Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Qupperneq 11
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2005 11 Þéttari byggð íÁrbæ Á fundi hverfisráðs Árbæjar í fyrradag var tekið fyrir er- indi borgar- ráðs um frumathugun á þéttingu byggðar íÁrbæ. Hverfisráð- ið ræddi um að gera um- sögn um hveija og eina hugmynd og hafa hangandi uppi á hverfafundi borgar- stjóra á miðvikudag í næstu viku. Farið var yfir sex svæði í Árbæ og eitt í Graf- arholti sem hugmyndir eru uppi um að þétta byggð í. í hverfisráði Arbæjar sitja borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hanna Bima Kristjánsdóttir auk útfarar- stjórans Rúnars Geir- mundssonar sem er sá eini þeirra sem býr í hverfinu. ■i ■ 4 ■ \ Ýtrustu óskir eða ekkert Aðeins þrjú börn sem em tveggja ára í ár og óskað hefur verið eftir vistun fyrir em ekki enn komin á leik- skóla í Mosfellsbæ. Að því er segir í fundargerð fræðsluráðs Mosfellsbæjar frá f gær er ástæðan þó ekki sú að leikskólinn standi þessum börnum ekki op- inn. Foreldrar barnanna hafi einfaldlega ákveðið að þiggja ekki pláss fyrir böm- in „fyrr en hægt verður að koma til móts við ýtmstu óskir þeirra," eins og segir í fundargerðinni. Kvaddi með Akrafjalli Gísli Gíslason, sem er að láta af starfi bæjarstjóra á Akranesi eftir rúm 18 ár í stólnum, færði bænum mál- verk að gjöf á fundi í bæjarstjóm á þriðjudag. Málverk- ið er af Akrafjalli og er eftir Bjama Þór Bjarnason. Gísli sagði það hafa verið forréttindi að hafa verið þess heiðurs og trausts aðnjótandi að þjóna bæjarbúum og færði sam- starfsfólki hjartans þakkir. „Ég óska bæjarstjórn Akra- ness, eftimanni mfnum, Guðmundi Páli Jónssyni og öllu starfsfólki bæjarins far- sældar og gæfu á komandi tíð,“ sagði Gísli. Lögreglan vopnuð lím- miðum Lögreglan í Keflavík var vopnuð lím- miðum er hún boðaði eigend- ur tólf öku- tækja með bifreiðar sínar í skoðun. Eigendurnir höfðu ekki sinnt því að mæta með bifreiðarnar til aðalskoðun- ar og endurskoðunar á rétt- um tíma. Fengu því nokkrir Suðurnesjamenn límmiða á númeraplötuna þar sem þeim er bent á að fara með bifreiðamar í skoðun sem allra fyrst. Vonast lögreglan til að þetta verði öðmm víti til vamaðar. Tillaga um aðskilnað ríkis og kirkju var felld með einu atkvæði Vinstri grænir ósammála um kirkjuna „Mín skoðun er sú að það sé á engan hátt fullt jafnrétti í þjóðfélag- inu á meðan einum trúarhópi er gert hærra undir höfði en öðmm," segir Freyr Rögnvaldsson, varamaður í stjórn Vinstri grænna. Á landsfundi VG um helgina bar Freyr upp breytingartillögu þess efnis að fundurinn samþykkti að af- nema ákvæði í stjórnarskránni um samband ríkis og kirkju. Tillagan var felld með 51 atkvæði gegn 49. „Kristin trú á íslandi nýtur for- réttinda umfram önnur trúarbrögð þar sem það er bundið í lögum að öll börn sem fæðast em sjálfkrafa skráð í þjóðkirkjuna. Þen foreldrar sem ekki aðhyllast kristna trú þurfa síðan að hafa sérstaklega fyrir því að skrá börnin úr þjóðkirkjunni." Freyr segir að það sé verið að brjóta á fólki með því að hafa önnur trúarbrögð stalli lægri en kristna trú. Hann segir jafnframt að hann hafi ekkert á móti kristinni trú og virði allar trúarskoðanir fólks en aðskiln- aður ríkis og kirkju sé spurning um prinsippmál. „Trúfrelsið er mátt- laust ef öllum trúarbrögðum er ekki gert eins hátt undir höfði, þetta er jafhréttismál sem varðar okkar þjóð- félag sem er alltaf að verða meira og meira fjölmenningarlegt," segir Freyr. Freyr Rögnvalds- son Segiraö brotið sé á fólki með þvi að hafa önnur trú- arbrögð stalli lægri en kristni. ■ 5* -----------BERTS Á LEID TIL ASÍU 73ff3/ ^STJÖRNUFRÉTTIR ¥ LÍFSSTÍLL I* ALVÖRU FÓLK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.