Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2005 Sport DV Haukar keppa í dag Bikarmeistarar Hauka keppa í dag í Evrópu- keppninni í körfubolta þegar það mætir franska liðinu Pays D’Aix Basket 13 á útivelli. Haukar héldu utan í gær og keppa gegn franska liðinu í kvöld en það þykir sterkt og verður því við ramman reip að draga. Haukar urðu í síð- ustu viku fyrsta íslenska kvennaliðið til að keppa í Evrópukeppninni þegar það tapaði fyrir spænska liðinu CajaCanarias, 58-97. Úrslit leikja í gær DHL-DEILD KVENNA Staöa efstu liða: ÍBV 5 4 1 0 142-105 9 Stjarnan 5 4 1 0 142-117 9 Haukar 5 4 0 1 158-126 8 FH 5 3 0 2 138-127 6 Valur 5 3 0 2 121-108 6 HK 5 2 1 2 152-153 5 jigiHiSPI 3. umferð: Birmingham-Norwich 2-1 Grimsby-Newcastle 0-1 Cardiff-Leicester 0-1 Jóhannes Karl Guðjónsson spilaði allan leikinn fyrir Leicester. Chelsea-Charlton x-x Bolton-West Ham 1-0 Man Utd-Barnet 4-1 Everton-Middlesbrough 0-1 AGF-Viborg 3-3 Helgi Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu i liði AGF. FC Midtjylland-FC Nordsjælland 1-1 SenderjyskE-FC Kobenhavn 1-4 AC Horsens-Silkeborg 0-0 Esbjerg-Brondby 0-0 OB-AaB 0-2 DEILD ÍTALÍA im'* Ascoli-Udinese i-i Cagliari-Livorno i-i Empoli-AC Milan 1-3 Inter Milan-Roma 2-3 Juventus-Sampdoria 2-0 Lazio-Chievo 2-2 Palermo-Lecce 3-0 Parma-Messina 1-1 Reggina-Treviso 1-2 Siena-Fiorentina 0-2 1 - DEiLD f- -i; SPÁNN 1—Í Barcelona-Malaga 2-0 Mallorca-Celta Vigo 1-0 Osasuna-Athletic Bilbao 3-2 Real Betis-Villarreal 2-3 D E i L D SKOTLAND Celtic-Motherwell 5-0 Dunfermline-Hibernian 1-2 Hearts-Kilmarnock 1-0 Inverness CT-Falkirk 0-3 Livingston-Rangers 2-2 Það var sannkallaður íslendingaslagur í ensku deildabikarkeppninni í gær þegar úrvalsdeildarlið Chelsea og Charlton áttust við. Eiður Smári Guðjohnsen og Her- mann Hreiðarsson voru báðir í byrjunarliðum sinna liða og áttu góðan dag. | Hermann í baráttunni Varnarmað- urinn sterki Hermann Hreiðarsson reynir hér að halda aftur afhinum eldsnögga Shaun Wright-Phillips. Nordic Photos/Getty íslendingaliðin Chelsea og Charlton áttust við í þriðju umferð ensku deildabikarkeppninnar. Svo fór nú að bæði Eiður Smári Guðjohnsen og Hermann Hreiðarsson voru í byrjunarliðum sinna liða og óhætt að segja að þeir hafi báðir staðið sig vel. Jose Mourinho ákvað að gera nokkrar breytingar á liði sínu og hvila nokkra leikmenn, eins og Frank Lampard og Claude Makelele. Sá síð- arnefndi kom reyndar inn á í síðari hálfleik en þetta þýddi að fleiri leik- menn liðsins fengu tækifæri til að láta ljós sitt skína, svo sem Eiður Smári Guðjohnsen sem hefur oft fengið að spila meira en raun hefur borið vitni í haust. Charlton stillti upp sínu sterkasta liði ef frá er tahnn Alexei Smertin sem mátti ekki spila með Charlton þar sem hann er í Íáni frá Chelsea. Eiður Smári var fremur áberandi í leik Chelsea og nældi til að mynda í aukaspyrnu á hættulegum stað í fyrri hálfleik. Hann hefði átt að taka spyrnuna sjálfur því Robert Huth sendi boltann upp í stúku. John Terry kom sínum mönnum yfir á 40. mínútu með góðum skalla sem kom eftir homspyrnu. Her- mann Hreiðarsson stóð á línunni en náði ekki til knattarins enda skalli Terrys öflugur. Adam var þó ekki lengi í paradís því á lokamínútu fyrri hálfleiksins varð þýska vamarmann- inum Robert Huth á stór mistök er hann lagði boltann beint fyrir fætur Darrens Bent sem var einn og óvald- aður fyrir framan Carlo Cudicini markvörð Chelsea. Urðu honum á engin mistök og sendi hann boltann í markið. Eiður Smári komst í ákjósanlegt færi á 57. mínútu eftir fallegt þríhym- ingsspil Arjens Robben og Hemans Crespo. Hann fékk boltann inn í teig- inn og komst í góða skotstöðu en hefði mátt nýta færið betur. Þá fékk Frank Lampard gott færi á 64. mfn- útu en hann lét verja frá sér í stöng af stuttu færi. Hernan Crespo var reyndar dæmdur rangstæður í sömu andrá og hefði markið því hvort eð er ekki gilt hefði boltinn ratað inn. Þó svo að Chelsea hafi fengið góð tækifæri vom leikmenn Charlton sókndjarfari síðustu mínútur venju- legs leiktíma. En ekkert mark var Terry skorar John Terry skorar fyrsta mark leiksins. DV-mynd Reuters skorað og því leikurinn framlengdur. Wayne Bridge lék sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í átta mánuði eða síðan hann meiddist illa í bikarleik gegn Newcastle á síðustu leiktíð. Hann fékk að spreyta sig í 60 mínútur og þótti standa sig vel. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og þurfti því að grípa til vítaspymukeppni. Þar hafði Charlton betur en eini maðurinn sem nýtti ekki vítaspymu sína var sá sami og gaf Charlton mark sitt í leiknum, Robert Huth. Hermann lék vel í leiknum en var ekki á þeim skónum að láta stjöm- urnar í Chelsea vaða yfir sig. Hann lenti til að mynda í stimpingum við bæði Arjen Robben og Carlo Bent jafnar Darren Bentjafnaði metin fyrir Charlton eftir skelfileg mistök Roberts Huth. DV-mynd Reuters VÍTASPYRNUKEPPNIN Chelsea tókfyrstu spymuna: Arjen Robben 1-0 Darren Bent 1-1 Robert Huth varið Jay Bothroyd 1-2 Elöur Smárl Guöjohnsen 2-2 Matt Holland 2-3 Frank Lampard 3-3 Hermann Hrelöarsson 3-4 Didier Drogba 4-4 Bryan Hughes 4-5 Cudicini en sá síðamefndi jós fúk- yrðum yfir Hermann sem svaraði í SÖmu mynt. eirikursmdv.is Þýska handboltaliðið Minden Voru dæmdar22 milljónir Þýska úrvalsdeildarliðið GWD Minden sem Snorri Steinn Guðjóns- son leikur með fékk í gær væna pen- ingaupphæð í hús sem aðalstyrktar- aðili Uðsins hafði dregið að borga. Upphæðin nam tæpum 22 milljón- rnn króna en hún er reyndar ekki jafn há og forráðamenn liðsins höfðu von- asttil. Forsaga málsins er sú að fyrir síð- asta tímabil samdi Minden við nýjan aðalstyrktaraðila sem svo hætti að borga til liðsins í júlí síðastliðinum en liðinu gekk ekkert sérstaklega vel á síðustu leiktíð. Forráðamenn Minden hafa síðan þá unnið hörðum höndum að því að ná inn þeim pening sem lið- inu bar og var málinu skotið í þýska réttarkerfið. Héraðsdómstóll í Hannover kvað upp úrskurð sinn í gær og var niðurstaðan fyrrgreind upphæð en forráðamenn Minden höfðu krafist 36 milljóna króna eða hálfrar milljónar Evra. ÍS jf . Snorri Steinn Guðjónsson Leik- maður Minden i þýsku úrvalsdeild- inni íhandbolta. Snorri sagði í samtali við DV Sport í gær að þetta hefði ekki haft áhrif á sig enda alltaf fengið sín laun greidd á réttum tíma. Þetta hafði þó þau áhrif á liðið að það gat ekki samið við leik- menn sem það ætlaði að fá til liðsins og var búið að komast að munnlegu samkomulagi um. Það var ef til vill lán fyrir Snorra því hann hefur fengið að gegna stóru hlutverki í liðinu og hefur blómstrað með því í haust. eirikurst@dv.is Knattspyrnukappinn Pálmi Rafn Pálmsson Hafnaði KR-ingum í gær Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason, sem leikið hefur með KA- mönnum undanfarin ár og var valinn besti leik- maður 1. deildar karla í fótbolta á nýafstöðnu tímabili, mun ekki spila með KR-ingum á komandi C* tímabili. Pálmi Rafh var of- *L | arlega á óskalista Vestur- bæjarliðsins en hann ákvað að hafna tilboði frá félaginu í gær. Pálmi Rafn staðfesti þetta í samtali við DV Sport í gær. Pálmi sagðist búast við því að ganga frá sínum mál- um á næstu ^ dögum en vildi ekki gefa upp hvaða Iið væru enn inni í myndinni hjá í honum. Heimildir DV herma að það séu íslandsmeistarar FH og Valsmenn sem berjist um Pálma. Pálmi Rafn sagðist ekki telja miklar líkur á því að hann færi út í vetur. „Ég hef ekki fengið nein tilboð og það er kannski ábending um að ég þurfi að bæta mig. Ég ætla að æfa eins og skepna í vetur, bæta mig og ná góðu tíma- bili á næsta ári." Pálmi Rafn Pálma- son Hafnaði KR-ing- umígæren erí samningaviðræðum við önnurlið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.