Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Síða 8
B FIMMTtlDAGtífí 'ft7: OKTÓBER>2005 Fréttír 0V Sorpátaká Suðurlandi Tunnuvæðing Sorp- stöðvar Suðurlands verður að veruleika í næsta mánuði í þremur sveitarfélögum Ár- borgarsvæðisins, Árborg, Hveragerði og Ölfusi að því er fram kemur á sunn- lenska.is. Með breytingunni verður íbúum úthlutað, gegn vægu gjaldi, 240 lítra mslatunnum sem ekki verða með pokum. Tunnumar munu rúma tvöfalt það magn sem kemst í svörtu pokana sem nú em notaðir á Suðurlandi og er gert ráð íyrir að sorp verði framvegis hirt hálfsmánaðarlega í stað vikulega eins og nú er. Sautján ára með 24 e-töflur í Héraðsdómi Reykjaness var þingfest mál á dögunum gegn Sturlu Þórhallssyni. Lögreglan í Keflavík tók Sturlu með 24 svo- nefndar e-töflur í bif- reið sinni í septem- ber síðastliðnum. E- töflurnar innihéldu vímuefnin MDMA og amfetamín. Sturla sagði í samtali við DV að efnin hefðu ekki verið sölu- vara heldur ætluð honum sjálfum. „Þetta gerist ekki aíftur," sagði hinn sautján ára gamli Sturla. Hann játaði brotið skýlaust fyrir dómi og fékk tveggja ára skilorðs- bundinn dóm. Þetta er hans fyrsta fíkniefnabrot. 11 árekstrar og 42 sjúkra- flutningar Um fimmleytið í gær höfðu 11 árekstrar verið til- kynntir til Lög- reglunnar í Reykjavík. Enginn varð fyrir alvarleg- um áverloim í öllum þessum árekstmm sem þykir mesta mildi. Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins hafði á sama tíma farið í um 42 sjúkraflutninga síðan klukk- an átta í gærmorgun. Það telst rólegt hjá slökkviliðinu. Það vom því aðallega sjúkraflutningamenn sem höfðu nóg að gera í gær. Ekki var mikil hreyfing á slökkviliðsbílunum í gær sem telst að sjálfsögðu sem góðar fréttir. „Það liggur á að komast út með litla strákinn minn; fjög- urra vikna gamlan son," segir Ásgeir Friðgeirsson, fjöl- miðlafulltrúi Björgólfsfeðga. „Við fáum okkur göngutúr í sólinni." Harmleikur móður og nýfæddrar dóttur útspilar sig þessa dagana með Reykjavík að sögusviði. Yfirvöld létu móðurina sem áður hafði misst for- ræði yfir syni sínum vegna ofdrykkju vera óáreitta með stúlku sem fædd var tíu vikum fyrir tímann. Konan var aðeins boðuð í viðtal hjá barna- verndarnefnd meira en mánuði eftir að viðvörun barst frá heilsugæslu- stöð um drykkjuskap hennar. Bamaverndarnefnd Reykjavíkur skipti sér ekki af því í fyrra þegar áfengissjúk einstæð móðir eignaðist dóttur meira en tveimur mánuðum fyrir tímann og fór með hana heim. Áður hafði konan misst forræði yfir syni sínum. Þegar nefndinni barst ábending frá heilsugæslu um áfengisneyslu konunnar var látið nægja að boða hana í viðtal meira en mánuði síðar. Nokkrum dögum áður en viðtalið átti að fara fram sendi faðir barnsins frá sér neyðarkall. Loksins daginn eftir kallið fór barnaverndarnefnd á staðinn. Konan var þá steindauð áfengisdauða upp í rúmi og fyrirburinn, dóttirin, hafði hjúfrað sig að henni og lá grátandi með höfuðið hulið þungri sæng móðurinnar. Og harmleikurinn hefur haldið áfram síðan. „Er staðan metin svo að það sé ekki forsvaranlegt að taka frekari áhættu enda sé líf barnsins í bráðri hættu þegar varnaraðili drekki frá sér ráð og rænu," er meðal þess sem lesa má í umsögn Barnaverndar Reykjavíkur um konu sem Hæstiréttur hefur dæmt að skuli svipt kornungri dóttur sinni næstu tólf mánuð- ina. Konan, sem er 36 ára eignaðist í fyrra barn tíu vikum fyrir tím- ann. Hún hefur átt við langvar- andi drykkjuvandamál að stríða. Meðal annars var forræði sonar hennar fært til föðursins fyrir nokkrum árum þegar hann var um tólf ára gamall. Tvisvar á meðgöngutíma dótt- urinnar var óskað lögregluað- stoðar vegna ölvunar konunnar. Barnaverndarnefnd svaf I jólamánuðinum í fyrra barst barnaverndaryfirvöldum tilkynn- ing frá heilsugæslustöð í borginni vegna gruns um áfengisneyslu konunnar. Þrátt fyrir þekkta for- tíð hennar var þó ekkert annað gert en að boða hana í viðtal meira en mánuði síðar, eða 1. febrúar 2005. Áður en til viðtalsins kom skarst þó faðir litlu telpunnar í leikinn. Tilkynnti hann um það 27. janúar að konan hefði drukkið svo mikinn vodka að hún gæti ekki sinnt dótturinni vegna rænu- leysis. Lágur grátur undart sæng Starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur fóru þó ekki fyrr en daginn eftir á heimili konunnár til að kanna ástandið: „Enginn svaraði þá á bjöllu en lágur grátur barnsins heyrðist hins vegar öðru hvoru. Faðir barnsins var þá kallaður til og hleypti hann starfsmönnum barnaverndar inn í íbúðina. Þar fundu starfsmenn konuna rænu- lausa í rúmi sínu. Barnið lá hins vegar undir handarkrika konunn- ar með höfuðið á þykkum kodda og með stóra sæng yfir höfðinu. Illa gekk að vekja konuna og var hún drafandi í tali, illa áttuð og jafnvægislaus. Konan var ósam- vinnufús og vildi ekki viðurkenna að hún væri undir áhrifum. Að mati starfsmanna var konan ekki í viðunandi ástandi til að annast barnið og tryggja öryggi þess. Þá kvaðst faðir barnsins ekki tilbúinn að taka barnið til sín þar sem hann væri húsnæðislaus. Var þvf tekin ákvörðun um kyrrsetningu barnsins á grundvelli 31. gr. barnaverndarlaga og ákveðið að barnið skildi vistað á vegum bamaverndaryfirvalda til 8. febrú- ar 2005." Lét ekki sjá sig Rúmum tíu dögum eftir þessa heimsókn mat Barnaverndamefnd Reykjavíkur stöðuna svo að öryggi litlu stúlkunnar væri ekki tryggt í umsjá konunnar að óbreyttum for- sendum. Konan neitaði hins vegar að samþykkja að dóttir hennaryrði vistuð annars staðar en á heimili hennar. Úrskurðaði barnaverndar- nefndin þá að stúlkan skyldi vistuð utan heimilis mæðgnanna í tvo mánuði. Konan heimsótti dóttur sína ekkert frá því komið var á heimili þeirra í lok janúar og fram til 10. febrúar. Eftir það hafi hún komið og heimsótt stúlkuna á hverjum degi og hugsað mjög vel um hana. Skrifaði undir og fékk barnið Konan barðist fyrir forræði yfir dóttur sinni. Um miðjan mars skrifaði hún undir yfirlýsingu um meðferðaráætlun. Það fól meðal annars í sér forsjárhæfnismat, að hún skyldi annast barnið daglega á Vistheimili bama, standa við áfengisbindindi og vinna með áfengisvanda sinn með því að sækja AA fundi fjórum sinnum í viku og setja upp prógramm með Óttari Guðmundssyni geðlækni. Bæði Óttar og Áskell Örn Kára- son sálfræðingur töldu konuna geta annast stúlkuna svo framar- lega sem hún næði tökum á áfang- isdrykkjunni. Varð úr í byrjun apríl að barna- verndarnefnd Reykjavíkur lét kon- una hafa litlu stúlkuna gegn því að hún skrifaði undir ítarlegu með- ferðaráætlunina. Átti konan að standa við áfengisbindindi og veita dóttur sinni örugg uppeldis- skilyrði. Konan samþykkti líka óboðað eftirlit á heimili sitt sem og að svara án undantekninga þegar dyrabjöllu væri hringt. Datt í það strax Sælan entist stutt. Þann 4. júní barst tilkynning um að konan væri aftur orðin full: „Erfiðlega gekk í framhaldinu að ná sambandi við konuna og þann 6. júní virtist hún hafa verið að drekka. Hafði faðir bamsins þann sama dag tekið bamið til sín þar sem konan var fallin á áfengis- bindindinu. Eftir ítrekaðar tilraun- ir starfsmanna til að ræða við kon- una á heimili hennar náðu þeir sambandi við hana í gegnum dyrasíma seinnipart þriðjudagsins 7. júní síðastliðins. Augljóst var að konan hafði verið við áfengis- neyslu og samþykkti hún að barn- ið dveldi hjá föður fram að fundi barnaverndarnefndar," segir í dómsskjali. Dóttirin í lífshættu Upp úr miðjum júní ákvað barnaverndarnefnd að taka litla fyrirburann aftur af konunni í tvo mánuði og leita eftir heimild dóm- stóla til að vista bamið utan heim- ils mæðgnanna næstu tólf mán- uði. Markmiðið er að stúlkan komist síðan í varanlegt fóstur til 18 ára aldurs. Faðirinn sagðist ekki geta tekið barnið að sér enda væri hann sjálfur húsnæðislaus. í greinargerð starfsmanns barnaverndarnefndar sagði: „Barnið er fyrirburi sem þarfn- ast sérstakrar örvunar og um- hyggju sem ekki er hægt að tryggja hjá konunni þrátt fyrir góðan vilja hennar að því er virðist. Stuðn- „Eftir ítrekaðar til- raunir starfsmanna til að ræða við kon- una á heimili hennar náðu þeir sambandi við hana í gegnum dyrasíma." ingsaðgerðir og eftirlit hafa ekki skilað árangri og er staðan metin svo að það sé ekki forsvaranlegt að taka frekari áhættu enda er líf | barnsins í bráðri hættu þegar kon- an drekkur frá sér ráð og rænu." Fallin eina ferðina enn Dómstólar bentu á að konan hafi ítrekað drukkið sig ofurölvi á meðan hún hafi haft dóttur sína í umsjá sinni og að barnið hefði ver- ið í lífshættu vegna ölvunar og rænuleysis hennar. Hún væri því að svo stöddu óhæf til að bera ábyrgð á og sinna uppeldisskyld- um gagnvart dóttur sinni. I sumar fór konan í áfengis- meðferð og eftirmeðferð sem ljúka átti í byrjun október. Sagt ér að hún hafi tekið góðum framförum: „Svo virðist sem áfengismeð- ferð konunnar gangi vel og jafn- ffamt að hún hafi góðan vilja og fastan ásetning til að standa sig og halda sig frá áfenginu. Hún verður þó að sýna að hún geti haldið bindindið," sagði í dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur 23. september þegar staðfest var að stúlkan yrði sett í tólf mánaða vist. Konan sætti sig ekki við niður- stöðu dómsins og áfrýjaði til Hæstaréttar sem í fyrradag stað- festi dóm héraðsdóms með þess- um sorglegu viðbótartíðindum af | lífi hinnar ógæfusömu móður: „Af nýjum gögnum sem lögð hafa verið fyrir Hæstarétt sést að konan mun hafa lokið þeirri áfengismeðferð 29. september og hafið nær strax áfengisneyslu að nýju." gar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.