Símablaðið - 01.01.1973, Blaðsíða 15
— Er þetta ekki talsvert mikil breyting
að hverfa frá blaðamennsko yfir í betta
'iýja starf, Heígi?
— Nei, ekki svo ýkja mikil, held ég.
Persónulega hef ég alltaf haft mikinn
áhuga á félagsmálum. Ég geri ráð fyrir,
að sá áhugi minn hafi ráðið mestu um, að
ég fór út í blaðamennskuna. Hið sama
knýr mig nú til að leita verkefna á öðrum
vettvangi.
— Hefur einhver þáttur í bví starfi, sem
<)ú heíur nú tekið við, gripið hug þinn
öðrum fremur?
— Stóra verkefnið framundan er að
sjálfsögðu undirbúningur nýrra kjarasamn-
inga.
Vafalaust eru á næsta leyti tímamót í
starfi einstakra félaga opinberra starfs-
rnanna. Þó að opinberum starfsmönnum
hafi enn ekki verið tryggður sá sjálfsagði
og lýðræðislegi réttur, að félög þeirra sjálf
fari með fullan samningsrétt um laun og
kjör félagsmannanna, hJýtur breyting í
þessu efni að vera í nánd.
Með nýjum lögum um kjarasamninga
opinberra starfsmanna, sem afgreidd voru
frá Alþingi á dögunum, fær F.f.S. alia
vega aukna hlutdeild í þeim kjarasamn-
ingum, sem taka eiga gildi frá 1. jan. n.k.
Ég hlakka öðrum þræði til að glíma við
þau verkefni, sem fylgja í kjölfar þessa.
Hins vegar geri ég ráð fyrir, að mörg ljón
eigi eftir að verða á veginum, áður en við-
unandi samningar takast.
Enn veit enginn, hvernig framkvæmd
samninga tekst með þeirri skiptingu sarnn-
mgsréttarins, sem nýju lögin gera ráð fyr-
m. Nú, einnig má vera, að Félag íslenzkra
símamanna þurfi ekki að lúta því, að fé-
lagið fari aðeins með hluta samningsréttar-
ins, en kjósi fremur að freista þess að
hljóta viðurkenningu fjármálaráðherra
sem heildarsamtök og fara með samnings-
réttinn óskiptan.
— Er ekki ýmislegt í þínum nýja verka-
hring, sem er þér alveg nýtt og jafnvel
framandi?
— Jú, að sjálfsögðu kem ég eins og af
fjöllum í sumum málum, svona fyrst í
stað, og ég kem til með að sinna ýmsum
málum, sem ég hef ekki kynnzt áður af
eigin raun.
— Hefur eitthvað komið þér á óvart,
síðan þú byrjaðir að starfa á skrifstofu
F.Í.S.?
— Kannski ekki beinlínis á óvart, en
ég vissi ekki, áður en ég réðst til féJags-
ins, að hér væri um að ræða félag, sem
heíði að baki hér um bil sextíu ára sögu,
og hefði gegnt merkilegu forystuhlutverki
sem stéttarfélag.
— Við hvað áttu?
— Þessu verður sjálfsagt bezt svarað
með dæmum. Arið 1935 voru samdar
starfsmannareglur fyrir Landssímann fyr-
ir forgöngu Félags íslenzkra símamanna.
Þessar starfsmannareglur urðu síðan að
meginefni fyrirmynd að þeirri löggjöf, sem
síðar kom um réttindi og skyldur opin-
berra starfsmanna.
Fyrir allmörgum árum var stofnað
Starfsmannaráð Landssímans fvrir tilstilJi
Félags íslenzkra símamanna, og hefur fé-
lagið átt fulltrúa í ráðinu frá upphafi.
Þannig gerði félagið hugmyndina um lýð-
ræði í atvinnulífinu að veruleika fyrir fé-
lagsmenn sína, löngu áður en bað mál
komst alvarlega á dagskrá hjá öðrum stétt-
arfélögum og heildarsamtökum þeirra hér
á landi.
— Hvað viltu síðan segja að lokum,
Helgi?
— Ég er staðráðinn í að leggja mig all-
an fram um. að leysa sem bezt af hendi
þau verkefni, sem þetta nýja starf færir
mér á herðar. En mér er ljóst, að góður
árangur byggist fyrst og fremst á bví, að
trúnaður cg gott samstarf ríki milli mín
annars vegar og stjórnar félagsins cg svo
allra félagsmanna hins vegar. Ég hef ekki
trú. á öðru en ég megi vera bjartsýnn um,
að vel takist í þessu efni. Auk þess vænti
ég góðs samstarfs við forstöðumenn stofn-
unarinnar, er ég þarf að reka við þá erindi
félagsins.
Símablaðið þakkar Helga viðtalið og ósk-
ar honum góðs gengis í hinu nýja starfi
hans í þágu Félags íslenzkra símamanna.
V. B. V.
S I MAB LAÐIÐ
13