Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2006, Blaðsíða 4
BRYNJA VALDIMARS-
DÓTTIR SLÓ í GEGN f IDOL
KEPPNINNI [ FYRRA. HÚN
FÉLL ÚR KEPPNI í SJÖ
MANNA ÚRSUTUM EN
ÞRÁTT FYRIR AÐ HAFA
FALLI6 ÚR KEPPNIER
BRYNJA EKKIHÆTT AÐ
SYN6JA OG VONANDIFÁ
LANDSMENN AÐ NJÓTA
RADDAR HENNAR Á KOM-
ANDIÁRUM. HÚN ER AÐ
KLÁRA FJÖLBRAUTA-
SKÓLA VESTURLANDS.
UPPÁHALDS EUROVISION LAGIÐ
ÞIH?
Nína. Það er svo fallegt lag og
fallegur texti.
HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ GERIR Á MORGN-
ANA? (SPURT AF SVALA)
Um leið og ég vakna, hugsa ég
strax um mat.
LÍNA LANGSOKKUR EÐA EMIL í
KATTHOLTI?
Emil í Kattholti. Fannst hann
alltaf mjög skemmtilegur.
LESTU FYRIR MIG SÍÐASTA SMS- IÐ SEM ÞÚ
FÉKKST OG FRÁ HVERJUM ER ÞAÐ?
Frá Herdísi vinkonu minni. „Ég verð
ekki heima í kvöld.“ Afar merkilegt.
BÝRÐU YFIR EINHVERJUM SÉRSTÖKUM
HÆFILEIKUM?
Nei ég bara held ekki. Eða jú ég get gert
margt í einu.
RASSEÐAMAGI?
Rassinn. Er rosa lítið fyrir stóra rassa.
ERTU ÁNÆGÐ MEÐ ALLAR STÓRIÐJUFRAM-
KVÆMDIRNAR?
Ég er voða hlutlaus eitthvað, hvað þessa hluti
varðar.
JAMIE FOXX EÐA BRAD PITT?
Brad Pitt, af þessum tveimur held ég bara.
EF ÞÚ MÆTTIR VELJA ÞÉR EINN MANN f
MANNKYNSSÖGUNNITIL AÐSOFA HJÁ HVER
YRÐIÞAÐ?
Johnny Depp. Það er eitthvað við hann.
HORFA Á VÍDEO EÐA DJAMMA?
Horfa á video. Ég er afskaplega ró-
leg týpa.
HVERNIG FINNST ÞÉR FÓLK MEÐ
FREKNUR?
Mér finnst það
ftHft bara sætt. Það
er sérstaða.
mm SKIPTIR STÆRÐ
MÁLI?
v i Nei hún skiptir engu
máli. Það er persónan og
hugurinn sem skiptir máli.
HVAR VARSTU11. SEPTEM-
BER2001?
Ég var bara í skólanum. Það
var á fyrsta árinu mínu í fjöl-
braut.
FER í TAUGARNAR Á ÞÉR EF VIN-
KONA ÞÍN EIGISÆTARIKÆRASTA
EN ÞÚ?
Nei reyndar ekki. Það hefur
aldrei gerst held ég.
HVAÐA FRÆGU BÖGGARÐU
ALLTAF Á DJAMMINU?
Ég læt frægt fólk yfirleitt alveg í
friði á djamminu.
BÚÐU TIL SPURNINGU FYRIR NÆSTA VIÐ-
MÆLANDA!
I hverju ertu?
Sirkus mælir ekki með slagsmálum á árshá-
tíð. Það er algjör óþarfi að buffa yfirmenn sína
að árshátíðinni. Ef menn eru hins vegar eitt-
hvað smá pirraðir út í þá er um að gera að
labba aðeins í öxlina á þeim. Bara stuða þá létt
en sleppa því að berja þá.
Sirkus mælir ekki með samlitu bindi við
skyrtu. Þannig var tískan á Sportcafé árið 1999
og 2000. Þá voru fjölmargir spaðar í hvítri skyr-
tu með hvítt bindi og skelfilega Ijósabekkja-
brúnir. Menn hösluðu víst mikið út á þennan
galla þá en Sirkus RVK mælir hins vegar ekki
með þessu árið 2006.
Sirkus mælir ekki með kvikmyndinni Crash
sen vann óskarsverðlaunin. Er þetta ekki versta
kvikmynd sem unnið hefur Óskarinn frá upp-
hafi? Sirkus man vart eftir verri mynd en hafa
ber í huga að Sirkus hefur aldrei séð kvikmynd-
ina The English Patient og líklega verður ekki
breyting á því.
í
„Það er náttúrulega ekki erfltt að svara
þessu," segir Þórey Edda Elísdóttir, stangar-
stökkvari. „Það er kannski soldið sterkt til
orða tekið að segja að hann sé hetjan mín
en það er Sergei Bubka stangarstökkvari.
Það er ekki annað hægt en að líta upp til
hans því það vilja allir vera eins og hann í
stangarstökki." Sergei Bubka er frá Úkraníu
og er margfaldur heimsmeistari í stangar-
stökki. Hann hefur hlotið heimsmeistaratit-
ilinn sex sinnum og sett um 30 heimsmet.
„Hann er kóngurinn í stangarstökkvi. Þetta
er nafnið sem kemur fyrst upp í huga flestra
þegar stangarstökk ber á góma. Hann hefur
náð árangri sem enginn hefur komist ná-
lægt því að toppa," segir Þórey Edda hreyk-
in af hetju sinni og kollega.
ÞÓREYEDDA
ÁSAMT HETJUNNI
SINNI - SERGEI
BUBKA.