Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2006, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006
Fréttir DV
Hasspar
Um hálfáttaleytið í
fyrrakvöld höfðu lögreglu-
menn afskipti af ungu pari
á bifreið á Reykjanesbraut
þar sem það var að koma
úr höfuðborginni en parið
er grunað um að hafa verið
að kaupa fíkniefni þar. Við
leit á öðrum aðilanum
fundust íjögur grömm af
hassi. Parið var handtekið
og fært til lögreglustöðvar.
Leit var framkvæmd í bif-
reiðinni og á heimili þeirra
en ekkert saknæmt fannst
við þá leit. Eftir yfirheyrslu
var parið látið laust.
Pé.
Allttómt
Átak DV gegn þeim sem
leggja ólöglega í bflastæði
fatlaðra virðist skila sér.
Könnun DV í dag á bfla-
stæðum við stærri verslun-
arkjarna á höf-
uðborgarsvæð-
inu skilaði eng-
um ljósmynd-
um af bflum
sem hafði verið
lagt ólöglega í stæði
fatlaðra og má því ætla
að íbúar séu orðnir
meðvitaðir um notk-
un stæðanna.
Næstu daga mun
DV taka stöðuna á
helstu bflastæð-
um borgarinnar
og kanna hvort
einhverjir misnoti þessi
stæði.
þátt I Eurovision.„Ég sit hérna i
rólegheitunum á kaffíhúsi og
nýtþess aö vera búinn meö
vinnutörnina sem ég hefveriö
í undanfarna daga."
hjartaáfalli.
Hjálmar Árnason alþingismaður var hætt kominn þegar hann
hné niður í hjartastoppi í fyrrakvöld. Hafði Hjálmar þá verið
á stjórnmálafundi á Flúðum og kenndi sér meins fyrir brjósti
þegar hann loks kom heim til Keflavíkur seint og um síðir.
„Eftir fundinn fékk Hjálmar
farmeð Guðna landbúnað-
arráðherra í bæinn aftur og
skiídu leiðir þeirra við Rauða
vatn þarsem Hjálmar
hafði lagt bíl
sínum. Ók
Hjálmar
þaðan til
Kefla-
víkur."
við með
raflosti
Hjálmar Árnason, formaður
þingflokks Framsóknarflokksins,
fékk hjartaáfall í fyrrinótt og var lífg-
aður við með raflosti af læknum í
Reykjanesbæ. Líðan hans nú mun
vera stöðug og eftir aðstæðum.
„Hjálmar var með okkur á al-
mennum stjórnmálafundi á Flúðum
á miðvikudagskvöldið," segir ísólfur
Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í
Hrunamannahreppi og varaþing-
maður Hjálmars á Alþingi. „Eftir
fundinn fékk Hjálmar far með
Guðna landbúnaðarráðherra í bæ-
inn aftur og skildu leiðir þeirra við
Rauðavatn þar sem Hjálmar hafði
lagt bfl súium. Ók Hjálmar þaðan til
Keflavíkur," segir ísólfur Gylfi þegar
hann er inntur eftir atburðum
kvöldsins.
Fékk sting fyrir brjóst
Hjálmar Árnason náði til síns
heima í Reykjanesbæ en var ekki fyrr
kominn þangað en hann fékk sting
fyrir brjóstið. Leist honum og eigin-
konu hans ekki meira en svo á
ástandið að þau fóru sem leið lá á
sjúkrahúsið í Reykjanesbæ:
„Þar gerist það svo að Hjálmar
hnígur niður i hjartastoppi og þurftu
læknar að gefa honum raf-
magnsstuð til að lífga við. Eftir
það var Hjálmar fluttur til Reykja-
víkur þar sem hann gekkst undir
aðgerð og hjartaþræðingu," seg-
ir ísólfur Gylfi Pálmason sem
þegar í gærmorgun tók sæti fé-
laga síns á Alþingi.
Býst ísólfur Gylfi við að sitja
þar um hríð því ljóst er að
Hjálmar kemur ekki til starfa
næstu vikumar. „Ég mun reyna að
sinna sveitarstjórastarfinu á Flúðum
samhliða þingmannsstarfinu," segir
hann. „Þetta kom svo óvænt upp."
Engin merki veikinda
Ekki segist ísólfur Gylfi hafa séð
nein merki þess að Hjálmar væri
veikur á fundinum á Flúðum.
Hann hafi verið sjálfum sér líkur
en þetta atvik minni menn á þann
eril sem þingmenn búi við: „Menn
em mættir klukkan átta að
morgni, vinna allan daginn og
þurfa svo að æsa sig upp fyrir
fundi á kvöldin og eru kannski ekki
komnir heim fyrr en um miðjar
nætur. Þá eiga þeir eftir að ná sér
niður. Þetta tekur allt á," segir ísólf-
ur Gylfi Pálmason.
Hjálmar Arnason
Bar engin merki
veikinda á stjorn
málafundi á Flúo-
um rétt aour en
hann hné niðuri
ísólfur Gylfi Pálma
son Tekursæti Hjálm
ars á Alþingi.
Fluðir Þarna varstjórn-
málafundur Framsóknar-
flokksins haldinn f fyrrakvöld
ELISABET VILL BARA ANÆGÐA
VIÐSKIPTAVINI. ÞESS VEGNA
GETUR ÞÚ HÆTT HjÁ HENNI
ÞEGAR ÞÚ VILT.
HÚN ER BARA ÞANNIG SKJALDBAKA.
BETRI KjÖR Á BÍLATRYGGINGUM OG BÍLALÁNUM
elisabet.is
Vátryggjandi er Tryggingamiðstöðin hf.
Benedikt Jósepsson svekktur út í borgarráð
Fær aðeins eina lóð
„Ég er dálítið svekktur á því að þeir
skuli hafa hent út mínum boðum,
verð að viðurkenna það en það þýðir
ekkert að rífast við dómarann," segir
Benedikt Jósepsson sem átti hæsta
tilboð í 39 einbýlishúsalóðir við Úlf-
arsfell en fær bara að kaupa eina.
Borgarráð samþykkti í gær að hver
einstaklingur geti aðeins keypt eina
lóð undir sérbýli við Úlfarsfell.
Stefán Jón Hafstein, formaður
borgarráðs, segir ákvörðunina tekna í
samráði við lögfræðinga sem sátu
fund ráðsins í gær.
„Þeir fóru yfir tillöguna og við
ræddum hvort hún væri ekki skot-
held fyrir borgina og þeirra niður-
staða var sú að hún væri algjörlega
skotheld. Það er ekkert sem segir
það að fólk geti ekki sótt rétt sinn ef
það vill en við teljum okkur hafa
fast land undir fótum. Þetta er bara
til þess að gulltryggja það að við
lendum málinu eins og til var ætl-
ast," segir Stefán Jón og viðurkenn-
ir að útboðinu hafa verið ábóta-
vant. „Þarna var gloppa í undirbún-
ingi málsins, það er alveg ljóst."
Benedikt segir lögfræðing hans
munu fara yfir málið á næstu dög-
um.