Símablaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 3
mmicxi
bladid
Útgefandi: Félag íslenzkra símamanna.
Reykjavík 1945 1.—2. tbl.
Símablaðið finnur ástæðu til að afsaka og gera grein fyrir hinni
strjálu og óregluleg'u útkomu þess undanfarið. En sannleikurinn er sá, að
það hefur haft við sömu örðugleika að striða og ýms önnur blöð og tímarit,
sem sjálf eiga ekki prentsmiðju. En prentsmiðjurnar hafa verið yfirhlaðn-
ar af verkefnum. Og timaritin, — þau minni, — liafa orðið að sætta sig við
það, að vera prentuð eftir því, sem á hefur staðið í prentsmiðjunum.
Við horð lá, að síðasta jólablað Símablaðsins kæmist ekki út fyrr en
eftir áramót og tókst með harðneskju að bjarga þvi við, með því að fá það
prentað í þrem prentsmiðjum. — Er slikt vitanlega neyðarúrræði. Um síð-
astliðin áramót sagði Félagsprentsmiðjan upp öllum tímaritum nema Sima-
blaðinu. — Þó var fyrirsjáanlegt, að í ár myndi ekkert breytast til batnaðar
uni prentun þess. Var því reynt að tryggja prentun þess til frambúðar í
öðrum prentsmiðjum, — og um það nokkur von, fram á sumar, en þá brást hún.
I von um að innan skamms breytist þetta ástand til batnaðar, varð
að samkomulagi, milli prentsmiðjustjóra Félagsprentsmiðjunnar og' Símabl.,
þegar vonlaust var um samninga við aðrar liinar stærri prentsmiðjur, —
uð prenta það þar áfram.
I ár eru 30 ár frá því að Símablaðið bóf göngu sina. Var það ætlun
fitstjórnarinnar, að 1. tbl. yrði afmælisblað, og kæmi út í apríl, eins og 1.
tbl. 1915, — en vegna útgáfu-örðugleikanna varð að hverfa frá því. 1 stað
þess mun jólablaðið, — sem verður síðasta blað 30. árgangs, —- helgað minn-
mgu þess. Væntir ritstjórnin, að félagar sendi greinar tii birtingar í þvi blaði.