Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2005, Síða 40
JT1 / Qtí íJjji 0 Í Við tökum við fréttaskotum alian sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^jnafnleyndar er gætt. *-* Q _r* (J Q SKAFTAHLÍÐ24,105REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910] SSMISSOSOOO 5 690710 111117 • Thule-hljómplötu- útgáfan sáluga var einhver sú fram- sæknasta á íslensk- um tónlistarmarkaði fyrir nokkrum árum. Margir bestu tónlist- armenn landsins, þeirra á meðal Múm og Apparat Organ Quartet, tóku sín fyrstu skref á skrifstofu Þórhalls Skúla- sonar áÆgisgötunni og gengu þaðan út í heim og urðu heims- frægir. Thule lagði upp laupana fyrir margt löngu síðan og hafa meistarastykki útgáfunnar sem þrykkt voru á plast verið ófáanleg lengi. Nú virðist sem kapp sé hlaupið í yngri útgáfur hér heima og erlendis sem keppast við að söðla undir sig gamla Thule-titla og gefa út undir eigin merki. Þór- halli virðist lítið brugðið heldur vappar hann léttur í lundu um bæinn, eflaust með næsta plott í bígerð... Það er qott að Þorsteinn Guðmundsson kvnnir % Eddunni Taranti " - ‘" „Nei, ég er ekki kokkteildýr. Hef ofnæmi fyrir slíku. Ég vfl drekka í einrúmi, já, eða með börnunum heima. í góðum félagsskap ijöi- skyldu og barna," segir Þorsteinn Guðmundsson leikari. Þorsteinn er kominn í klípu því þeir sem hafa með skipulagningu Edduhátíðarinnar að gera hafa leit- að til hans með að vera kynnir. Og mun svo verða. En Þorsteinn sagði þeim hins vegar umbúðalaust skoð- un sína á hátíðinni en svo einkenni- lega vill til að hann hefur einhverra hluta vegna lent árlega í viðtali á rauða dregli Eddunnar. „Já, og verið þá með meiningar og ieiðindi. Þeir vissu því að hverju þeir gengu en við ætlum nú að gera okkar besta til að gera þetta skemmtilegra." Þorsteinn útskýrir fyrir blaða- manni að Eddan sé sérkennileg og tvískipt. Öðrum þræði sé þetta árs- hátíð fyrir bransann og svo sé þetta sjónvarpsútsending fyrir tugþús- Einstakir smokkar í Árbæ Ungmennaráð Árbæjar hefur beint þeim tilmælum til borgar- stjórnar Reykjavíkur að settur verði upp smokkasjálfsali í hverfinu. Þykir mörgu ungmenninu sem of mikið sé að kaupa heilan pakka af smokkum á bensínstöðinni eða apótekinu fyrir átt'a hundruð eða þúsund krónur þegar aðeins er þörf á einum smokki og peningaráð lítil. Þetta er meðal þess sem fram kom á óskalista ungmennanna sem berjast fýrir bættu mannlífi í Árbæjarhverfi. Málið er nú til meðferðar hjá borgaryfirvöldum og vænta ungmennin svars sem fyrst. Á meðan slá þau sam- an í heila pakka sem þau svo deila sín á milli. Ekki hafa þau sérstakar óskir um stað- setningu smokkasjálfsalans; vilja aðeins að honum verði komið fyrir miðsvæðis í Ár- bænum. Mörður ofurheilinn „Háðuleg útreið," sagði Egill Helgason fremur dapur í bragði. DV hefur fylgst af athygli með spumingakeppni Talstöðvarinnar, þeirri sem Ólafur B. Guðnason hefur haft veg og vanda af. Enda um afbragðs- útvarpsefni að ræða. Úrslita- leikurinn var í gær milli þeirra Marðar Ámasonar og Egils. Leikar fóm þannig að Mörður náði 27 stigum gegn 15 stigum Egils. Telst hann því ofurheilinn með greini. Mörður hlaut að launum forláta fartölvu en heims- maðurinn Egill hlaut fyrir annað sæt- ið gistingu á íslensku sveitahóteli. Egill náði aðeins að klóra í bakk- ann í lokaspumingunni en Ólafur hefur þann háttinn á að lesa úr bók- menntaverki. Var sem Egill væri bú- inn yfirskilvitíegum hæfileikum því hann sagði svo frá að hann hefði beinlínis vitað um hvaða bók Ólafur myndi spyija og dró hann hana fram úr hillu sinni korteri fyrir þátt: Dauðar sálir eftir Gogol hinn rússneska. Mörður var í banastuði og stóð ekkert í vegi fyrir honum - ef hann vissi ekki svörin hittu ágiskanir þingmannsins f beintímark. undir manna. „Og þetta hefur ekkert alltaf farið sam- an. Fólkið heima í stofu hugsar: Hvað er þetta eiginlega ofan á brauð? Hér er ég í svitabol í Grafarvogi og hef aldrei séð svona skrítið fólk. Mér finnst að þetta þurfi að vera meira fyrir sauðsvartan múgann. Ef þetta á að vera í sjónvarpi á annað borð. Og við reynum að þoka þessu í þá átt- ina." Þorsteinn verður bara Þorsteinn Guðltlundsson emn a svið- I Hefur aldrei farið í felur með inu, hann segir ekkert annað þýða, en Storm framleiðir. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem Egill Eðvarðsson er ekki stjórnandi útsendingar held- ur er það hinn þraut- reyndi Haukur Hauksson fram- leiðandi sem hefur verið lengi I hjá RÚV sem útsendinga- stjóri. Jón Eg- ill Bergþórsson framleiðir svo innslög í útsend- inguna þar sem tilnefningar em kynntar. Af hálfu Storm er það Pétur Óli Gíslason skoðun sina á snobbhátíðinni Eddunni en ætiar nú að færa hana nær sauðsvörtum al- múganum. er umsjáraðili en Storm kemur nú að þessu viðamikla verkefni öðm sinni, nú úr höfuðstöðvum Saga Film sem fyrirtækið er mnnið inn í. Þorsteinn segir að hann hafi ver- ið plataður út í þetta og sé nú í kvíðakasti, viti ekkert hvernig hann eigi að snúa sér í þessu. „Ég verð þarna að rífa kjaft, móðga fólk og eyðileggja stemmn- inguna. Svo verð ég með afsnobb- unarmeðferð en þangað getur fólk komið og látið afsnobbast. Nei, ég segi svona. Þetta verður eitthvað skrítið." Til stendur að kvikmyndaleik- stjórinn Tarantino komi fram á há- tíðinni til að afhenda verðlaun fyrir bestu myndina. Þorsteinn segist ekkert vita um það utan að hann hafi séð það á minnisblaði hjá ein- hverjum kalli: Muna að hringja í Tarantino. „Tarantino hefur ekki hringt í mig. En er hann ekki ekta kokkteildýr?" 10 ára atmæli Neistans Mér um hug og hjarta nú Málþing um skólagöngu hjartveikra barna Gerðubergi, föstudag28. október, kl. 13:00 Hver er laga- og réttindaramminn? Hver er reynslan af skólakerfinu? Hver er sérstaða hjartveikra barna? Hvaða upplýsingar þarf að gefa starfsmönnum skóla? Hvað geta skólahjúkrunarfræðingar gert? Hver eru áhrif streitu á námsárangur? Hvaða leiðir eru til úrbóta í skólunum? Hvernig á samstarf heimila og skóla að vera? wr o Stutt erindi flytja Ingibjörg Rafnar, Björgvin Sigurðsson, Hróðmar Helgason, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Valur Stefánsson, Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, Elín Viðarsdóttir, Arthur Morthens, María Aðalsteinsdóttir og Guðni Olgeirsson. Neistinn Margrét Ragnars, formaður Neistans, setur málþingið. Guðrún Pétursdóttir, formaður styrktarsjóðs hjartveikra barna, stjórnar málþinginu. Styrktarfélag hjarlveikra barna Síðumúla 6 avík Sími 552 5744 - l:ax 562 5744 - GSM 899 1823

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.