Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 10

Símablaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 10
8 SlMABLAÐlÐ Birgðavarzlan og veiting birgðastjóra- stöðunnar. Langt er nú komiÖ aö fullgera hiÖ mikla Birgðahús Landssímans við Sölvhólsgötu, og fariÖ er að flytja einstaka starfsgreinar í það. Má segja, að meira en mál sé til komið að flytja efnisvörzluna, þó einkum eyðu- blaðageymsluna úr því greni sem hún hefur verið í, þar sem allt hefur legið undir skemmdum, og vinnuskilyrði hin verstu. Síð- an 1918 hefur Steindór Björnsson gegnt efnisvarðarstarfinu og mun hann manna mest hafa fagnað því að komast í ný húsa- kynni og fá betri vinnuskilyrði. Og vinir hans sarnfögnuðu honum að fá slíka afmæl- isgjöf frá símastjórninni, á sextugsafmæli hans- — En þegar til kom varð sú gjöf beiskju blandin. Allt í einu var til orðin ný staða, Bii gðavarðarstaða, og skyldi sá takast á hendur öll þau störf er Eínisvörður hafði áður, — en hann svo að segja þurrkast út. Sú staða var þó ekki auglýst til umsóknar, og ekki boðin hinum gamla efnisverði, — heldur umsvifalaust veitt góðurn og gegn- um símamanni, sem þó aldrei hafði nálægt efnisvörzluninni komið. Símafélagið tók strax upp þykkjuna fyr- ir efnisvörð og fékk þegar, nokkra leiðrétt- ingu mála hans. Haldinn var félagsfundur um málið, og taldi sá fundur það þess eðl- is, að taka yrði það til ítarlegrar yfirvegun- ar. Var til þess kosin 7 manna nefnd ásamt Með reglugerð, sem ráðherra setur að fengnum tillögum póst- og símamálastjórn- arinnar, skal, eitir því sem við verður kom- ið, ákveða laun símastjóra á I. fl. B. og II. fl. stöðvum fyrir rekstur stöðvanna svo og laun póstafgeiðslumanna, sem ákvæði þessarar greinar ná ekki til. Launin séu á- kveðin þannig, að þessir starfsmenn fái hlutfallslega sömu laun og aðrir, sem nefndir eru í þessari grein, miðað við þau störf, er þeir hafa með höndum. SÍMABLAÐIÐ er málgagn Félags íslenzkra simamanna. Af því koma út 6 tbl. á ári. Ritstjórn: Andrés G. Þormar (Ábm.) Guðmundur Jóhannesson, Guðmundur Pétursson. Utanáskrift blaðsins er: Símablaðið, Pósthólf 575, Reykjavík. stjórn félagsins. Hafa þessir aðilar málið til meðferðar. Símablaðinu þykir rétt að geta þess strax að efnisvarzlan mun aðallega heyra undu’ teknisku deildina, og mun yfirmaður henn- ar, yfirverkfræðingur Landssímans hafa ráðið mestu um val og ráðningu nýs yfh'" manns efnisvörzlunnar, og aðrar ráðstaf- anir í sambandi við hana, sem valdið hafa mikilli óánægju meðal símamanna. á þessu stigi málsins, skal ekki nánar ut í það farið. En væntanlega verður það leyst á þann hátt, sem stofnuninni er fyrir beztu. t Björn Ólafsson fyrrverandi símritari, andaðist 31. jan. s.h Hann var fæddur 22. nóv. 1880. Hann stundaði síinritaranámj í Danmörku og Eng- landi. Árið 1906 varð hann símritari hjá Mikla Norræna ritsímafélaginu á Seyðisfirði, og var við það starf þar til 1. apríl 1924, er hann tók sér fyrir hendur verzlunarstörf- Árið 1933 gekk hann í þjónustu Landssím- ans, og vann síðan við efnisvörzluna. 10. júní 1910 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Stefaníu Stefánsdóttur. Áttu þau 1 son, sem nú er uppkominn, Einar, verzlunarmann.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.