Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1952, Side 7

Símablaðið - 01.01.1952, Side 7
Starfsmannaskipti við erlendar stöðvar Starfssemi Landssímans er þannig háttaö, að þar eru margir, sem starfa að fjar- skiþtaþjónustu við erlendar stöðvar. Ber hér m.a. að nefna þá er starfa að Gufunesi, símritara í Reykjavík, talsímaverði við út- lönd og radíóvirkja. Flestir þeirra, sem í þessum greinum starfa munu hafa hug á því, að skiþta um nokkurt skeið á störfum við erlenda starfsfélaga sina. Ég hef orðið þess var bæði í starfi að Gufunesi og í samtali við erlenda starfs- bræður mína, að hjá þeim rikir eindreginn áhugi um þetta mál. Við þurfum nú að kjósa úr hóþi okkar ábyrga menn, til þess að veita þessu máli okkar brautargengi. Ég hygg, að forráðamenn Landssímans muni gera það, sem í þeirra valdi stendur, til þess að stuðla að því, að slík skiþti kom- ist á, því að þeir sem hlut eiga að máli öðlast á þennan hátt haldgóða tungumála- kunnáttu, menntun og víðsýni. Þannig mun og skapast gagnkvæm kynning og skilning- ur milli stöðva og renna þar sterkar stoðir undir lifandi og ánægjulegt samstarf. Þessi skipti hugsa ég mér þannig, að þeir sem héðan færu utan, tækju þar við kaupi og skiptust á öðrum fríðindum, svo sem húsnæði, við þá er hingað kæmu. Hér er um að ræða velferðarmál allra þeirra, er hlut eiga að, og vona ég,' að þessar línur mínar verði til þess að skammt verði milli orða og athafna. Hn.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.