Símablaðið - 01.01.1973, Blaðsíða 14
á ári, fari lækkandi í framtíðinni og brott-
flutningur fólks úr landi verði sá sami og
á árunum 1961-1970. Samkvæmt þeim for-
sendum yrði fjöldi landsmanna 273 þúsund
í árslok 2001.
I annarri áætluninni er gengið út frá
þeim forsendum, að fæðingatíðnin verði
sú sama og árið 1970 og brottflutningur
fólks úr landi eins og á árunum 1961-1970.
Samkvæmt þessu yrðu landsmenn alls
299 þúsund í árslok 2001.
Þriðja spáin miðast við, að fæðingatíðn-
in verði sú sama og 1970, en brottflutn-
ingur og aðflutningur fólks vegi hvor ann-
an upp. Samkvæmt því yrði fjöldi lands-
manna 319 þúsund í árslok 2001.
Þá skal hér ennfremur bent á grein í
tímaritinu Sveitastjórnarmál, 1.-2. tbl.
1958, en þar er komizt að þeirri niður-
stöðu, að áætlaður mannfjöldi á íslandi
verði 374 þúsund árið 2000.
Eins og sést á þessu ber nokkuð á milli
hinna tveggja aðila og fyrri hluta greinar
minnar i Símablaðinu, jól 1972, um mann-
íjölda hér á landi um næstu. aldamót:
• Framkvæmdastofnun ríkisins (sbr. dag-
bl. Tíminn); 273, 299 eða 319 þúsund i
árslok 2001 (prentvilla?). Meðaltal 297
þúsund.
© Sveitastjórnarmál, 1.-2. tbl. 1958: 374
þúsund árið 2000.
® Fyrri hluti þessarar greinar í Símablað-
inu, jól, 1972: 330 þúsund 1.1. árið 2000.
Áætlun gerð vorið 1972.
STARFSMAÐUR RAÐINN A
SKRIFSTOFU F.Í.S.
VIÐTAL VIÐ HELGA E. HELGASON
Eins og kunnugt er hefur F.f.S. nú ráð-
ið til sín starfsmann á skrifstofu félags-
ins.
Hinn nýráðni starfsmaður heitir Helgi
E. Helgason. Hann er fæddur í Reykjavik
31. maí 1944, sonur hjónanna Valnýjar
Bárðardóttur og Helga Sæmundssonar, rit-
stjóra.
Helgi tók stúdentspróf frá máladeild
Menntaskólans í Reykjavík vorið 1966.
Síðan stundaði hann nám um skeið í Há-
skóla fslands, aðallega í íslenzku og sagn-
fræði. Jafnframt námi í H.í. var Helgi
fyrst við kennslustörf og síðan blaða-
mennsku. Hann var blaðamaður við Al-
þýðublaðið í Reykjavík í tæp sex ár og
vann mest innlendar fréttir, skrifaði m. a.
um verkalýðs- og kjaramál.
Helgi er kvæntur Ásdísi Ásmundsdóttur,
kennara, og eiga þau einn son.
Símablaðið hitti Helga að máli fyrir
nokkrum dögum og lagði fyrir hann nokkr-
ar spurningar.
S I MAB LAÐIÐ