Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2006, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2006, Page 25
Menning DV MIÐVIKUDAGUR 18.JANÚAR2006 25 KB banki styrkir Carmen KB banki hefur gengið til sam- starfs við Borgarleikhúsið um upp- setningu á söngleiknum Carmen og var samstarfssamningur undirrit- aður á Stóra sviði leikhússins þriðjudaginn 10. janúar síðastliðinn að viðstöddum listamönnum sýn- ingarinnar. Guðjón Pedersen, leik- hússtjóri og leikstjóri Carmen, segir samninginn mjög mikilvægan og gera leikhúsinu kleift að gera sýn- inguna glæsilegri en ella. Söngleik- urinn var frumsýndur fyrir fullu húsi laugardaginn 14. janúar. „Samstarfið við Leikfélag Reykjavíkur hefur alltaf verið ánægjulegt og sérstaklega eins og í þessu tilviki þegar farið er með skemmtilega óperu í spennandi samstarfi óperusöngvara, leikara og listdansara. Ég er viss um að þessi sýning á eftir að eiga miklum vin- sældum að fagna,“ segir Ingólfur Helgason forstjóri KB banka. Þetta er annað árið í röð sem KB banki gengur til samstarfs við Borg- arleikhúsið, en árið 2005 var það í tengslum við uppsetningu leikrits- ins Híbýli vindanna eftir Böðvar Guðmundsson. Ingólfur Helgason, for- I stjóri KB banka Skrifaði I undir samkomulagið I ásamt Guðjóni Pedersen I leikhússtjóra. Þegar leikur stóð hæst hættu tveir vinsælir skemmtikraftar að tala saman og hitt- ust ekki í tvo áratugi. Endurminningar Jerry Lewis um árin með Dean Martin eru komnar út. Jerry Lewis talar út um Dean Martin jr Jerry Lewis Gagnrýnend- ur segja hann ekki geta dregið dul á i lýsingum sín- um hversu kaidrifaður Dean Martin hafi verið. J DEXr'í& , ( Sh.ryi RRY L E W1 S „nJ J l 1 ÉÍÉEWr Vestur í Ameríku er komin út bók eftir Jerry Lewis, gamanleikarann góðkunna, sem lýsir árum hans með i\ söngvaranum Dean Martin: Jerry & Dean - A love story. Lýsing Lewis á tíu ára sam- starfi þeirra hefur vakið nokkra athygli beggja vegna Atlandshafsins, ekki , síst sökum þess að því lauk með sögu- legum hætti eftir i gríðarlegar vin- i sældir, uppákom- > ur, sjónvarpsþætti og kvikmyndir. Þeir voru á tíma- bili stærri en Elvis varð og Bítlamir, f., þar til þeir gáfust upp á hvomm öðmm: 24. júlí ^ 1956 á þriðju- dagskvöldi á Copacabana- klúbbnum á Manhattan. Þar tróðu þeir upp þrisvar sinnum um kvöldið, hurfu síðan til búningsher- bergja sinna og töluðust ekki við meir - ekki í áratugi. Martin og Lewis lentu saman sem skemmtikraftar strax eftir stríð- ið: Jerry var rétt tvítugur gyðinga- strákur frá New Jersey sem mímaði söng þekktra söngvara og klæddi sig upp í kvenmannsföt, rétt eins og Björgvin Frans gerði með eftir- minnilegum hætti í Áramótaskaupi Group. Dean var þá þegar þekktur sem klúbbsöngvari og að öllu óbreyttu hefði hann haldið þeim ferli áfram og horfið inn í mannhaf- ið. Hann var af ítölskum ættum og var að þreifa fyrir sér á New York- senunni. Atriði þeirra byggðist á gamal- kunnugri formúli: heimsmaður og kjáni, fullorðinn og unglingur. Og inn í þessa tvennu var spilað gamalli fordómaklisju: ítalinn og júðinn. Sinatra kallaði Lewis aldrei ann- að en Jew, sem Lewis segist raunar ekki hafa haft neitt á móti. Martin kallaði hann strákinn. í því karla- gengi skemmtikrafta þar sem Martin var sá sterkari í sambandi þeirra Sinatra var alla tíð grunnt á rasískum athugasemdum eins og ágerðist síðar í Rat Pack-hópnum sem þeir Martin og Sinatra tilheyrðu síðar. Lýsing Lewis er í bókinni varnar- ræða fyrir Martin sem endaði líf sitt sem fordrukkinn einstæðingur. Hann heldur því fram að Martin hafi haft einstaka hæfileika sem kómi- ker, búið yfir næmri tilfinningu fyrir andsvari, línunni sem sprengdi sal- Stríðsgossi skiíað Á síðasta ári var greint frá mála- ferlum bandarískrar konu gegn austurríska ríkinu, en hún vildi end- urheimta fimm málverk eftir hinn þekkta mála Gustav Klimt sem lentu í höndum austurríska ríkisins snemma á stríðsárunum. í gær var dómur kveðinn upp í málinu. Aust- urísku ríkisstjórninni var uppálagt að afhenda verkin málsækjanda. Deilan um málverkin hefur staðið í átján ár. Frú Altman, nýr eigandi verkanna býr í Kalifomíu og er níræð að aldri. Meðal verkanna er frægt portrett af Adele Bloch-Bauer en Altmann er systurdóttir hinnar frægu konu sem studdi Klimt á sínum tíma. Skilin byggja á lögum frá 1998 sem skylduðu ríkið að skila góssi sem tekið var af fjölskyldum gyðinga frá þeim tíma að Austurríki var innlimað í Þýskaland skömmu fyrir stríðið við mikinn fögnuð Aust- urrfldsmanna. inn. Hann rekur feril þeirra og sam- skipti frá fyrsta fundi þeirra á horni Broadway og 54. stræti til síðasta fundar þeirra 1990 þegar Lewis- hjónin rákust á hrak á götuhorni í Hollywood. Ferill þeirra hafði þá reynst ólík- ur þó að báðir nytu frægðar: Lewis varð stjama fyrir Paramount í íjölda kvikmynda á sjöunda áratugnum. Var hossað sem snillingi af Frökkum sem lúctu honum við Keaton og Chaplin. Martin varð partur af Rat- pakkinu og upp á eigin spýtur gríð- arlega vinsæll söngvari og leikari. Báðir féUu síðan í vinsældum. Um tíma á síðasta áratug aldar- innar sem leið sat Lewis í sölubás á sjónvarpsmessunni í Cannes og seldi gamalt efiti með sjálfum sér sem hann hafði komist yfir. Hann talaði við kúnnana sjálfur. Fyrirferð- arlítiU maður og kurteis, laus við aUt yfirlæti og horfði í augu við hvern mann upplitsdjarfur, þótt frægðin loddi enn við hann. Það var yfir hon- um einhver reisn þess sem hefur kynnst hyUinni og misst hana og lætur það ekki bíta á sig. Á sama tíma var hann þegar orðinn einn dugmesti safnari fyrir góðgerðar- málefni í Amerflcu. Hann gekk á miUi stórfyrirtækja og safhaði pen- ingum í ólflcustu málefni. mm W: . wf \ e. ‘3 '« ' >r . ” ■ -. .■.%:$ »s Málverkaf Adele Bloch- Bauer eftirGustav Klimt Ein hinna umdeildu mynda sem nú skal skilað til erfmgja eigendanna sem fórustfinn- limun Austurríkis. Bowie heiðraður Tikynnt var í gær að breski lagahöfundurinn, leikarinn og söngvarinn David Bowie tæki þann 7. febrúar á móti heið- ursverðlaunum fyrir frama sinn á Grammy-verðlaunahátíðinni sem haldinn verður í Los Ang- eles. Þau eru árlega veitt hveijum þeim listamanni sem hefúr lagt sitt fram tfl tónlistar- innar á ævilöngum ferh. Bowie er nú fimmtíu og átta ára og hefur marga fjöruna sopið. Á langri leið frá upphafs- árum sínum á sjötta áratugn- um hefur hann margsinnis skipt um ham og fundið upp á nýjum tónum í hlljómaslag dægurtónlistar heimsins. Þótt David eigi fjörutíu ára feril að baki er þetta í annað sinn sem hann fær Grammy. Það var síðast 1984 sem hann fékk verðlaun fyrir besta mynd- bandið. Þeir félagar Jack Bruce, Ginger Baker og Eric Clapton verða lflca heiðraðir. Verðlauna- hátíðin er haldin í Staple Center í Los Angel-1 es þann 7. febrúar. I I David Bowie f ei af sínum gervum Ljóðstafur veittur Á laugardag verður greint frá niðurstöðum árlegrar ljóðasam- keppni á vegum Lista-og menn- ingarráðs Kópavogs. Verðlauna- afhendingin fer fram í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs kl. 16. Árið 2005 var það ljóðskáldið Linda Vilhjálmsdóttir sem hreppti hnossið og hlaut þá bæði 1. og 2. verðlaun. I nóvember síðastliðnum var auglýst eftir Ijóðum í ljóðasam- keppnina „Ljóðstafur Jóns úr Vör" og er það í fimmta sinn sem Lista- og menningarráð Kópa- vogs stendur fyrir slflcri sam- keppni, en hugmyndin er komin frá félögum úr Ritlistarhópi Kópavogs. Þátttakendum er gert að skila inn verkum sínum undir dulneftii og fær sigurvegarinn vegleg peningaverðlaun og verð- launagripinn Ljóðstaf Jóns úr Vör áletraðan með nafni sínu til varð- veislu í eitt ár. Alls bárust nú rúmlega þrjú hundruð ljóð í keppnina frá skáldum af öllu landinu. Dóm- nefhd hefur lokið störfum og fer af- hending verðlauna fram eins og áður segir í Salnum á af- mælisdegi Jóns úr Vör, laugardaginn 21. janúarkl. 16. ídóm- nefhd eiga sæti þau Hjörtur Pálsson, ljóðskáld og þýðandi, Sofffa Auður Birgisdótt- ir, bókmenntafræðingur, og Sig- uijón B. Sigurðsson (Sjón), rithöf- undur, sem jafnframt er formað- ur nefndarinnar. Á dagskrá er ljóðalestur og tónlistarflutningur, og formaður dómnefiidar gerir síðan grein fyrir niðurstöðum nefndarinnar. Dagskránni lýkur með veitingum í boði Lista- og menningarráðs Kópavogs í for- rými Salarins. Jón úr Vör Ljóð- stafurinn erkenndur við hann en Jón bjó lengi í Kópavogi og starfaði þar. L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.