króna. Þessa verðþróun segja hjónin hafa verið í takt við almenna þróun á verði fast- eigna á Akranesi á þessu tímabili. Hjónin segja að í ljósi þessa hafi þau orðið fyrir rúmlega 3 milljóna króna fjárhagstjóni því þau hafi ekki geta nýtt söluandvirði húss síns til byggingaframkvæmda í allan þenn- an tíma. Bæjarráðið vísar öllu á bug ,Auk þess hefur aukinn bygging- arkosmaður og erfiðleikar við fram- kvæmdir vegna þenslu gert okkur mun erfiðara að koma okkur upp húsi," skrifa hjónin til bæjaryfirvalda og óska eftir viðræðum hið fýrsta um að bærinn bæti þeim tjónið. Af þeim virðist þó ekki munu verða: „Fyrirvari var gerður hvenær um- rædd lóð í Innsta-Vogi gæti orðið byggingarhæf og rækilega gerð grein fyrir því að Orkuveita Reykjavíkur var ekki reiðbúin að leggja nauðsynlegar lagnir vegna vams og rafmagns sök- um þess að slíkt yrði of kostnaðar- samt á meðan ekki sóttu fleiri um lóð á svæðinu," segir bæjarráðið í bókun um daginn og bætir við varðandi sölu hjónanna á húsi sínu: „Þá hafði bærinn enga aðkómu að þeim málum og gemr því ekki fallist á að ákvarðanir bréfritara [Gyðu og Flemmings] í þeim efhum leiði til ábyrgðar bæjarins." gar@dv.is Fíkniefni í nærbuxunum Nú á dögunum var þingfest fíkniefnamál í Héraðsdómi Reykjaness. Þar var Jóhanni Geir Karlssyni gefið að sök að hafa haft í vörslu sinni 6,40 grömm af am- fetamíni þegar lögreglan í Keflavík handtók hann í bifreið ■**, sinni á . ,^|i Njarð- /* ar- T • braut í .. </ M>< .» í \ Njarð- ' ’ y vík. Jóhann hafði falið • /\ efnin í nær- buxunum sínum en lögreglan komst að því við leit á honum á lög- reglustöðinni í Keflavík. Körfuboltastjarna dæmd í Héraösdómi Norðurlands eystra Skallaði mann sem sem sagði körfuboltamenn aumingja Körfuknattleiksmaðurinn knái í Þór, Hermann Daði Hermannsson, var í gær dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í 30 daga skil- orðsbundið fangelsi fyrir að hafa skallað mann á salemi Sjallans í des- ember í fyrra. Maðurinn sem Her- mann skallaði hlaut sentímeters langan skurð á nef svo sauma þurfti fjögur spor. Vitni bar í héraðsdómi að að- dragandi árásar Hermanns hafi ver- ið rifrildi sem hann átti í við hand- boltaáhugamann á salemi Sjallans. Deilan var furðuleg því rifist var um hvor íþróttin væri betri, körfubolti eða handbolti. Hermann er þekktur körfubolta- maður á Akureyri og var valinn körfuboltamaður ársins 2002 hjá Þór. Þegar hann gekk inn á salemi Sjallans fékk hann óblíðar móttökur hjá handboltaáhugamanninum. „Er þetta ekki körfuboltaauminginn?" kallaði hann til Hermanns. Við þetta reiddist Hermann nokkuð og í kjöl- farið fóm þeir að rífast. Rifu í skyrtur hvor annars og héldu fast þar til Hermann skallaði handboltaáhuga- manninn í nefið með áðurnefndum afleiðingum. Við það var þeim stíað í sundur. Handboltaáhugamaður- inn öskraði þá að Hermanni að þeir væm allir aumingjar og átti þar lík- lega við körfuboltamenn almennt. Lögregla var kölluð á staðinn og var Hermanni vísað út en hand- boltaáhugamanninum ekið á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri til að- hlynningar. Hermann hefur aldrei áður gerst sekur um líkamsárás og því var 30 daga fangelsisvist hans frestað og mun hún falla niður haldi hann skilorð í tvö ár. andri@dv.is Hermann Daði Hermanns- son Þórsarinn skallaðimann sem héltþvl fram að handbolti væri betri en körfubolti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.