Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.01.1952, Qupperneq 8

Símablaðið - 01.01.1952, Qupperneq 8
8 5IMABLAÐIÐ 'Jrá auAtri til HeAtutA Símablaðið kemur seinna út að þessu sinni, en því er ætlað, og stafar það af því, að kosning í félagsráð hófst seinna en lög gera ráð fyrir. Það var spá margra að hið nýja fyrir- komulag á kosningu félagsstjórnar myndi verða þess valdandi, að félagsmenn misstu áhuga fyrir aðalfundi og hann yrði illa sóttur Þetta fór á annan veg og sýnir það, sem betur fer, að kosningar er ekki það eina sem menn sækja fundi fyrir. Síðari hluti aðalfundar var með allra fjölmennasta móti — og einnig er það athyglisvert að fleiri tóku nú þátt í kosn- ingu stjórnarinnar, en að jafnaði hefur verið mörg undanfarin ár. Sú ákvörðun að láta Simablaðið koma oftar út en verið hefur, og á vissum dög- um, hefur strax haft tilætluð áhrif. Fleiri en áður hafa sent þvi bréf-fyrirspurnir og greinar. Rúm í blaðinu er takmarkað, svo æskilegt væri, að þeir, sem senda greinar til birtingar, temji sér að vera stuttorðir, en gagnorðir. Margir hafa spurt um það, hvað valdi þeim drætti, sem er á því að byrjað sé á viðbótarbyggingunni við Símahúsið. Ekki veit Símablaðið sönnur á því, en heyrzt hefur, að þegar til hafi átt að taka, hafi teikningu af viðbótarbyggingunni vantað, og vanti enn. Ekki er því ennþá séð fyrir það, hve lengi hinir draugalegu grunn- múrar gamla hússins fá að glotta við skyni mánans, þar sem draugar dansa um nætur. Og hér eru skilaboð til þeirra, sem þar eiga hlut að máli: Hvers vegna var þeim góða sið hætt, að sótthreinsa að staðaldri símatólin á öll- um vinnustöðum í stofnuninni? B. Var ekki einu sinni búið að samþykkja að allar simastúlkur væri í vinnusloppum af sömu gerð og lit? — og jafnvel skrifstofu- fólk líka? Ég held því fram, að samræmi og smekkvísi í klæðnaði og húsgögnum á vinnustað auki vinnugleði. H. Þó að öll þægindi til mötunar og kaffi- drykkju virðist vera eitt stórt aukaatriði hjá símastjórninni, hafa sumir þó lifað í þeirri von, að einhverntíma hugkvæmdist henni það stórræði, án þess að benda þyrfti henni á það, að koma fyrir litlu út- varpstæki, þar sem fólk neyðist til að hýrast og matast í miðdagstímanum, og nú gef ég henni einkarétt á þeirri hugmynd. Lóa. Hefur stofnunin ráð á þvi að senda aldrei neina af starfsmönnum símans til útlanda til að kynnast vinnubrögðum og nýjungum í sinni starfsgrein? Gerir einangrun okkar ekki einmitt sérstakar kröfur til þess? Vill ekki stjórn F.Í.S. enn einu sinni vekja máls á þessu við símastjórnina? Hs. Stjórn F.Í.S. hefur einmitt nýlega rætt þetta mál við Póst- og símamálastjóra og mun vinna að því. En benda má á, að Menningar- og kynningarsjóður F.Í.S., sem fær árlegt framlag frá Landssímanum, mun er hann vex, telja styrkveitingu til utan- ferða eitt af sínum hlutverkum. Ritstj. Menningar- og kynningarsjóður hefur nú náð því marki, (50 þúsund kr.) að hann getur byrjað að sinna hlutverki sínu. Væri æskilegt, að símamenn og konur sendi Símablaðinu tillögur í stuttu máli um það, á hvern hátt þeir telja heppilegast að hann starfi í fyrstu, meðan hann er að vaxa og hefur fé af skornum skamti. Lengi hefur verið á döfinni að koma upp myndasafni innan F.Í.S., og hefur tals- verðu verið safnað af myndum af félags- mönnum. Stjórn fél. mælist nú til þess, að hver og einn félagsmaður sendi henni passamynd af sér og að deildarstjórnir sjái framvegis um, að slíkar myndir fylgi jafn- an inntökubeiðnum. PRENTAÐ í FÉLAGSPRENTSMIÐJUNNI H.F.

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.