Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 4

Símablaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 4
SÍMABLAÐlÐ 2 Elliðahvammur seldur. Loks hefur þá veriÖ stigiÖ þaÖ spor, sem um fleiri ára skeið hefur legiÖ viÖ borð aÖ stigið væri, en jafnan hikað við: Félagið hefur selt eign sína i Elliðahvammi. Kaupandi var Pétur Snæland, en hann seldi ríkinu eignina litlu síðar, og mun nú ætlunin að þar verði barnaheimili á sumr- um. Muu stjórn fél. áður hafa haft í hyggju að selja því opinbera húsið til einhverra slíkra afnota, en úr því varð þó ekki. Húsið í Elliðahvammi var fyrsti sumar- hústaðurinn sem félagið hyggði, og hafði ver- ið endurbætt og gert hæft til íbúðar árið um kring. Þegar húsið var byggt sumarið 1931, rnunu aðeins 2 sumarbústaðir aðrir hafa staðið við vatnið. Nú eru þar tugir fallegra sumarhúsa, enda er þar einhver mesta nátt- úrufegurð í umhverfi höfuðstaðarins. En á fegursta og sólríkasta staðnum þar, stendur „Elliðahvammur", hús F. í. S. Það er von að margur spyrji, hvers vegna í ósköpunum félagið sé að selja þetta mynd- arlega heimili sitt á svo fögrum stað, og svo mátulega langt frá höfuðstaðnum. Og einmitt nú, þegar hver sem getur, — einstaklingar og félagssamtök koma sér upp sumarhúsum, þar sem hægt er að njóta frístundanna fjarri erli höfuðstaðarins, og úti í náttúrunni. Hún var ekki svo litil gleði símafólksins, þegar það með öflugum samtökum hafði komið sér upp þessu heimili, og þar sem margar konur og karlar eyddu flestum fri- stundunr sínum heilt surnar, í sjálfboðavinnu, við srníðar, vegagerð og jarðyrkjustörf. Þar sem félagið lifði sína stoltustu stund, á 25 ára afmæli Landssimans, — þegar á annað hundrað rnanns var þar samankomið til að vigja húsið. Enda var svo fyrstu árin, að þar var jafnan fullskipað, og þangað lá straumurinn á „frívaktinni“. Þaðan var far- ið í skíðaferðir og fjallgöngur, þar voru haldnir fundir og aðrar samkomur. Þar eyddu menn sumarfríi sínu með fjölskyldu sinni, og unnu þá oft að því að prýða staðinn, utan húss og innan. En svo fór að draga úr aðsókninni Örfáar fjölskyldur og sára fáir einstaklingar héldu tryggð við staðinn. Allur fjöldinn leitaði annað í frístundum sínum og sumarleyfum, þrátt fyrir það að stjórnir félagsins reyndu á allan hátt að laða fólk þangað. Og loks kom að því, að flestir töldu kostnaðinn af viðhaldi eignarinnar of mikinn bagga á félaginu, sam- anborið við notkunina. Og nú hefur það verið selt. Þar með er draumurinn búinn. Okkur símamönnum, sem komnir erum af unglingsárum og sáum þennan, þa ótrúlega draum félagsins rætast, •—• okk- ur, sem í mörg sumur eyddum flestum frístundum okkar við að gera Elliða- hvamrn að fögru heimkynni, —• okkur, sem jafnt í sólskini og slagviðris rigningu unn- um að því að leggja akfæran veg að hús- inu, og gera þar jarðabætur,—■ og sáum þa árangur af starfi okkar í betra félagslifi, sarn- stilltari félagsskap, sem hafði þarna eignast sameiginlegt heimili, — okkur verður ekkt láð þó við skiljum ekki þá æsku símans, sen’, ekki hefur getað notað sér þetta heimili fc lags síns til gagns og gleði. Hennar var að taka við, og láta af hendi sjálfboðavinnti- En hún hefur leitað anriað. Og henni ber þa likai skylda til þess, að skapa slíkt verðmadt fyrir félagslíf okkar og samtök, sem félags- heimili okkar í EHíðahvammi var á símim tírna, og því var ætlað að verða um langan aldur. Eg vona að hún bregðist ekki þcirri skyldu sinni. A. G. Þ. Sumargestir í Elliðahvammi.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.