Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1957, Page 6

Símablaðið - 01.01.1957, Page 6
4 SÍMAB LAÐIÐ HftaÍ et fraftuindaH ? Fyrir rúmum mánuði var skipað í stöðu póstafgreiðslumanns og simstöðvarstjóra í Vestmannaeyjum. Urðum við símvirkjar harla glaðir yfir þvi, að einn úr okkar hópi skyldi verða fyrir valinu. Grunaði okkur sízt, að hér lægi nokkuð á bakvið, en síðan hefur ýmislegt komið fram, er vakið hefur okkur til íhugunar um mál þetta. Magnús Magnússon, núverandi stöðvar- stjóri í Vestmannaeyjum, sótti á sínum tíma, um umdæmisstjórastöðuna á fsafirði. Hafði hann ýmsar ástæður til að sækja um það- embætti, bæði persónulegar og starfs- legar. Hafði hann t.d. skömmu áður gert tillögur um flutning og endurbætur á loft- skeytastöðinni á Isafirði og verið þar um tíma og séð um verkið af sérstakri alúð og dugnaði. Til þessa verks þurfti hann auð- vitað að kynna sér alla staðháttu og störf, þessu viðkomandi. Mátti segja, að þar var hann sérstaklega vel kunnur öllum stað og starfsháttum. En tekinn var fram yfir hann Emil Jónasson, varðstjóri á Seyðisfirði. Ég vil strax taka fram að á fsafirði er einnig þörf fyrir tæknilærðan mann, eins og í Vestmannaeyjum, því enginn slíkur er til á öllum Vestfjörðum, og samgöngur héðan enn erfiðari en við Vestmannaeyjar og mik- ið um notkun allskonar radío-tækja þar. En þegar kemur til að veita stöðuna í Vestmannaeyjum, snýst blaðið allt í einu við. Emil Jónasson kemur að vísu til greina, frá hendi Starfsmannaráðs, enda annað tæp- lega hægt, eftir það, sem á undan var geng- ið. En ekki fær hann samt stöðuna. Nú er það Magnús, sem ekki kom til greina við ísafjarðar-veitinguna — ekki einu sinni hjá Starfsmannaráði, — sem fær hana. Þó hafði Magnús verið hækkaður, mjög skyndilega, i 1. fl. fulltrúa á Radíóverkstæðinu, seinni- hluta síðasta árs. (Svo mikið lá við, að ekki var hægt að bíða til áramóta, þó aðeins 3 mánuðir væru eftir af árinu). Ég hefi, fyrir hönd meðstarfsmanna minna á Radíóverkstæðinu, nokkrum sinn- um innt yfirverkfræðing Radiódeildarinnar eftir því, hvenær auglýsa ætti stöðu þá er Magnús hafði á verkstæðinu. Hefur hann svarað því til — þangað til í gær, 5. des. — að það yrði sjálfsagt bráðlega, og aldrei talið neinn vafa á, að hún yrði auglýst, en i gær upplýsti hann, að staðan yrði lögð niður, fyrst um sinn, að minnsta kosti. Dæmið liggur þá svona fyrir, frá okkar sjónarmiði: Við Radíódeildina eru nýlega ráðnir 3 nýir verkfræðingar. Allir ágætis menn, af þeirri viðkynningu er ég hef af þeim, enda koma þeir persónulega ekki þessu máli við. Þar voru fyrir tveir 1. fl. fulltrúar, sem hafa skift með sér verkum við daglega stjórn verkstæðisins og framkvæmd ýmissa tækni- legra verkefna. Eðlilega finnst þessum full- trúum að þeir eigi að sjá um þau viðfangs- efni áfram, eða minnsta kosti eitthvað af þeim, sem þeir hafa dyggilega unnið að og í mörgum tilfellum byggt upp frá grunni. En nú vandast málið. Ekki er hægt í einni svip- an að fá ný verkefni handa þremur verk- fræðingum, ungum framtakssömum mönn- um. En lausnin er ekki langt undan, verk- fræðingarnir eru slungnir reikningsmenn. Losa sig við Magnús, og fá þar með hans verkefni, og setja svo hinn fulltrúann, sem eftir er, einan yfir allt verkstæðið, sem er meira en nóg starf fyrir einn mann, en losa

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.