Símablaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 11
SIMABLAÐIÐ
9
Hví hafa ekki
allar
talsímalifhur
sama rétt
Það er orðið langt síðan því var fyrst
hreyft á fundum stöðvarstjóra, að vinna
bæri að því að allar talsímakonur fengju
sömu laun og greidd væru á ritsíma-
stöðvunum og sömu réttindi að öðru
leyti, enda væru þær skoðaðar sem fast-
ir starfsmenn ríkisins og hefðu réttindi
og skyldur eins og þeir. Það virðist líka
í mesta máta óeðlilegt að flokka þenn-
an starfshóp eftir því hvar á land-
inu hann gegnir störfum, eða öðrum
reglum en þeim, sem samrýmast starfs-
kröfum stofnunarinnar, eða starfsaf-
köstum einstaklinganna. Enda þótt í
mörg ár sé búið að ræða þessi mál, er
þó niðurstaðan sú nú, að mikið misrétti
ríkir enn í þeim. Fullkomin réttindi til
jafns við ritsímastöðvarnar hafa að-
eins þrjár stöðvar fengið.
Árið 1949 var það ákvæði sett inn í
„reglugerð um launakjör á símstöðvum
og póstafgreiðslum", að umræddur
starfstúlknahópur fékk sömu réttindi og
skyldur og aðrir opinberir starfsmenn,
enda þótt laun þeirra byggðust samt á
lægri launastiga. Við næstu endurskoðun
sömu reglugerðar árið 1952 eru svo
þessi réttindi felld niður og aðeins sett
inn heimildarákvæði fyrir póst- og síma-
málastjóm, til þess, eins og það er
orðað, „að bæta forstöðumönnum á þess-
um stöðum, ef sérstök veikindi bera að
höndum“. öllum hlýtur að vera ljóst
hversu stórt skref þarna var stigið aftur
á bak og óviðunandi. Á síðastliðnu ári
fékkst sú launaleiðrétting, að allar tal-
símakonur komast nú í hæsta launa-
flokk, þó verður framangreindur starfs-
hópur að vinna til þess í sex ár, meðan
aðrir þurfa aðeins fjögur ár. Rökin
fyrir þessu misræmi, sem verður að
teljast fullkominn misréttur, hafa yfir-
leitt verið þau, að á smærri stöðvunum
sé jafnvel hægt að komast af með ung-
linga og ekki þurfi að gera eins miklar
kröfur til þeirra og á stærstu stöðvun-
um, hvað undirbúningsmenntun snertir.
Tel ég auðvelt að færa gagnrök fyrir
því að svo er ekki. Á ritsímastöðvunum
eru stúlkur yfirleitt þjálfaðar til eins
ákveðins starfs, langlínuafgreiðslu, eða
skeytaafgreiðslu, en á hinum þurfa þær
jafna æfingu í hvorutveggju, en auk
þess þurfa þær að æfast 1 innanbæjar-
afgreiðslu, sem sumstaðar er mikil,
miðað við stúlknafjölda og einnig dag-
legt uppgjör. Af þessu má sjá, hversu
fráleitt það er, að minni kröfur þurfi
að gera til þessara stúlkna, enda er það
reynsla mín, af alllöngum kynnum mín-
um af þessum störfum, að svo sé alls
ekki.
Þessi umræddi starfsstúlknahópur,
hefir enn staðið utan við félagsskap
símamanna og því verið dreifður og
máttlaus til átaka. Leitast hefir verið
við að sjá leiðir til þess að sameina
hann F.l.S. og eru nokkrar horfur á, að
það muni takast. Vænti ég, að F.l.S.
geri nú gangskör að því að félagsbinda
þessar samstarfssystur sínar, og vinni
síðan markvisst að því, að þær fái sín
eðlilegu og sjálfsögðu réttindi.
Karl Helgason.