Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2006, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2006, Blaðsíða 18
-f Jt 18 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2006 Neytendur DV Sjómanna Fasteignakaup eru yfirleltt ein stærsta fjárfesting sem einstaklingur eða fjölskylda leggst í um ævina. Það er því þess virðl að líta yfir markaðinn og athuga hverjir bjóða best, bankamir, íbúðalánasjóður eða jafnvel lífeyrissjóðirnir. Vteílr Ifciiíiíáii fejij1 iíi Horft til framtíðar Þar sem fasteignakaup eru meðal stærstu fjárfestinga sem almenn- ingur leggur í ætti gaumgæfileg rannsókn að fara fram á hvar bestu vext- ina og kjörin só að finna í frumskógi bankanna. Það segir sig sjálft að með skemmri lánstíma eru greiddar lægri upphæðir í vexti, en að sama skapi er greiðslubyrðin hærri. Fjölmargir þjónustufulltrúar bankanna segja marga einblína á greiðslubyrði lánanna og velja því það sem lægst gerist á þeim tfma- punkti. Það getur þó aldrei reiknast til hagsbóta fyrir lántakann nema til skamms tíma litið. Að lækka kostnaðinn Möguleikar á að lækka greiðslubyrði eru tii dæmis að afþakka prent- aða greiðsluseðla, eins og sumir baríkar bjóða upp á. Það munar þó ekki miklu, en safnast þegar saman kemur. Að nýta sér greiðsluþjónustur bankanna getur líka verið leið til að lækka heildarkostnaðinn. Margir bankar leggja svokallað uppgreiðslugjald á ef höfuðstóllinn er greiddur áður en lánstími rennur út. Það nemur 2% af höfuðstól lánsins hjá flestum. Þar sem ekkert gjald er tekið fyrir innborgun á höfuðstól um- fram áætíun lætur nærri að höfuðstóllinn getur verið mjög lágur þegar lánið er greitt upp að fullu. Það eru því hæpin röksemdafærsla að setja þetta uppgreiðslugjald fyrir sig þegar val á lánastofnunum fer fram, því á endanum skipta vextimir og lánstímabilið alltaf mestu máli. , Ibúðalánasjóður jjj-f ■■ ' Eftir að íbúðalán vom gefin fijáls fyrir réttum tveimur árum síðan hafa umsvif fbúðalánasjóðs farið minnkandi. Vextir þax eru 4,45% Cmeð sérstakri uppgreiðsluþóknun) og 4,70% án þóknunar sem nem- ur 2% af höfuðstól hjá flestum bönkum. „Hlutverk íbúðalánasjóðs var að tryggja öllum jafnan rétt til aðgengi til láns óháð hvar þeir búa,“ segir Guðmundur Bjamason, framkvæmdastjóri íbúðalánasjóðs. Hann telur bankana ekki hafa sýnt það og sannað að þeir hafi sama hlutverk, enda takmarka margir bankar íbúðalán við það landssvæði sem þeir starfi á. Þótt sjóðurinn bjóði upp á ívið hærri vexti en sumirbankanna bjóða segir Guðmund- tu það vera eðlilegt - viðskiptavinir leiti þess sem hagstæðast gerist hverju sinni. Guðmtmdur telur að verklag sjóðsins um greiðsluerfiðleika og möguleika á lausnum innan sjóðsins þar að lútandi sé ótví- ræður kostur og gefi sjóðnum forskot á samkeppnisaðiiana. „Eftir að bankamir fóm inn á fasteignamarkað tóku útíán íbúðalánasjóðs dýfú - allt niður fyrir 30% hlutdeiid nýrra lána,‘‘ segir Guðmundur. „Gróft reiknað lætur nærri að sjóðurinn sé nú með um 60 til 70% markaðshlutdeild, svo einhverjir viðskíptavinir hafa séð hag sinn í að versla við okkur.“ Munurinn á jafngreiðsluláni og láni með jöfnum afborg- unurn Greiðslubyrði jalhgreiðsluláns er jöfn allan lánstímann, þ.e. vaxtahlutfall er hærra til að byrja með og hlutfall afborgunar er lægra. Þetta snýst síðan við þegar líða tekur á lánstímann. Þetta lán er því hagstæðara í byrjun fyrir þá, sem eiga f greiðsluerfiðleik- um. Lán með jöfnum afborgun- um er með jafn háar afborganir allan tímann og vextir reiknast af eftirstöðvum hverju sinni. Þar sem afborgun er hærri í byrjun heldur en á jafngreiðsluláni, lækkar höfuðstóllinn hraðar, þannig að vaxtagreiðslur lækka, eftir því sem líður á lánstímann. Athugið, að verðbólgan hækkar þessar greiðslur, ef um verðtryggt lán er að ræða. Fengið frá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, fjolskylda.is/fjarmal KB banki ■ Bankinn býður 100% lán með hámarli upp SpF á 25 milljónir króna. Vextir lána bankans eru 4,15% sem er það lægsta sem gerist á markaðn- um eins og hann h'tur út í dag. Viðsldptavinir sem ekki eru með önnur viðskipti hjá bankanum fá 4,90% vexti á sín lán. Engin hámarksupphæð er á fasteignalánum bankans ef veðsetning fer ekki yfir 80% af markaðsvirði. Friðrik Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskipta- bankasviðs, hjá KB Banka segir að eftirspumin eftir lánum með jöfhum af- borgunum hafi engin verið hjá viðskiptavinum bankans. Því hafi sú þjón- usta gengið frá sér sjálf. „Það þýðir ekkert að hafa vöru í hillu sem enginn vill kaupa," segir Friðrik. Landsbankinn J Hjá Landsbankanum [Lf] eru vextir mis- y jafiiir eftir því hvort lántaki sé í öðrum við- skiptum hjá bankanum. Vextir eru 4,45% á fast- eignalánum hjá LÍ fýrir þá sem hafa launaxeikning sinn hjá bankanum, eru með tryggingu sem kallast Launavemd og/eða félagar í Vörðu, íjármála- þjónustu bankans. Tvær leiðir í boði, annars vegar að vextimir séu óbreytt- ir út lánstímabilið og hins vegar að þeir séu endurskoðaðir á fimm ára fresti. Það varð töluvert fréttaefrú þegar LÍ lækkaði hámarksveðhlutfall fast- eignalána úr 90% f 80% af markaðsverði fýrir nokkrum mánuðum, en þrátt fýrir það er hvert tilfelli skoðað sérstaklega og viðbótarlán brúuð með öðr- um hætti ef svo ber undir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.