Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Blaðsíða 29
DV-i/Wð -- - FIMMTUDAGUR27, OKTÓBER 2005 - 29 „Þátturinn byraði upphaflega í sömu viku og sjálf útvarpsstöðin X-ið árið 1993," segir Baldur Bald- ursson um Fönkþáttinn sem upp- haflega hét Fönkþáttur Þossa. Þátturinn er því rótgróinn í samfé- lagi íslenskra töffara en aðeins hann og hiphop þátturinn Kronik hafa verið svo lengi í loftinu. í dag er Kronik hættur en Fönkþáttur- inn kemur sterkur inn eftir að hafa lagt upp laupana þegar X-ið var lagt niður fyrir nokkrum árum. í upphafi var einungis fönktónlist spiluð í þættinum en hægt og rólega breyttust þær áherslur, þó svo að nafnið hafi haldist. „Ég tek svo við þættinum árið 1998 og ætli ég hafi ekki stig- ið skrefið til fulls,“ segir Baldur og á þá við að hann hafi algjörlega hætt að spila fönk í þættinum. Elektrónísk töffaratónlist „Tónlistin sem ég spila hefur oft verið kölluð el- ektrónísk töffaratónlist," segir Baldur en bætir því við að margir hafi viljað kalla þetta danstónlist fyrir rokkara. Það hefur margt breyst síðan að Baldur tók við Fönkþættinum í fyrstu en hann segir að þá hafi Thomsen verið að- alskemmtistaðurinn og X-ið aðal- málið. „Nú ætla þeir eitthvað að fara ná til kvenfólks svo það var náð í mig," segir Don Balli Fönk og hlær hástöfum. Ætlar að opna dyrnar fyrir óþekktum tónlistarmönn- um Balli segist æda að breyta áherslum í þættinum og vera dug- legri við að fá til sín óþekkta og ís- lenska tónlistarmenn. „Það eru allir orðnir tónlistarmenn eftir að forrit eins og Reason komu á markaðinn," segir Baldur og tekur Hermigervil sem dæmi. „Hann á eftir að verða stór, ég vill að hann verði bara pródúser, hann yrði bestur þannig," segir Balli og hver veit nema að Gervillinn taki mark á orðum fagmannsins. Ætlar að senda þáttinn beint út einu sinni í mánuði Baldur segir að þátturinn hafi alltaf verið ætlaður til þess að bytja helgina, „það er ekki að ástæðulausu sem fimmtudagur er kallaður litli laugardagur." Nú er ætlunin að senda. þáttinn út í beinni útsendingu einu sinni í mánuði. Baldur segir að staðir eins og Kaffibarinn og Prikið væru kjömir til þess en staður eins og Olíver er ekki í anda Fönkþáttar- ins. „Það yrði bara að þeyta skífum á skemmtistað í beinni," segir Baldur en nú er víst orðið h'tið mál að gera slíkt. „Það er ekkert mál að húkka því upp," segir Don Balli kokhraustur og alltaf jafn svalur. dori@dv.is Tvær vinahljómsveitir hafa tekiö saman höndum AMPOP OG GRÆNIORMURINN Á GRAND í KVÖLD Flosi Ólafsson leikari er 76 ára í dag. „Ef sjálfsmat sprettur af því að vita hvað maður vill þá er maðurinn fuilur af því. Fyrir honum er vandinn ekki sá að vita hvers hann óskar sér heldur sá að velja og öðlast það með uppbyggilegum hætti," segir í stjörnuspá hans. Flosi Ólafsson VatnsberinngftyaÆ-r&feftr.; Skynjaðu meðvitað langanir þínar og leyfðu þeim að rætast. Eitthvað í fari þfnu ýtir undir vellíðan annarra sem og karma þitt upplýsir umhverfi þitt hvar sem þú stígur niður fæti. Fiskarnir (i9.febr.-20.mars) Manneskja birtist von bráðar sem mun hjálpa þér án efa næstu daga tengt starfi þlnu eða námi. Láttu til leið- ast og taktu mark á viðkomandi ef þú tilheyrir stjörnu fiska. Hrúturinn (21. mars-19. apríl) Skapgerð þln er einstök og vitsmunir þínir öflugir og þú mátt ekki vannýta þessa ágætu hæfileika. Og alls ekki mikla fyrir þér smáatriðin sem tengjast tilhugalífinu. Opnaðu hjarta þitt óttalaust upp á gátt ef þú finnur fýrir einhverskonar vanlíðan þegar ástin er annars vegar. NaUtÍð (20. aprd-20. mai) Þú veist hvenær þú hefur á réttu að standa þvf innst inni hefur þú bjöllu sem hringir og lætur þig vita. Hún skynjar reglu og eðlilega rás at- burða geysisterkt og túlkar það yfir f vef dagslegs lífs. Þér er bent á að leyfa öðrum að taka ábyrgð á sjálfum sér. Tvíburarniriif. mal-21.júnl) Horfðu fram á við og segðu skilið við fortíð þfna ef þú kýst að sjá framfarir þegar hjartans máli þín eru annars vegar. Þú ættir að takast á við þau vandamál á sama tfma og þau kunna að skjóta upp kollinum. faM'm(22.júni-22.júlí) Vertu á varöbergi þegar við- skipti eru annars vegar næstu vikur og mánuði. Samband þitt við náttúruna hjálpar þér að komast f snertingu við þitt eigið sjáif (það veistu reyndar). LjÓnÍð Ol.júli-22. dgúst) Þú hefur sterka tilhneigingu til sjálfhverfrar stjórnunar ef marka má stjörnu þína, Ijónið. Þú ert búin/n ytri fegurð og þráir athygli og því drottnar þú oft yfir ástvinum þfnum. Hafðu hemil á stjórnunaráráttu þinni. Meyjan (23. ágúst-22. sept.) 1 Þú verður að læra að hafa stjórn á hlutunum og aga sfkvikan huga þinn ef þú ætlar þér að auka skyldurækni þína. Voq\n (23. sept.-23.okt.) gúll verður í raun svona prufu út- gáfa. Hljómsveitin Worm is green sendi einnig frá sér disk á dögunum sem heitir Push play. Biggi segir að Ampop og Worm is green séu vina- bönd og lofar frábærri stemningu í kvöld. Húsið opnar klukkan 20.30 kostar 500 krónur inn. soli@dv.is Ekki velta fyrir þér viðhorfum eða tilgangi annarra þvf á sóar þú ein- ungis dýrmætum tíma þfnum. Fólki fætt undir stjörnu vogar er ráðlagt að hika ekki við að njóta þess sem telst vera fagurt og gott og trúa því að það eigi einungis það besta skilið. Sporðdrekinn (2ioia.-21.niv.) Hafðu hugfast að þegar þú átt von á atburðum sem tengjast dýpstu ióskum þfnum, birtast draumar þínir tóvænt og án erfiöa af þinni hálfu. Bogmaðurinn (22.n6v.-21.des) Slakaðu á og hlúðu að þér fyrst og fremst og ekki gleyma að hlusta á tilfinningar þínar og upplifa eina reynslu til fulls f einu. Steingeitin (22.des.-19.jan.) Þú gætir hafa fært persónu- legar fórnir sfðust misseri. Gleymdu ekki að þegar þú gefur af þér munt þú fá laun þín tlföld til baka. MAÐUR.IS „Þetta er meira svona út- gáfupartí," segir Birgir Hilmarsson söngvari og gítarleikari hljómsveit- arinnar Ampop. Hljómsveit Birgis, eða Bigga, verður með tónleika á Grand Rokki í kvöld ásamt hljóm- sveitinni Worm is green. Ampop sendi á dögunum frá sér geisla- diskinn My Delusions og hefur hann hlotið góðar viðtökur. Til dæmis fjórar stjörnur í DV í dag. „Við erum búnir að vera alveg of- boðslega lengi með þennan disk. Eiginlega þrjú ár. Allt of lengi. Við gerðum þetta sjálfir og smíðuðum okkur stúdíó og svo var leikið sér með upptökurnar. Ef þú hækkar vel í sumum lögunum ættirðu að heyra að það er vinnsla þarna á bakvið," segir Birgir og hlær. „Við erum rosa- lega sáttir með að vera búnir með þetta." Platan kom út í síðustu viku. Meðlimir sveitarinnar eru bú- settir í London Stefniö þið að þvíað gefa útþar? „Fyrsti síngúllinn kemur út á Bretlandseyjum eftir þrjár vikur. Það skipti okkur miklu máli að koma henni út hér á landi fyrst. Okkur þykir vænt um okkar heima- land," segir Biggi. Einhverjar þreifingar? „Við gefum þennann singúl út hjá Stimulus records og svo höfum við verið að skoða málin hjá fyrir- tæki sem heitir Frans Label. raun ekkert hægt að segja um þetta að svo stöddu. Þessi Worm is green Sendi frá sér plöt- una Push piay fyrir skemmstu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.