Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 14

Símablaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 14
12 SÍMABLAÐIÐ Aðalfundur . 1957 °f ar Útdráttur úr fundargerð. Fyrri hluti aðalfundar var haldinn 3. jan. Fundarstjóri var kosinn Karl Vilhjálmsson. Skýrsla formanns var aðalfundarefni, og hefur hún verið send félagsmönnum. Gjald- keri las upp reikninga félagsins. Hafði tekju- afgangur orðið á annað hundrað þúsund krónur og vísast til reikninganna, sem eru birtir hér í blaðinu. Fyrirspurn barst viðvíkjandi tekjum af samúð. Upplýsti formaður, að 15% af tekj- um fyrir samúðarskeyti rynnu til F.I.S. Valdemar Einarsson þakkaði framkvæmda- stjórn mikið og óeigingjarnt starf. Eftirfar- andi tillögur bar framkvæmdastjórn fram, og fylgdi formaður þeim úr hlaði: A. Framkvæmdastjórn F.I.S. leggur til, að ársgjöldin 1957 verði þau sömu og áður. B. Framkvæmdastjórn F.l.S. leggur til, að kr. 25.000.00 af tekjum s.l. árs verði lagðar í styrktarsjóð F.l.S. C. Framkvæmdastjórn F.I.S. leggur til, að reksturshalli Símablaðsins (kr. 4579.99) verði greiddur úr Félagssjóði. Formaður skýrði nokkuð þriðju tillöguna. Kvað hann halla á rekstri Símablaðsins áður hafa verið greiddan úr Menningarsjóði, en nú væri Félagssjóður svo vel aflögufær, að ekki væri ástæða til annars, en að hann greiddi þennan kostnaðarlið, þar sem farið væri að veita styrki úr Menningar- og kynn- ingarsjóði. Þá var borin fram tillaga frá A. G. Þormar, Agnari Stefánssyni, Aðalsteini Norberg og Sæmundi Símonarsyni, þar sem lagt er til, að formanni F.I.S. séu greiddar kr. 5000 í laun árið 1956. Öllum tillögunum var vísað til framhalds- aðalfundar. Framhaldsaðalfundur var haldinn þriðju- daginn 26. marz. Fundarstjóri var kosinn Jón Tómasson. Ritari lýsti þeim kosningum, sem fram höf ðu farið, og fer sú skýrsla hér á eftir. Kosningar í Félagsráð höfðu farið þannig: A. Kosin af deildum utan Rvíkur og nágr.: Agnar Stefánsson með 113 atkv. Jón Tómasson með 106 atkv. Karl Helgason með 105 atkv. Guðrún Karlsdóttir með 90 atkv. Aðalsteinn Norberg með 88 atkv. B. Kosin af félagsdeildum í Rvík og nágr.: 1. deild (talsimakonur) Guðrún Ó. Þor- valdsdóttir 18 atkv. Rósa Gunnarsdóttir 15 atkv. 20 félagar kusu. 2. deild (loftskeytamenn): Árni Eigilsson 24 atkv. Sigurður Jónsson 15 atkv. 30 deildarfélagar kusu. 3. deild (skrifstofur): Jón Kárason 10 atkv. Brynjólfur Björnsson 6 atkv. 12 deildarfélagar kusu. 4. deild (símritarar): Sæmundur Símon- arson og Ólafur Eyjólfsson sjálf- kjömir. 5. deild (símvirkjar): Halldór Bjarnason og Ágúst Geirsson sjálfkjörnir. 6. deild (línumenn); Guðmundur Jóns- son 15 atkv. Gústaf Sigurbjarnarson 11 atkv. 23 félagar kusu. Þá skýrði ritari frá fyrsta fundi hins ný- kjörna Félagsráðs, er haldinn hafði verið mánudaginn 25/3, en þar hafði framkvæmda- stjórn verið kosin, og skipa hana nú: Jón Kárason form., Sæmundur Símonarson vara- form., Guðrún Karlsdóttir gjaldkeri og Agn- ar Stefánsson ritari. Fulltrúi F.l.S. í Starfsmannaráð Landssim-

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.