Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1973, Blaðsíða 10

Símablaðið - 01.01.1973, Blaðsíða 10
BJARNl FORBERG bæjarsímastjóri: Sjálfvirka stöðin 40 ára 1. desember /932 - '72 — Seinni hluti — Hér birtist lokaþáttur greinar Bjama Forberg, bæjarsímastjóra, um þróun Bæjar- símans í 40 ár. Eins og kunnugt er birtist fyrri hluti greinarinnar í jólahefti Síma- blaðsins 1972. Ritstjórn Símablaðsins kann Bjarna Forberg þakkir fyrir þetta greinar- góða yfirlit yfir merkan þátt í sögu íslenzkra símamála og íslenzkrar tæknisögu. Tafla IV sýnir hina vaxandi og eðli- legu númeranotkun ár hvert auk 5% aukanúmera, vegna símaskrárinnar, flutn- inga milli svæða og lausra númera, nefnd pöntunarkúrfa Bæjarsímans, áætl- uð til ársins 2000. (D-kúrfan í mynd 1). Tölur og kúrfur ber að lesa sem hlaup- andi meðaltalstölur. Þriðja eða fimmta hvert áætlunartímabil má svo endur- skoða tölur og sjá hvert stefnir á hverjum tíma. Þess skal getið, að í nefndum tölum eru ekki meðtalin hin 2000 númer, sem um getur á síðu 35, í fyrri grein minni. Er litið á þau sem afskrifuð númer í elztu stöðvum Bæjarsímans (R1 og R2) og til þess að létta á afgreiðslu- dreifingu þeirra stöðva og deilda (með flutningi til R3). Einnig skal bent á, að Bæjarsíminn þarf alltaf að vera 16-20 mán- uði á undan eftirspurn á nýjum símum á nýjum símum með sínar pantanir og stækkanir. Vonandi að svo takist eftirleið- is,. þó að reynslan hingað til hafi sýnt allt annað, að undanteknum fáeinum tímabil- um í 40 ár, eins og greinilega kemur íram í línuritinu á mynd 1 með margra ára bið- tíma. Þá skal því hnýtt hér við, að hin nýja sjálfvirka simstöð í Breiðholti tók til starfa 8 laugardaginn 17. marz 1973, með 1000 númerum, og nú í lok þessa mánaðar, maí- mánaðar, bætast aftur við í Breiðholti 1000 númer. Símanúmerafjöldinn verður þá alls kominn upp í 41100 númer, úr 39100 í árslok 1972. í tölum þessum eru meðtalin hin 2000 númer (R1 og R2). sem eiga að afskrifast eins og fyrr getur með pöntun 2000 nr. (R3), sem væntanlega verða tekin í notkun fyrri hluta ársins 1974. Auk þess er þegar búið að panta, eins og fyrr segir, 4000 númer, sem vonazt er til að komist í samband seinni hluta ársins 1974. Símanúmerafjöldinn verður þá alls 45100 og vantar þá aðeins 300 núm- er til þess að ná áætlaðri tölu, 45400 1.1. 1975, í töflu IV, eða mynd 1 og í línurits- kúrfu mynd 1. Hin 2000 númer, sem eiga að afskrifast, eru ekki meðtalin í tölunni 45400 og fram til ársins 2000. Ársprósentu útreikningar fram til ársins 2000. Tafla IV sýnir ekki ársaukningu númera- fjölda í % af heildar númerafjöldanum, sem fer lækkandi með hverju ári fram til ársins 2000, eins og tafla III gerir, sem birt er í fyrri grein minni. Þegar talað er SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.