Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2006, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2006, Blaðsíða 31
SÖLUTURNINN DREKINN HEFUR STAÐIÐ SEM STEINN A HORNINU A NJÁLS6ÖTU 25 í ÁRARAÐIR 06 FÆTT MAR6- AN B0R6ARBÚANN. SIRKUS RVK ÁKVAÐ AÐ LÍTAINN HJÁ ÞEIM 06 ATHU6A HVERNI6 MÁLIN STÆÐU 06 LEITA SKÝRIN6A A ÞVÍ HVERS VE6NA ÞESSIR B0R6ARAR ERU EINS VINSÆLIR 06 RAUN BER VITNI. ÍmdAadgera, I MYNDUMÆVIÞfNA „Söluturninn Drekinn, góða kvöldið," er sagt á línunni. Sirkus RVK ákvað að bjalla á Söluturn- inn Drekann á horninu á Njálsgötu sem er alræmdur fyrir góða borgara og Delux samlokur. Drekinn er /M fjölskyldufyrirtæki sem sér um að þjónusta og fæða margan manninn, en breytingar hafa átt sér stað og hafa bræðurnir tveir tekið við rekstrinum - þeir Birg- -"'3-ir og Snorri Guðmundsynir. Af því tilefni ræddum við stuttlega við Birgi en það mátti heyra í Snorra á grillinu. „Drekinn hefur verið til í svona 30 ár, en ekki á sama stað. Hann var fyrst í húsinu við hliðina, en hann var samt á sama horni. Amma fyrrverandi kærustunnar minnar átti þessa sjoppu, hún byrjaði með Drekann og hún er hundgömul," segir Birgir og hlær. Hvað er vinsælast hjá ykkur? „Drekaborgarinn er það vinsælasta. Það er forsteikt- ur hamborgari sem er svo hitaður upp í örbylgjuofni. En svo er tvöföld delux lambasteikin að koma sterk inn,“ segir Birgir en viðurkennir að þeir séu hvað frægastir fyrir Drekaborgarann. „Uppskriftin er náttúrulega góð en svo eru margir sem kaupa þá og eiga í ísskápnum heima hjá sér, skella honum svo í örbylgjuofninn þegar þeir vakna á morgnana. Drekaborgararnir eru nefnilega keyptir kaldir en við erum auðvitað með þá heita á grill- inu. Það er alltaf mikið að gera en mest þegar skólakrakkarnir koma í hádeginu, Austurbæjarskóli og Iðnskólinn. Svo er alltaf traffík á kvöldin þegar fólk er að koma af barnum," segir Birgir um kúnnahóp Drekans sem er stór og íjölskrúðugur. SEJ ALVARLEGUR JIMCARREIf „Já okei ef það væri verið að fara að gera stórmynd um mína stuttu ævi, þá mundi ég fá einhvern erle'ndan leik- ara,“ segir ívar Örn hugsi. „Hann þyrfti að læra íslensku og leika mig, hann þyrfti að undirbúa sig rosalega vel, tæki kannski 4-5 ár, læra íslenskuna sko og já ég mundi fá uppáhaldsleikarann minn hann Jim Carrey til að leika mig," segir ívar eftir smá umhugsun. „Svona grínútgáfu af mér, hann er svo ofsalega klár því hann getur leikið bæði í „kómík" og dramatískum rullum eins og Truman Show, Man onThe Moon og Etearnal Sunshine of the Spotless Mind til dæmis. Mérfinnst hann bestur þannig, ég er orðinn leiður á honum f gríninu, ég vil hafa hann bara í alvarlegum hlutverkum núna. Hann er alveg búinn að kiára sig í Fun with Dick and Jane, mér fannst það al- veg hrikaleg mynd," segir ívar hlæjandi. „Ég held að hann sé búinn með grínið, hann má alveg spara það." SPURTOGSVARAÐMEDBKG Eins og ég h’ef sagt oft áður þá er Big 6 eina celebið á landinu sem hugsar vel um sína aðdáendur. Flestallir frægir á íslandi eru hálfvitar, en ekki Gillz, hann veit að að- dáendumir eru númer 1,2 óg 3. Ég fæ svona 70 e-meil á viku frá metnaðarfullu fólki sem vantar svör við hinum ýmsu spumingum og vandamálum. Það getur verið erfitt að svara 70 e-meilum á viku en ég geri mitt besta til þess að hjálpa þessu fólki. (þetta skiptið hef ég ákveðið að svara nokkmm spumingum hér í Sirkus sem ég valdi af handahófi. Sp: Blessaður Gillz. Ef maður lendir í því að skita á punginn á sér, hvað gerir maður þá? Skeinir maður pungnum á sér eða skolar maður hann bara? Kv, DirtyBoy SV: Sæll vertu DirtyBoy. Það fer allt eftir því hve^u svakalega þú skítur á punginn á þér. Ef að þú skeist bara aðeins á þig þá getur mögulega verið nóg að skeina bara pungnum, en ef þú ert með allt niðrum þig og skeist út allan punginn þá getur verið ágætt að skola hann. Það hefur komið fyrir að menn hafa skitið það svakalega á punginn á sér að þeir hafa verið allan daginn að skola hann og skeina sér. Sp: Sæll hr. G. Ég var að velta því fyrir mér, hvort heitir Heiðar Austmann, Hafsteinn eða Heiðar? Ég hef tekið eftir því að þú kallar hann alltaf Hafstein. Hvað er rétt í þessu? Kv, Friðjón Sv: Þetta er góð spuming Friðjón. Fáir vita að hann Hafsteinn Austmann var skírður Hafsteinn. Hann bjó til nafnið Heiðar þegar hann var yngri því hann var mikill aðdá- andi Heiðars snyrtis, en hann heitir í rauninni Hafsteinn. Það má líka kalla hann Haffa, eða Haffa Aust. j I Sp. Gillz, hvort er mikilvægara að vera massaður eða tanaður? Kv, Roid Rage Ryan. SvtPass. ■* . * Sp: Gillz, mamma og pabbi skírðu mig Hávar og ég hef aldrei tappað af. Ég vil meina að það sé aðallega út af nafninu mínu. Hvað get ég gert? Kv, Hávi Sv. Farðu niður á Stórhöfða 42 þar sem stendur á stóru skilti Papco. Röltu þar inn og biddu um Einar á lagemum. Ég er búinn að tala við Einar og hann á von á þér. Hann er með heilt bretti af pappír fyrir þig og ég mæli með því að þú byrjir bara að skeina þér strax í dag því að þú átt aldrei eftir að losa neitt meðan þú heitir Hávar dreng. Sorry. Sp: Blessaður dreng, heyrðu þú þekkir Asgeir Kolbeins er það ekki, ég var bara að velta því fyrir mér, er hann rauðhærður í alvörunni eða er það bara kjaftæði? Kv, Kolb-Fan Sv: Sæll Kolb-Fan. Mér þykir leiðinlegt að segja þér það en hann Kolb er svo svaka- lega rauðhærður að hann þurfti að fara í tólf litanir til þess að ná að fela skærrauða litinn. Enn þann dag í dag þarf hann að fara í litun á viku fresti, annars kemur rauði liturinn fram. Mér þykir mjööööög leiðinlegt að þurfa vera sá sem sagði þér þetta Kolb-Fan, en svona er þetta bara. Sp: Blessaður Gilli. Kærastan mín vill ekki að ég raki á mér bringuna, en mig langar samt að vera töff dreng, hvað get ég gert. Kv, King Kong S\r. Sæll King Kong. Pantaðu þértíma hjá Fyrir&Eftir án þess að láta prinsessuna vita. Farðu og láttu vaxa þetta ALLT af. Kærastan þín getur ekki krafist þess af þér að þú sért eins og hálfviti þó svo að hún sé með eitthvað hárfetish. En treystu mér, hún á ekki eftirað kvarta þegar þú kemur heim, ágætis líkur á blástutsmeðferðinni, efþúveisthvaðégávið. Sp: Gillz, ég er að vinna með gæja sem fer á klósettið svona 4-5 sinnum á dag! Ög hann er alltaf í svona hálftima í hvert skipti sem hann fer á helvítis klósettið og þá þarf ég alltaf að vinna meira! Hvað get ég gert og hvað er hann að gera þama? Kv, Einn pirraður Sv: Blessaður einn pirraður. Það eru ágætis líkur á því að vinnufélagi þinn sé að fróa sér. Félagi minn á það til að nota salemisaðstöðuna í vinnunni hjá sér og kippa í og hann er örugglega ekki sá eini. Ég myndi segja að hann sé örugglega í mesta lagi að hægja sér í eitt skipti af þessum fimm sem hann fer á dolluna. Það sem þú getur gert er að elta hann næst þegar hann fer á klósettið. Síð- an bíðurðu fyrir utan í svona tvær mínútur þannig að hann sé pottþétt byrjaður að rifa í jónssoninn. Það er mikilvægt að þú sért búinn að verða þér útum myndavél þegar þú gerir þetta. Þetta er ósköp einfalt, þú bara sparkar hurðinni af hjörunum, öskrar: „HANN ER AÐ FRÓA 'l\ SÉR, HANN ER AÐ FRÓA SÉR!" og tekur mynd honum sem þú setur síðan upp á töfluna i vinnunni. Þetta ætti að redda þessu. Ef að þið hafið einhverjar spurningar þá bara um að gera að senda þær á kallinn. Meilið er buffid@hotmail.com Sææææælari Kv, Gillz

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.