Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Halló mamma Móðurástin varð þýsk- um þjófi að falli eftir að hafa rænt andvirði 530 milljóna króna úr banka sem hann vann hjá sem ör- yggisvörður. Hann hafði alltaf dreymt um að eignast hús við Adríahaf og njóta lífsins þar. Hann greip tæki- færið þegar honum var treyst fyrir að flytja pening- ana milli banka. Tíu daga leit lögreglu lauk eftir að hann hringdi í móður sína. Hann hafði einungis náð að eyða hluta þýfisins við kaup á fötum og skóm, afgangur- inn fannst í skotti bíls hans. Lestu umbúðirnar McDonalds hefur ákveðið að hér eftir muni fyrirtækið, birta næringar- upplýsingar á flestum umbúð- um. Þannig ætl- ar fyrirtækið að að svara þeim sem efast um næringargildi veitinga keðj- unnar. „Við höfum hlustað á viðskiptavinina og ætlum að svara þeim með því að einfalda upplýsingagjöf um þann mat sem þeir næra sig á,“ segir Jim Skinner, for- stjóri McDonalds. Nýju um- búðirnar verða aðgengileg- ar í tengslum við vetrar- ólympíuleikana á Ítalíu á næsta ári. Fuqlaveiran í Kina bv Yfirvöld í Kínahafatil- kynnt um ný til- vik þar sem fuglaflensuveir- an H5N1 fannst í dauðum fugl- um. Hundruð kjúklinga og anda hafa drepist í Hunan- héraðinu. „Þrátt fýrir að veiran hafi fundist í sumum þorpum héraðsins vegna farfúgla höfum við góða stjóm á ástandinu,“ hefur Xinhua-fréttastofan eftir Gao Qiang, heilbrigðisráð- herra Kína. Nýverið fannst veiran einnig í dauðum svönum í Króatíu. Æ fleiri lönd bætast í hóp áhyggju- fullra vegna fuglaflensu. Mikill jaröskjálfti skók Pakistan þann 8. október, sá stærsti í næst- um heila öld. Um 54 þúsund manns eru talin hafa látist í skjálftan- um og um 77 þúsund slasast. Hjálparstofnanir segja töluna fara hækkandi vegna slæms aðbúnaðar og skorts á neyðaraðstoð. Rauði krossinn 5600 Islendingar hringdu i söfnunar- númerið 907-2020 hjó Rauða krossinum og gáfu 5,6 milljónir. Rikið lagði til 9,2 og 3 millj- ónir komu frá almenn- ingi og fyrirtækjum. Skjálftinn sem reið yfir Pakistan mældist 7,6 á Richter og skók jörð allt frá Afganistan til Bangladesh. Meira en 3,3 milljónir manna eru heimilislausar. Hjálparstofnanir segja að enn vanti þúsundir tjalda til að koma þaki yfir höfuð þeirra. Vetur hefur gengið í garð í fjöllum Pakistans og nágrennis. Ljóst er að fjöldi fólks muni deyja vegna vosbúðar verði hjálparstarfi ekki hraðað. í tilkynningu pakistanskra stjóm- valda kom fram að borist hafi loforð um samtals 75 milljarða króna fram- lög frá 71 landi og 159 hjálparstofn- unum. Samkvæmt upplýsingum The News International-fréttastof- unnar í Pakistan hefur þó aðeins brot af þeirri upphæð borist stjórn- völdum. Kofi Annan, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, hefur hvatt þjóðir heims til að taka við sér. Margar þjóðir slakar „Fólk fengi áfall ef það vissi hvað ríkisstjórnir hafa lofað litlu," segir yfirmaður neyðarsamtakanna Oxfam, Phil Bloomer. Hann bendir sérstaklega á lönd eins og Finnland, Belgíu, Frakkland, Austurríki, Grikk- land, Portúgal og Spán sem lélega greiðendur á því fé sem Iofað hefur verið. Bloomer segir einnig að Bandaríkin, Japan, Þýskaland og Ítalía hafi lofað minna en fimmtungi þess sem eðlilegt væri sé litið á þjóð- arframleiðslu. Heimildir fréttastof- unnar herma að slakar heimtur á fjárloforðum séu alvarlegt mál fyrir Pakistan. Vonsvikin stjórnvöld þar hafi þurft að grátbiðja sumar þjóðir um að millifæra peninga sem fyrst en hafi fengið dræm svör. Ein ríkis- stjórn hafi svarað því til að hún myndi senda hjálpargögn í stað beinna fjármuna. Bloomer segir að einungis þriðj- ungur þeirra 18 milljarða sem Sam- einuðu þjóðirnar fóru fram á við að- ildarþjóðir sínar hafi skilað sér í lof- orðum. Einungis fjögur lönd hafi gefið meira en ætlast hafi verið til, en þau eru Svíþjóð, Lúxemborg, Holland og Danmörk. Peninga - ekki föt Margar hjálparstofnanir benda á að ekki sé skynsamlegt að gefa föt eða teppi. Það sé mest um vert að gefa pening þvf þannig sé best hægt að koma viðeigandi aðstoð til þurfandi á þeim svæðum sem um ræðir. Pen- ingar flytjast hraðar milli landa og kosta minna í flutningi en föt. Þannig sé hægt að kaupa nákvæmlega það sem sé nauðsynlegt fyrir nauðstadda. Undir þetta tekur Þór Daníelsson, verkefnastjóri hjá Rauða krossi ís- lands. Hann segir kostnaðarsamt að senda hjálpargögn héðan. Nærri sé að kaupa ódýrari vörur frá Asíu og senda þaðan. Fjöldi íslendinga leggur lið „Það hafa 5600 manns hringt í söfnunarnúmerið okkar, 907-2020 og gefið 5,6 milljónir," segir Þór og bendir á heimasíðuna redcross.is þar sem einnig er hægt að gefa pen- ing til átaksins. „íslendingar hafa yf- irleitt tekið vel við sér í þessum söfnunum. Ríkið hefur lagt 9,2 millj- ónir inn á reikning söfnunarinnar auk þess sem tæplega þrjár milljónir hafa komið frá almenningi og fyrir- tækjum. Alls stendur reikningurinn í 37 milljónum núna," segir Þór. Fénu verður varið í neyðarað- stoð auk þess sem stór hluti þess sé eyrnamerktur til uppbyggingar- starfa í Pakistan. Þar ríður á að koma samgöngum í gott horf svo hjálpar- gögn geti borist til þeirra svæða sem illa urðu úti. haraldur@dv.is Palestínskur sprengju- beri sprengdi sjálfan sig í loft upp á markaði í Hadera í ísrael í gær. Fimm létust og minnst 30 slösuðust. Þetta gæti boðað endalok átta mánaða vopnahlés Palestínumanna. Talið er að þetta séu hefndaraðgerðir vegna aftöku fsraelsríkis á einum helsta leiðtoga hinna íslömsku Jihad-samtaka á mánudag. Herþotur frá ísr- ael hafa ráðist á norður- hluta Gaza-strandarinnar til að hefna eldflaugaárásar herskárra Palestínumanna fýrr í vikunni. Uppbyggingarstarf hafið í Flórída eftir Wilmu Þriðji dýrasti fellibylur í sögu Bandaríkjanna Eftir eyðileggingu fellibylsins Wilmu á mánudag eru sex milljónir Flórídabúa enn án rafmagns. CNN hefur eftir Jeb Bush, ríkisstjóra Flór- ída, að fimm- til sexfalt fleiri séu án rafmagns nú en eftir fellibylinn Katrínu. 6000 verkamenn vinna nú að endurtengingu rafmagnslína. Eigi að síður þurfa íbúar á sumum stöðum að sætta sig við rafmagns- leysi næstu daga og jafnvel vikur. Fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhættumati vegna hamfara metur tryggingatjón vegna Wilmu á um 360 til 540 milljarða króna. Það tjónamat setur Wilmu í þriðja sætið yfir dýrustu fellibyli sögunnar í Bandaríkjunum. „Hvernig við getum komið að- stoð til íbúa á sem sneggstan hátt er forgangsatriði," segir yfirmaður al- mannavarna í Miami-Dade-sýslu, Louie Fernandez, og bætir við að ríkið standi sig vel í neyðaraðstoð til sýslunnar. Sautján dauðsföll eru rakin til Wilmu, þar af sex á Flórída, og fjög- ur í Mexíkó. Að minnsta kosti sjö lét- ust á Haítí vegna flóða í kjölfar felli- bylsins. Þúsundir íbúa í norðurhluta Mi- ami biðu í röðum í allt að 12 klukku- stundir eftir vatni á flöskum. Tafir urðu á dreifingu vatnsins, og mikil reiði greip um sig meðal fólksins vegna tafanna og höfðu margir orð á vanefndum hamfarastofnunar Bandaríkjanna, FEMA. Wilma er talinn einn versti felli- bylur sem komið hefur að ströndum Bandaríkjanna. Vindhraði var um 200 km/klst og olli stórkostlegri eyðileggingu á húsum og mann- virkjum. Einnig hafa flóð vegna rign- ingar og sjávarhæðar valdið miklu tjóni. 4-500 milljarðar Wilma er talinn þriðji tjónamesti fellibylur i sögu Bandaríkjanna. Nú er fellibylurinn austur af New York. Veðurfræðingar búast við að hann færist í austurátt út á Atlants- haf. 12 stunda röð Um 7000 manns biðu íröðum eftir vatni og ismolum til að kæla matvæli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.