Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Blaðsíða 23
DV Ást og samlif FJMMTUDACUB 2Z QKTÓBE&2Q05 23 Algengar mítur varðandi karlmenn og kynlíf Svartirmenn hafa stærri getnaðarlim en hvitir Alls ekki. Nýleg rannsókn leiddi meira að segja I Ijós að hvítir hafa stærri en annars er þetta voðalega persónubundið. Karlmenn eru alltaf til i tusk- ið Það geta legið margar ástæöur á baki þess að karlmaðurinn neiti.Afhverju heldurðu að Vi- agra hafi verið framleitt? Karlmenn eru mun meiri kynverur en konur Konur og kartar eru mismun- andi og karlar eru lika fjöl- breyttur hópur. Áhuginn fer eft- ir mörgum ástæðum en kyniö erekkieinafþeim. Karlmenn þurfa á meira kynlífi að halda en konur Margar rannsóknir sýna fram á að konur og karlar hafa álika mikla kynllfsþörf. Margir telja að karlmenn geti aldrei orðið jafn æstir og konur. Það er góð getn- aðarvörn ef karlmaðurinn dregur hann út fyrirsáðlát Alls ekki.Sæðið lekur úr getnað- arlimnum löngu áðuren karl- maðurinn færþað. Mundu eftir smokknum! Því stærri þvi betri Stór limur tryggir hvorki meiri unaö fyrir konuna né karlmanninn. Konur koma i mismunandi stærðum og gerðum. Sumar þola ekki ofstóra og flestar taka meira eft- ir tækninni. Að sjálfsögðu eru þó til konursem vilja hafa þá stóra en það er ekkert sem segir að stærri iimir standi sig betur. Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN * Stundar ungt fólk skyndikynni? „Ungt fólk stundar mjög oft skyndikynni, flestir eru ekkert að bíða heldur demba sér beint í það. Ég held að margar stelpur haldi að þeim beri skylda til þess að sofa hjá strákum sem þær eru að hitta. Þær skilja ekki að því meiri virð- ingu sem þú berð fyrir sjálfri þér því áhugaverðari og meira spenn- andi verðurðu." Er ungt fólk lauslátt?„Ég held að það fari mjög eftir manneskj- unni. Ég veit um fullt af fólki sem er lauslátt en ég veit líka um fullt af fólki sem er það ekki, það er mjög persónubundið. Að mínu mati eru þeir sem eru lauslátir, sérstaklega stelpurnar, ekki með nógu mikið sjálfsálit. Þær sofa hjá strákum til að gera þeim til geðs.“ Notar ungt fólk smokka?„Ég held að það^sé mjög lítið um það. Fólk er mun kærulausara en það var enda engin auglýsingaherferð í gangi og ég held að það sé alveg nóg að gera á húð- og kynsjúk- dómadeildinni. Að mínu mati ættu smokkar að vera ókeypis. Það eru ekki allir sem þora að kaupa þá auk þess sem þeir eru ótrúlega dýrir." Hugsar ungt fólk út í kynsjúk- dóma og eyðni?„Ég held að það- séu allir meðvitaðir um þessa hættu en hugsa „það kemur ekk- ert fyrir með þessum gaur/gellu“ eða „það kemur ekkert fyrir mig“." Eru bamungar stelpur að borga fyrir inngang í partý með kynlífi?„Ekki mínar vinkonur enda emm við orðnar eldri. Ég hef alveg heyrt af þessu en veit ekki um neinn sem hefur stundað þetta." Er kynlíf ungs fólks og ung- linga orðið grófara?„Kynlífið er orðið mun grófara og al- géngt að strákar vilji prófa allt sem gert er í klámmynd- unum. Mér finnst allt í lagi að fólk prófi sig áfram en þá verða bæði að vilja það og ég held að það sé mun betra ,ef um pör sé að ræða. Sérstaklega þegar urn enda- þarmsmök er um að ræða. Ég veit um nokkrar stelp- ur sem hafa lent illa í því og fengið sýkingar eftir að hafa „Ég veit um nokkrar stelpursem hafa lent illa í því og fengið sýkingar eftir að hafa prófað ýmsi- legt í skyndikynni." prófað ýmislegt í skyndikynnum. Ég held að þessi þróun sé tilkomin vegna klámsins sem er allstaðar. Fólk er ekki lengur að stunda kyn- líf heldur herma eftir kláminu í myndunum en margt af því sem þar gerist er einfaldlega eitthvað sem maður gerir ekki.“ Er litið niður á lauslátar stelp- ur?„Já enda er ekkert jákvætt við þetta orð." Er litið niður á lausláta stráka?„Já ég held það. Fólk er far- ið að kalla stráka lausláta líka. Þeir þykja ekkert meira kúl þó þeir hafi sofið hjá milljón stelpum." Hvemær byija krakkar að sofa hjá?„Ég veit um mörg dæmi þar sem þau em aðeins Í2 ára en ég held að það sé mjög algengt að sofa hjá í fyrsta skipið um 13 til 14 aldur, sem er mjög ungt. Ég þekki engan sem ætlar að geyma sig til giftingu og það þykir hallærislegt að hafa ekki sofið hjá ef þú ert orð- in(n) 18 ára eða eldri. Þá hlýtur einfaldlega að vera eitthvað að, eða þannig er viðhorfið. indiana@dv.is Það er ekkert grín að standa í makaleit. Vonbrigði eftir von- brigði er freistandi að gefast upp og gerast nunna. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að konur gefast upp. Ekki gefast upp á leitinni 1. Skortur á stuðningi Makaleit getur reynt verulega á og er mjög erfið ef þú hefur ekki nauðsynlegan stuðning vina og ættingja. Þú átt eftir að ganga í gegnum hafnanir og vonbrigði svo það er nauðsynlegt að hafa öxl til að gráta á. 2. Offlotturlífstíll Sumar konur eyða of miklum peningi í leitina. Ef fjárhagurinn kemur í veg fyrir að þú hittir spenn- andi karlmenn skaltu breyta aðferð þinni. Þú getur hitt spennandi karl- menn allstaðar, í ræktinni, í bóka- búð, á kaffihúsi. Þú þarft ekki að vera reglulegur gestur á flottustu veitingahúsunum í bænum til að hitta áhugaverða menn. 3. Ótti við höfnun Þú verður að geta afborið höfnun ef þú ætlar að taka þátt í makaleit- inni. Ekki einblína á hvað mun ger- ast þegar þú ferð á stefnumót. Reyndu að njóta augnabliks- ins og vertu bjartsýn. 4. Ótti við að taka frumkvæði Margar konur vilja ekki taka fyrsta skrefið. Að þeirra mati er óviðeig- andi að konur bjóði karlmanni út. Ef þú ert ein af þessum konum ertu að missa af miklu fjöri. Þú verður að taka af skarið. Ekki bíða eftir að hann gerir það. Hann er kannsld jafn hræddur og þú. 5. Ótti við sær- indi Síðasti kærasti gæti hafa farið illa með þig. Kannski hefurðu upplifað tvö misheppnuð hjónabönd. Ekki afneita tilfinning- um þín- um en ekki láta þær nei- lcvæðu stjórna lífi þínu. Sumir verða að taka hvíld frá makaleitinni eftir erfiðan skilnað á meðan aðrir vilja dreifa hugan- um með því að deita. Hlust- aðu á sjálfan þig. Hvað vilt þú? Líf þitt er ekki á enda þótt hann hafi farið frá þér. Drífðu þig aftur af stað! 6. Ofhár standard Ef þú setur kröfurnar of hátt fjarlægiru þig frá efnilegum piparsvein- um. Einsemd fylgir í kjöl- farið. Of miklar kröfur hræða karlmenn í burtu auk þess sem þeir fara í varnarstöðu og virðast leiðin- legir. BAR CAFÉ GRILL 1 _ óskar eftiiV^y V. glaðlyndu starfsfólki í fulla vinnu og hlutastarf. Dag-, kvöld og helgarvinna. Mikil vinna í boði fyrir rétta fólkið. Umsóknir berist á arnar@cafeoliver.is eða í síma 821 8500 (Arnar)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.