Símablaðið - 01.01.1971, Síða 14
MÞROTTAFELA G
PÚSTS OG SÍMA
Snemma árs 1970 komu saman nokkrir
símamenn, er áhuga höfðu á að senda lið
frá stofnuninni til keppni í firmakeppni
í handknattleik, sem þá stóð fyrir dyrum.
Á þennan fund var mættur Hákon Bjarna-
son úr framkvæmdastjórn F. í. S. Hann
lagði til, að stofnað eða réttara sagt endur-
reist yrði íþróttafélag meðal starfsmanna
stofnunarinnar, en fyrir nokkrum árum
starfaði félag, sem kallaðist íþróttafélag
símamanna.
Var ákveðið að kjósa 5 manna stjórn.
Erfiðlega gekk að fá fundargesti til að
gefa kost á sér í hinar lausu stöður, og þá
sérstaklega í formannsembættið. Þetta
tókst þó að lokum, og í þessari nýju stjórn
eru nú eftirtaldir menn: Formaður Erling-
ur Kristjánsson, varaformaður Gylfi Jóns-
son, gjaldkeri Sigurður Jónsson, ritari Ol-
afur Adolphsson og áhaldavörður Hörður
Halldórsson. Ákveðið var að kalla félagið
íþróttafélag Pósts og síma, og var póst-
mönnum boðin þátttaka í væntanlegum
æfingum. Ekki tókst að útvega húsnæði
fyrir inniæfingar fyrst í stað, og varð því
að senda lið frá félaginu að mestu óæft
til keppni í firmakeppni í handknattleik.
Árangur liðsins var mjög góður, komst
íþróttaæfing.
í úrslitakeppnina og tapaði aðeins einum
leik, en það var leikur við starfsmenn
ÍSALs, sem sigraði í þessari keppni. Leik-
urinn tapaðist með 2ja marka mun.
Næst var að útvega knattspyrnuvöll.
Gekk erfiðlega að fá fasta æfingatíma, en
Háskólavöllurinn fékkst þó yfirleitt einu
sinni í viku. Félagið tók þátt í firma-
keppni K. S. í. og gekk vel. í riðli með
Pósti og síma voru eftirtalin lið: Slátur-
félag Suðurlands, ÍSAL, Prentsmiðjan
Edda, Landsbanki íslands, Slökkvilið Rvík-
ur og Kristján Ó. Skagfjörð. Allir leik-
irnir unnust nema við S. S. og ísal, sem
urðu jafntefli. S. S. vann þennan riðil og
keppti til úrslita við Vífilfell (Coca Cola).
Vífilfell vann svo úrslitaleikinn og þar með
keppnina. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli
unnu sér rétt til að keppa í 1. deild í næstu
firmakeppni, meðal þeirra var lið frá
Pósti og síma. í vetur tókst að fá æfinga-
tíma í nýja K. R. húsinu við Kaplaskjóls-
veg. Æfingar þessar hafa verið mjög vel
sóttar, um 60 starfsmenn hafa komið á
eina eða fleiri æfingar. Æfingum þessum
stjórnuðu aðallega þrír menn, þeir Gústav
Arnar, Sigurður Jónsson og Þorsteinn
Friðþjófsson (tollpóststofunni). Æfingar
þessar eru fyrir ALLA, en ekki aðeins fyrir
keppnisliðin.
Eitt hraðkeppnimót í innanhússknatt-
spyrnu milli deilda og vinnustaða var
haldið, með þátttöku 7 liða (6 frá síma og
1 frá pósti). Þetta mót vann lið, sem
keppti fyrir sjálfvirku stöðina í Reykjavík.
Félagið sendi lið í firmakeppnina í
handknattleik 1971, sem stendur núna yfir.
Ekki gekk eins vel núna og í fyrra, liðið
varð númer 2 í sínum riðli og komst ekki
í úrslitakeppnina.
Að síðustu þökkum við formanni F. I. S.
og stjórn Menningar- og kynningarsjóðs
fyrir veittan stuðning við starfsemi okkar.
G. J.
12
SÍMABLAÐIÐ