Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2006, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2006, Blaðsíða 28
SÖDÓMA REYKJAVÍK ER PRÖGRAM SIRKVSS RVK.FYRIR NÆSTU DAGA. FYLGDU ÞVf A LEIÐIHNITIL BÆTTRAR HEILSU. SENDU OKKUR PÓST MED ÁBENDINGUM UM BRÁDNAUDSYNLEGA ATBURDINÆSTU HELGAR Á SODOMA@36S.IS USTASfNMGAR ARTÓTEK GRÓFARHÚSI Steinunn Helgadóttir sýnir ljósmyndir og DVD. Hægt er fá allar nánri upplýsingar á artotek.is. EINHOLT 6 Það eru hjónin Biggi Breiðadal og Ása Heiðar Rúnarsdóttir sem er með þessa sýningu. Húsið er opið frá 16.00 til 18.45. HRAFNISTA HAFNARFIRBI Sjö málarar frá félagsmiðstöðinni Gerðubergi sýna verk sín í Menningarsal dvalarheimilisins. GRAFARVOGSKIRKJA Sýning Svövu Sigríðar. Á sýningunni er tólf vatnslita myndir eftir hana. Sýningin er í átthaga bókasafni Grafarvogs. HANDVERKOG HÖNNUN Nú stendur yfir sýningin Auður Austurlands í tengslum við Vetrarhátíð í Reykjavík. Á sýningunni eru fjölbreyttir munir unnir úr hráefni tengdu Austurlandi, lerki, líparíti, hrein- dýraskinni, horni og beini. GALLERÍ HUMAR EÐA FRÆGD Sýning á vegum Leikminjasafns íslands um götuleikhópinn Svart og Sykurlaust. Ljósmyndir, leikmunir, kvikmyndasýn- ingar. Opið 12 -16 laugardaga og 12 - 18 virka daga. BORGARSKIALASAFN Guðfinna Ragnarsdóttir heldur sýningu um ættfræði. DUUSHÚS Sýning Poppminjasafnsins þar sem sagt er frá tímabilinu 1969 til 1979 í máli og myndum. Rifjuð upp tískan og tíðar- andinn, opið til 13-18.30 til l.apríl. LISTASAFN REYKJAVlKUR, KJARVALSSTAÐIR Jóhannes Sveinsson Kjarval. í ár eru 120 ár frá fæðingu mál- arans fræga. Sýningin stendur yfir til 19 mars. HALLGRÍMSKIRKJA Við erum að tala um olíumálverkum eftir Sigrúnar Eldjárn. Það þykir vera töff. LISTASAFNK) AKUREYRI Tvær sýningar eru í gangi. Spencer Tunick og sýningin hans Bergsvæði og Halla Gunnarsdóttir og sýningin hennar Svefhfar- ir. KARÓLlNA restaurant Óli G með sýninguna tTýnda fiðrildið. 18 GELLERÍ Tumi Magnússon sýnir ljósmyndir og myndbandsverk sem em á mörkum málverks og ljósmynda. REYKJAVÍKURBORG Stella Sigurgerisdóttir sýnir 20 minningarstópla sem em unnir á umferðaskilti víðsvegar um Reykjavík. UÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Friðrik örn sýnir ljósmyndir. LISTASAFN REYKJAVÍKUR, HAFNARHÚS Myndir eftir Erró em til sýnis og mun sýningin vera til 23. apríl LEIKHÚS FðSTllDAGUR 10. MARS ) GALLERÍ F0LD Sveinbjörg Hallgrímsdóttir sýnir handþrykktar tréristur í Baksalnum til 12. mars. GÓÐUR MANHATTAN ER RARABEVRIENFLEST „Það er Manhattan" segir Orri Huginn Ágústsson, leiklistar- nemi.„Góður Manhattan koktell er bara betri en flest, það er ein- hver nostalgía sem fylgir þessum dýrindiskoktel. Maður hefur leyft sér það að fá sér þennan drykk í upphafi góðs kvölds og núna síðast var það þegar ég fór á Fod and Fun. Dýrindismáltíð á Grillinu og þá hófst kvöldið á einum Manhattan áður en hald- ið var á Grillið. Það er yfirleitt ávisun á gott kvöld ef það þyrjar á Manhattan" segir Orri. „Ég drakk hann fyrst þegar ég var barþjónn á Rex árin 1999-2000. Þegar það var nýbúið að opna Rex, þá fór ég að sökkva mér út í kokteil- gerð og að drekka hina og þessa koktela. En svo varð éq bara svo yfir mig ástfangin af þessum drykk við fyrsta smakk," segir Orri Huginn sem segist vera mikill koktelmaður alla jafna. k ^ . VIRKJUNIN Fmmsýning á Virkjuninni eftir Nóbelsverðlaunahafann El- ffiede Jelinek í leikgerð Maríu Kristjánsdóttur verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs- dóttir. Verkið er stjömum prýtt. Leikendur em Amar Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Björgvin Franz Gíslason, Gísli Pétur Hinriksson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, María Pálsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ólafúr Steinn Ingunnarson, Páll S. Pálsson, Rúnar Freyr Gíslason, Sólveig Amarsdóttir, Þórunn ClausenÝog Þómnn Lámsdóttir. ÉGERMÍNEIGINKONA í Iðnó klukkan 20. Þetta verk er eitthvað sem enginn má ffam hjá sér fara. Um er að ræða einleik þar sem Hilmir Snær Guðna- son kemur álirofendum sínum á óvart hvað varðar leik og til- burði. Eitthvað er um laus sæti í kvöld. BELGÍSKA K0NGÓ Eggert Þorleifsson fékk Grímuverðlaunin fyrir túlkun sína á Rósalind, gamallri konu á elliheimili sem fær heimsókn frá bamabarni sínu sem hún er ekki búin að tala við í sjö ár. Leik- ritið er sýnt á litía Sviði Borgarleikhússins klukkan átta. ÖSKUBUSKA íslenska Óperan klukkan 20. Uppfærsla Rossinis á ævintýrinu um öskubusku. Sýningin er létt og skemmtileg fjölskyldu- skemmtun, þar sem allir labba út með bros á vör. Með Mutverk Öskubusku fer Sesselja Kristjánsdóttir og í öðmm hlutverkum em m.a. Garðar Thór Cortes, Bergþór Pálsson, Hlín Pétursdótt- ir og Davíð Ólafsson. MARÍUBJALIAN Verkið verður einungis sýnt í febrúar og mars og er það í sam- ræmi við nýtt sýningarfýrirkomulag sem LA tók upp á síðasta leikári þar sem hvert verk er einungis sýnt í stuttan tíma - en þeim mun þéttar. í vetur hafa flestar sýningar leikhússins selst upp og því ástæða til að hvetja alla til að hafa hraðar hendur og tryggja sér miða. CARMEN Söngleikurinn Carmen er samstarfsverkefhi Leikfélags Reykja- víkur og íslenska dansflokksins, þar sem ópemnni eftir Bizet er snúið í söngleik um ástir, afbrýði og hrikaleg örlög, sem ekki verða umflúin. Ásgerður Júníusdóttir leikur Carmen. Sveinn Geirsson leikur Don José og Erlendur Eiríksson Escamillo. Sýn- ingin hefst klukkan átta. HVAÐÆTURÞti ADGERAUMHELGINA VINNA0GSV0ER FRÆNKUSKRALL „Ég verð að vinna bæði föstudags og laug- ardagskvöld," segir Helga Sörensdóttir fyrverandi Bachelor gella. „Ég er að læra kokkinn á Vox og það er sko algjör snilld. Eftir vinnu er ég væntan- lega að fara að djamma, það er búið að skipu- leggja eitthvert frænku djamm. Það er planið eins og staðan er í dag, maður hellir sig bara fullan og fer svo niðrí bæ. Það er bara planið," segir Helga spennt yfir helginni.„Á sunnudagin ætla ég annað hvort að hvíla mig af því ég er búin að vinna alveg streit í mánuð eða þá að labba upp á Keili og svo í Blá Lónið. Ég fór upp á Esjuna síð- ustu helgi og er að spá í að negla bara Keili hjá Grindavík, labba upp og niður og enda í Bláa Lóninu," segir Helga frískleg og funheit. RAUTT MALBIK OGSTðDlð „Áföstudaginn verð ég auðvitað með þáttinn minn, Blautt malbik á X-inu 97,7," segir Danni Deluxe útvarpsmaður og plötu- snúður. „Svo á laugardag- inn ætla ég aðeins að kíkja út, ég er að vísu að fara í studíó á laugardaginn, vinna smá tónlist en síðan kiki ég í nokkra bjóra eftir það. Ég er að vinna fyrir Dóra DNA, eitthvað fyrir plötuna hans, beisiklí bara það. En svo á sunnudaginn fer ég pottþétt út að borða með kærustunni.Tja veit ekki alveg hvert, en ég dett inn á eitthvað gott" segir Danni Delux kátur að vanda. TAKA UPP FIÐLU 0G SIRKUS „Hvað ég ætla að gera um helgina, bíddu nú við" segir Sindri Már Sigfússon í hljómsveit- inni Seabear. „Hvaða mánaðardagur er um helgina? Ætli ég geri ekki það sem ég geri allar helgar, fara á Sirkus. Þurfum að taka upp fiðlu, stelpan sem eríhljómsveitinni erað spila á fiðlu inn á eitt lag. Það er svona eina planið, annars bara ekkert sérstakt. Kannski ef það verður gott veður þá kannski maður grilli smá tofu, hver veit? Á sunnudaginn horfir maður kannski bara á David Atten- borough með unnustunni," segir Sindri kátur í bragði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.