Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Side 12
c <12~rFiMMTU£iAGUR2'7: OKTÓBER2005 • - Fréttir DV jyiiir íslenskunám í Alþjóðahúsinu I Alþjóðahúsinu er hafin íslensku- kennsla fyrir inn- flytjendur undir stjórn Ingibjargar Hafstað. í kennslunni verður megin- áhersla lögð á vinnustaða- tengda íslenskukennslu sem Ingibjörg hefur þróað og kennt á fjölda vinnu- staða undanfarin ár. Náms- efnið tekur mið af dagleg- um veruleika starfsmanna og hefur verið hannað fyrir íjölda vinnustaða. Kennurum boðin hand- snyrting Kennarar í Grunnskól- anum í Bolungarvík nutu góðs af námi nemenda er þeim var boð- V in handsnyrt- ing gegn vægu gjaldi í síðustu viku. „Snyrtifræðival er nýjung hjá skólanum en við erum að reyna að brjóta upp hið hefðbundna val. Tilvalið var að bjóða upp á snyrtifræði þar sem einn af kennurum skólans er menntaður snyrtifræðing- ur,“ segir Kristín Ósk Jónas- dóttir skólastjóri. Þetta kemur fram á vefsíðu Bæj- arins besta. Þar segir enn- fremur að snyrtifræðinám- ið hafi hafist í haust og yfir tugur nemenda valið það. iPod stolið Lögreglunni í Keflavík barst tilkynning um þjófn- að í Gerðaskóla £ Garði. Þar hafði GSM-sími verið tek- inn úr yfirhöfn og tónlistarspilari, af gerðinni, iPod hvarf úr tösku eins nem- anda. Töluvert hef- ur borið á þv£ að iPod-spilarar séu teknir ófrjálsri hendi á meðal grunnskóla- nema út um allt land enda um vinsælan og dýran tón- listarspilara að ræða. Til þess að sporna við þjófnaði sem þessum er náms- mönnum bent á.að skilja tónlistarspilarann eftir heima þegar farið er £ skól- ann. listarlifi hér á Neskaupstað," segir Vilhjálmur Pálsson, bankastjóri i Sparisjóði Norð- fjarðar.„Núna er verið að sýna tónlistarstykki i Egilsbúð sem heitir Tónqtitringur. Þaðer Landsíminn °g • djassklúbburinn á Nesi sem stendur fyrir þessari sýningu og það var full Egilsbúð á frumsýningunni á laugardag- inn. Svo er klúbburinn með Blúskjallarann sem ermeð uppákomur öðru hvoru og stundum koma listamenn annars staðar frá og halda djammsessjon í kjallaranum/' Indriði Pétursson lá meðvitundarlaus í fjóra daga heima hjá sér. Vigfús Guðbrands- son, æskufélagi Indriða, kom honum til bjargar. Indriði hefur auðvitað ekki efni á þjónustuíbúð frekar en svo margt gamalt fólk í sömu stöðu og hann. Nú býr hann á Rauða kross hótelinu við Rauðarárstíg. DV fékk borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins til að líta inn til Indriða og Vigfúsar og ræða við þá um sín helstu áherslumál. Gísli vænsti piltur en Uilhjálmur er betri DV fékk þá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Gísla Martein Baldurs- son, sem báðir vilja leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, til að líta inn á Rauða kross hótelið á Rauðarárstíg en þar býr Ind- riði Pétursson á meðan hann jafnar sig eftir að hafa legið afskipt- ur í fjóra sólarhinga meðvitundarlaus heima hjá sér. DV lék for- vitni á því að vita hvernig Indriði og æskufélaga hans, Vigfúsi Guðbrandssyni, litist á frambjóðendurna. „Gfsli Marteinn er eflaust vænsti Eins og fýrr segir óskaði DV eftir piltur og góður drengur en það er þv£ að þeir Vilhjálmur og Gfsli ekki nóg ætli hann sér að vera borg- Marteinn hittu Indriða Pétursson arstjóri. Vilhjálmur hefur hins vegar reynsluna og er traustvekjandi, ég myndi gefa honum mitt atkvæði," segir Indriði og vinur hans Vigfús tekur undir og er ekki hrifinn af hvernig Gfsli Marteinn heldur um boðungana á frakkanum sfnum á meðan hann talar. sem býr einn í tíu til tólf fermetra herbergi og hefur ekki ráð á að búa í þjónustuíbúð á vegum borgarinnar. Fyrr í þessum mánuði missti Indriði, sem er 73 ára, skyndilega meðvitund og lá í fjóra sólarhringa á gólfinu í herbergi sínu. Mesta lán var að hann skildi enn vera á lífi þegar vinur hans fór að grennslast fyrir um hann og sá til þess að hann komst undir lækn- ishendur. Nú dvelur Indriði á Hótel Lind við Rauðarárstíg þar sem vel er um hann hugsað. Hans býður ekki annað en fara aftur í herbergið sitt en hann getur átt von á að missa meðvitund hvenær sem er enda hefur það hent hann tvisvar áður. Vilhjálmur heilsar af alúð Vilhjálmur bankaði upp á hjá Indriða rétt fyrir klukkan þrjú í gær en þá sat Vigfús vinur hans hjá hon- um í heimsókn. Hann heilsaði þeim Indriða af alúð og sagðist þekkja vel vanda eldri borgara. „Ég held að þú þurfir að komast í þjónustuíbúð þar sem vel er hugsað um þig og hægt er að grípa strax inn í ef þetta kemur fyrir þig aftur. Þú átt rétt á að komast inn í þannig íbúð og ef ég get eitt- hvað aðstoð- að þig er Stjörnugjöf Indriði og Vigfih segjct Villijálm fjögurra stjörnu fiambjódanda. ég fús til þess," sagði Vilhjálmur og útskýrði fyrir Indriða að það þyrfti ekki að vera svo dýrt að búa í þjón- ustuíbúð. Þær væru ekki allar á sama verði. Auk þess væri hægt að greiða eina upphæð á mánuði og þá væri allt innifalið í þeirri upphæð, matur oglyf líka. Indriði ánægður Það hýmaði yfir Indriða sem sagðist ekkert vilja fremur en kom- ast í þannig íbúð. Hann spurði hvernig hann ætti að snúa sér í því og Vilhjálmur reyndi að bestu getu að útskýra hvernig það gengi fyrir sig. Indriði hlustaði með athygli en sagðist bara ekki hafa hugsað út í það að sækja um íbúð. Tími væri kominn til þess. Síðan kvaddi Vil- hjálmur og sagði Indriða að hann gæti leitað til sín ef hann þyrfti að- stoð. f kveðjuskyni gaf hann honum sfmanúmer sitt og sagði: „Það er ekki vegna þess að rétt sé að hygla neinum, bara að þú fáir þá þjónustu sem þú átt rétt á,“ sagði hann og lofaði að yrði hann borgar- stjóri myndi hann beita sér í þessum málum. Þeir voru sammála um það félagarnir að Vilhjálmur væri fínn maður og myndi standa sig prýði- lega í stóli borgarsjóra. „Já, Vilhjámur myndi standa sig vel, hann þekkir þessi málefni aldr- aðra eftir að hafa verið lengi í þessu," sagði Vigfús og leyndi ekki að hann hefði svona fyrirfram ekki miklar mætur á Gísla Marteini. Gísli heilsar með blómum Tíu mínútum síðar var bank- að laust að dyrum og Gísli Marteinn gekk inn og heils- aði glaðlega. í höndun- um var j hann með „Vilhjámur myndi standa sig vel." vönd af bláum og rauðum rósum sem hann sagði að rétt væri að Ind- riði fengi að njóta. Indriði þakkaði fyrir sig, bauð sæti og Gísli Marteinn sagðist hafa lesið fréttina um hann í DV f dag. „Ég hef verið að tala við gamalt fólk í allan dag og orðið margs vísari. Mér skilst eftir umræður við starfs- fólk á þessum stöðum að það séu að minnsta kosti 300 manns á biðlista," upplýsir hann. Vill bæta ástandið Síðan spjallar hann glaðlega við þá félaga og spyr Indriða um stöðu hans. Gísli Marteinn telur að Indriði ætti að geta Vantar 7 þúsund krónur til að eiga ofan í sig og á Ekki hægt að ná endum saman á ellilífeyri Eldri borgarar landsins búa margir við mjög bág kjör og margir hverjir hafa ekki efni á þeirri þjón- ustu sem Félagsmálastofnun hefur upp á að bjóða. Ef tekið er dæmi um eldri borgara sem býr einn ná ráð- stöfunartekjur hans ekki til að lifa sómasamlegu lífi. MÁNUÐUR í LÍFI EINSTÆÐS ELDRI BORGARA Tekjur á mánuði að frádregnum sköttum 93.359 Leiga á þjónustuíbúð að Lindargötu 57-66 -46.105 Fullt fæði -33.635 Þrif á íbúð 500 kr. á klukkustund, 8 tímar í mánuði -4.000 Simi: -2.000 Samgöngur 20 miðar í strætó með afslætti -1.800 Afnotagjöld RÚV með eldriborgaraafslætti -2.164 Lyfjakostnaður á mánuði -5.000 Lækniskostnaður á mánuði -3.000 Fatakostnaður að meðaltali á mánuð -3.100 Samtals = -7.209* *( tölunum er ekki gert ráð fyrir öðru en brýnustu nauðsynj- um. Viðkomandi nær ekki endum saman þrátt fyrir að reykja hvorki né drekka áfengi, gefa aldrei gjafir eða horfa á Stöð 2. Einstaklingurinn í dæmi DV er ekki áskrifandi að neinu blaði og fær sér ekki einu sinni kaffibolla eftir mat.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.