Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2005
Fréttir JSV
Nauðganirog
kerfið .
í dag verður sér-
stök kynning hjá
Stígamótum við
Hverfisgötu um
ferlið frá því kynferð
isbrot er kært og þar
til málið nær fyrir
dómstóla. Að því er segir í
ffétt ffá Stígamótum mun
Hulda Elsa Björgvinsdóttir,
lögfræðingur hjá Lögregl-
unni í Reykjavík, segja frá
þeirri deild sem vinnur við
kynferðisbrot, hvemig mál
berast þangað, hvaða atriði
þarf að hafa í hugaí upphafi
mála, hvaða sönnunargagna
er aflað séu þau tiltæk og
hvaða sönnunargögn þurfi
að vera til staðar svo líkur
séu á sakfellingu. Allir em
hjartanlega velkomnir.
Lýst upp
undirvatni
Koma á fyrir ljósabúnaði
undir vatnsyfirborðinu í
gömlu sundlauginni á
Laugaskarði í Hveragerði. Til
hafði staðið að lýsa upp
sundlaugina með tveimur
öflugum ljósköstumm.
Minnihlutinn í bæjarráði
sagði hins vegar lýsingu
undir vatnsyfirborði vera
mun betri og tryggja öryggi
sundlaugargesta sem og að-
stöðu sundlaugarvarða með
ailt öðrum hætti en ljóskast-
arar. Ekki væri mikið dýrara
að koma fyrir undirvatnslýs-
ingu en að koma fýrir ljós-
kösturum með tilheyrandi
staurum. Var þetta þá sam-
þykkt.
Veður bugar
bændur
Bændahátíð Sauðfjár-
setursins á Ströndum
sem átti að halda um
helgina hefur verið
frestað. Og ástæðan? Jú,
veðurspáin var svo slæm
að forsvarsmönnum há-
tíðarinnar þótti ótækt að
halda hátíðina þegar veð-
urútlit væri vont. Það
virðist því hafa komið að-
standendum hátíðarinn-
ar í koll að hafa ákveðið
að seinka henni í ár, en í
fyrra var hún haldin í
ágúst. Ekki hefur verið
ákveðið hvenær hátíðin
verður haldin en það em
ekki miklar líkur á að
veðrið batni mikið í bráð.
Gamalt hús við Sjávargötu í Njarðvík stendur autt og er í niðurníðslu. Hass-
neytendur hafa sótt í það og unglingar tekið út skemmdarfikn sína á því. Fyrir
meira en 20 árum var þar starfandi Vélsmiðja Olsen. Síðan hefur húsið staðið
autt. íbúar í grennd við húsið eru ráðþrota, en Reykjanesbær vill rífa húsið.
VELSMOLOLSEN
Vélsmiðja Olsen
Húsiö hefur staðið
auttfyfir 20 árogerí
aigjörri niðurníðslu.
Ibúar við Sjávargötu í Njarðvík eru ráðþrota. Umhverfið við göt-
una líkist gömlu sjávarþorpi í niðurníðslu. Hvert sem litið er má
sjá gamla olíutanka og ryðgað járn. Helsta lýtið er gamalt hús
þar sem Vélsmiðja Olsen var áður starfrækt. Eftir að fyrirtækið
hætti starfsemi tók við meira en 20 ára löng niðurníðsla. Eigandi
hússins, Magðalena Olsen, virðist eiga erfítt með að semja við
Reykjanesbæ um rif á því.
„Við vorum að enda við að skrifa
umhverfisráðuneytmu. Biðjum ráðu-
neytið að hjálpa okkur. Bæjarstjórinn
okkar hefur reynt allt sem hann getur
en þetta strandar á eigandanum,"
segir Þórir Jónsson, íbúi við Sjávar-
götu í Njarðvík. Hann er löngu orð-
inn leiður á þessu lýti á umhverfinu.
Engin lausn virðist í sjónmáli um ör-
lög hússins við Sjávargötuna.
Skemmdir unnar
„Ég, konan mín og böm, höfum
búið þama í fjögur ár. Það er Jeiðin-
legt að horfa upp á þetta á hverjum
degi. íbúar hér við götuna hafa rætt
við Reykjanesbæ og Heilbrigðiseftir-
lit Suðumesja en allar viðræður virð-
ast ganga mjög hægt,“ segir Þórir.
Annar íbúi við Sjávargötuna segir
unglinga koma saman við húsið á
nóttinni til þess að skemmá húsið og
bijóta rúður. Hann hefur verið í
„Það er leiðinlegt að
horfa upp á þetta á
hverjum degi."
sambandi við Árna Sigfússon, bæj-
arstjóra í Reykjanesbæ, sem hefur
gert allt sem í hans valdi stendur til
að leysa málið en án árangurs. íbú-
inn var svo óánægður með húsið að
hann hugðist flytja af svæðinu í
sumar. Það hafi hins vegar ekki
gengið. Enginn vildi kaupa eign í
þessu umhverfi þar sem Vélsmiðju
Olsen-húsið fær að vera í niður-
níðslu í friði.
Vilja byggja íbúðablokkir á
lóðinni
Viðræður Reykjanesbæjar við
Magðalenu hafa staðið í nokkur ár
en engin lausn er í sjónmáli. Henni
hefur meðal annars verið boðin lóð
í Helguvík sem hún neitaði.
„Þetta er eitt af þessum vand-
ræðamálum sem við hjá Reykjanes-
bæ glímum við en húsnæðið er í
einkaeigu. Heilbrigðiseftirlit Suður-
nesja hefur skoðað ástandið á hús-
inu, sem er fyrir neðan allar hellur
og það síðan fyrir löngu," segir Viðar
Már Aðalsteinsson, framkvæmda-
stjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Reykjanesbæjar.
„Húsið er nokkurn veginn ónýtt.
Það er fúllur vilji hjá okkur að vinna
í þessu máli," segir Viðar. „Við höf-
um uppi hugmyndir um að byggja
íbúðablokkir á svæðinu og höfum
við fengið verktaka til þess að skoða
málið með það í huga."
Dagsektir á húsinu
Arið 2001 ákvað Heilbrigðiseftir-
lit Suðurnesja að leggja dagsektir á
eiganda hússins. Þrjú þúsund krón-
ur á dag þar til að húsnæðið stæði
undir kröfum eftirlitsins. Það datt þó
upp fyrir þar sem ferlið var ekki
nógu vel undirbúið og eigendurnir
fengu ekki nákvæmar upplýsingar
um hvað þyrfti að lagfæra.
„Við getum fyrirsldpað niðurrif á
húsinu en það er neyðarúrræði sem
hefur verið beitt áður og er í lögum,"
segir Magnús H. Guðjónsson, yfir-
maður Heilbrigðiseftirlitsins. „Við
leggjum til að bærinn og eigandinn
tali saman um framtíð þessa húss og
svæðis. Slík vinna verður að fara
fram áður en við förum af stað með
þvingunarúrræði."
Magðalena Olsen vildi ekki tjá sig
um málið þegar DV hafði samband
við hana í gær. atli@dv.is
Lýti á umhverfinu
Búið er að negla fyrir
nokkra glugga á húsinu.
Ósættiá
ísafirði
Marzellíus Sveinhjöms-
son hjá Fasteignum lsafjarð-
arbæjar segir mfida firru að
ætla að selja dráttarbraut þá
sem ísafjarðarbær á í Suður-
tanga, en á síðasta fundi
hafnarstjómar ísaijarðar-
bæjar óskaði Guðmundur
M. Kristjánsson hafiiarstjóri
eftir leyfi til að selja brautina
ásamt öllum mannvirkjum
sem henni tengjast. „Mér
leikur forvitni á að vita hvort
bærinn ætli svo að selja
slippinn fyrir slikk núna til
þess eins að geta keypt hann
aftur fyrir stórfé að nokkrum
árum liðnum," segir
Marzelh'us á vef Bæjarins
bestu.
Sjómannasambandið segir að smábátasjómenn þurfi stéttarfélag
Státtarfálag erforsenda kjarasamninga
„í þessu máli kemur fram milcil-
vægi þess að vera í stéttarfélagi.
Smábátasjómenn þurfa að vera í
stéttarfélögum til þess að hægt sé að
gera fyrir þá kjarasamninga. Ástæð-
an fyrir því að þeir em hlunnfamir í
viðskiptum sínum við útgerðarinenn
er sú að þeir hafa enga samninga í
höndunum og þess vegna ekkert til
að byggja á þegar samið er um kaup
og kjör," segir Hólmgeir Jónsson,
framkvæmdastjóri Sjómannasam-
bands íslands.
Mikillar óánægju gætir meðal
smábátasjómanna vegna þess að
þeir telja hlut sinn skertan í viðskipt-
um sínum við útgerðarmenn sem
ráða þá til vinnu.
í frétt DV í gær var sagt frá fjölda
smábátasjómanna á Skagaströnd
sem segja að keflvísk útgerð hafi
svildð þá í hrönnum. Þessir sjómenn
vom ráðnir á báta útgerðarinnar en
höfðu enga samninga í höndunum.
Þeir segja mjög algengt að útgerðir
svíki smábátasjómenn.
„Það er ekki langt síðan eigendur
smábátanna rém þeim sjálfir. Með
kvótakerfinu fór þróunin í þá átt að
eignarhald smábátanna færðist frá
sjómönnunum sjálfum yfir á útgerð-
arfélögin," segir Hólmgeir og bætir
við að menn séu enn að venjast þess-
um breytingum og í millitíðinni sé
staðan jafri slæm og raun ber vitni.
„Þetta er að breytast hægt og
rólega en til þess að breyt-
ingarnar gangi eftir þurfa
smábátasjómenn að
sýna samstöðu
og ganga í
stéttarfélög,"
segir Hóm-
geir.
svavar@dv.is'
Hólmgeir Jónsson
Smábátasjómenn
verða að sýna sam-
stöðu og ganga i
stéttarfélög.____
Sjónvarpskona
fær ekki lóð
Sjónvarpsfréttakonan Margrét
Marteinsdóttir og Brynjólfur
sambýlismaður hennar fá ekki
úthlutað lóð í
Einarsnesi í
Skerjafirði und-
ir hús sem þau
huguðust flytja
þangað af
Lindargötu.
Sagði meiri-
hluti skipulags-
ráðs það vera
faglegt mat að hvorki mæla með
friðun hússins né varðveislu þess
á öðmm stað. Fulltrúar Sjálf-
stæðisflokks og áheymarfulltrúi
Frjálslyndra og óháðra sátu hjá.
„Rökin fyrir þessari synjun em
óljós og greinilegt að viðmiðin
vegna úthlutunar lóða undir
flutningshús em ekki nægilega
skýr," sögðu þeir.