Símablaðið - 01.01.1952, Page 1
<TSlCö3>
3&0
J'
XXXVII. árg.
1. tbl. 1952
RITSTJDRI :
A. E. ÞDRMAR, PDSTHDLF 575
RITNEFND : AÐAL5TEINN NDRBERG,
ÁRNI ÁRNASDN, VESTM.,
ERNA ÁRNADÓTTIR, AKUREYRI,
HALLDDR DLAFSSDN,
SÆM. SÍMDNARSDN
TTVAÐ FÆ ÉG 1 AÐRA HÖND fyrir iðgjald mitt til lífeyrissjóðs? Er
þessi líftrygging ekki of dýru verði keypt. Um þetta er oft spurt af
opinberum starfsmönnum.
Aftar í blaðinu er reynt að svara þessum spumingum í stuttu máli.
FÁIR MUNU GERA SÉR LJÓST, hve miklir erfiðleikar geta fylgt
því, að komast til og frá starfi, sumstaðar í stofnuninni. — Grein Hauks
Erlendssonar hér í blaðinu gefur nokkra hugmynd um það, hve baráttan
við íslenzka veðráttu getur verið ótnilega erfið, jafnvel rétt við út-
jaðra höfuðborgarinnar.
Margir hafa spurst fyrir um framhald á 35 ára endurminningum
Theódórs Lilliendahl. Það kemur í jólablaðinu.
HAFIÐ ÞIÐ GERT YKKUR LJÓST, HVE MIKIÐ þið sparið á
því að gera innkaup hjá Pöntunarfélagi okkar? Símablaðið tæki með
þökkum upplýsingum um það.
SPARNAÐUR ER NÚ MJÖG AÐ VERÐA ÁBERANDI á ýmsum
sviðum hjá launafólki, enda sjálfgert.
Hefurðu gert þér grein fyrir því, hvað þú gætir sparað á ári við það
að hætta að reykja, — einkum ef konan þín hætti líka? Hvað kosla
365—500 pakkar af þeirri tegund sígarettna, sem þú reykir? Blassaður
hættu að reykja ef þú reykir mikið, — eða hættu að tala um aura-leysi.
En fáðu þér heldur „ærlega neðan í því“ endrum og eins, í staðinn. —
Það er engum efa undirorpið, að launþegar nota samtök sín til
of einhliða baráttu fyrir sínum eigin hag. En til eru þeir, sem engin tök
hafa á að mynda slík samtök — en hafa þó erfiðari lifsbaráttu við að
stríða. Hagsmunasamtökin hefðu áreiðanlega gott af að skyggnast ein-
staka sinnum í barm annara, sem örðugt eiga, og bera kjör sin saman
við þeirra.
Símafélagið hefur riðið hér á vaðið með samtökum til styrktar
lömuðu fólki, og væntir þess fastlega að önnur félög opinberra starfs-
manna geri hið sama. Hér í blaðinu er hirt ávarp til þeirra frá stjórn F.I.S.
Starfsmenn símastöðvarinnar í Vík hafa nú gengið í F.I.S. og
mynda sjöundu deildina utan Reykjavíkur. Símablaðið bíður þá velkomna
í félagssamtökin.