Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Blaðsíða 2
GUS GUS HELDUR S(NA SÍÐUSTU TÓNLEIKA A ÞESSU ARIA LAUGARDAGSKVÖLD A NASA. ASTÆÐAN ER EIN- FÖLD, URÐUR SÖNGKONA ER ÓLÉTT OG KOMIN LANGT A LEIÐ. GUS GUS STÍGUR A STOKK A MIÐNÆTTIOG EKKI SEKÚNDU SEINNA OG ÞVÍ NAUÐSYNLEGT FYRIR l>A SEM ÆTLA AÐ HLfÐA A ÞAU AÐ MÆTA TÍMANLEGA. HUOMSVElTtN GUS GUSVERÐURÁNASA ANNAÐ KVÖLD. ÞETTA ERU SÍÐUSTU TÓNLEIKAR SVEITAR INNAR Á ÞESSU ÁRI „Við byrjum á miðnætti og ekki sekúndu seinna enda ekki boðlegt fyrir þungaða konu að spila langt fram á nótt. Fólk sem ætíar að koma verður því að mæta tíman- lega." segir President Bongó, meðlimur Gus Gus. Hljómsveitin verður á skemmtistaðn- um NASA á laugardagskvöld og þau byija að spila á miðnætti eins og áður segir. „Urður söngkona sveitarinnar er ólétt og við ætlum að taka okkur frí frá tónleikahaldi út þetta ár. Hún fær tíma til að eyða tíma með barninu og sleppa því að stíga á stokk. Næstu tónleikar okkar verða lfklega ekki fyrr en í janúar á nýju ári." Hvað á þá að gera í fríinu? „Þetta er ekk- ert frí. Það kemur ný plata í júm' svo það er nóg að gera. Þá er einnig nóg að gera í DJ- mennsku langt fram á vor þannig að við erum síður en svo lögst í dvala. Svo þegar Urður verður búin að fá tíma með barninu förum við á fullt að fylgja eftír plötunni. Það er eðlilegt að fylgja eftir plötu í svona átján mánuði,"segir President Bongó, sem er greinilega tónlistamaður af gamla skólan- um, stundvís og skipulagður með eindæm- um. Eftir að Gus Gus hafa lokið leik taka við Exos og Biggi Veira og spila fram undir morgun eins og segir á heimasíðu NASA. HH A SÍLÍKONBARMI HEIMSFRÆGBAR Hljómsveitin Jeff Who? er einhver skemmtilegasta hljómsveit sem ég hef hlustað á í langan tíma.Á tónleikum eru þeir manna hressast- j ir og stelpur flykkjast til að sjá þá. Þeir eru Boyband. Ný tegund í þeim geira. Fyrst voru það Bítlarnir, svo niðurlægingartímabilið með * Backstreet Boys, og nú er ímynd boybandsins að rísa með tilkomu Jeff Who?. Boyband með hæfileika. Strákarnir eru á leiðinni út til New York til þess að gera sig sýnilega. Þeir eru ekki á barmi heimsfrægðar og taka það skýrt fram sjálfir. Enda eru þær ófáar hljómsveitirnar sem hafa fengið þann stimpil á sig og fæstar hafa þær komist lengra en á þennan ágæta barm sem virðist vera stór og útroðinn af sílíkoni. Hvað sem verður með Jeff Who? efast ég ekki um það að þeir munu halda áfram að vera besta stuðband landsins og stelpurnar hætta ekkert að mæta á tónleika - svo lengi sem strákarnir halda sér í formi. SólmundurHólm Auglýsingastjórí: Jóhannes Már Sigurðarson Kynningarstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson Sölustjóri: Einar Björgvin Davíðsson, sirkusauglysingar@365.is Ritstjóri: Sólmundur Hólm Ritstjóm: Hjörvar Hafliðason og Sigríður Ella Jónsdóttir. Askrift 550 5000 / askrift@365.is Prentun: Isafoldarprentsmiðja Forslöumyndina tók Heiða Helgadóttir af hljómsveitinni JeffWho? SIRKUS MÆLIRMB Sirkus RVK mælir eindregið með öllum almennilegum ferm- ingartilboðum. Fyrir aurapúkana okkur er alltaf gaman að eyða án þess að eyða of miklu og því er tími komin til að versla sér eitthvað á einstaklega góðu fermingartilboði. Nýtið öll tækifæri sem þið getið til að spára, kaupið ykkur hljómflutn- ingsgræjur og heimabíó. Sirkus mælir sannarlega með speltbrauði. Speltbrauð er betra á bragðið, hollara og þú verður alvörusaddur af því. Tónlistarveislur eru uppáhald okkar allra. Nú eru tónleikar á Grand Rokk bæði í kvöld og annað kvöld. Þorskastríðið er hafið og það er ekki eftir neinu að bíða, þetta eru margar góðar hljómsveitir og svona til að gleðja ykkur enn meira þá er frítt inn fyrir tóma yasa. Eitt af því sem enginn má láta fram hjá sér fara er sjálfshjálp- arbókin hans Andra Snæs Magnasonar. Bókin ætti að vera öll- um draumur sem er orðinn að veruleika, bókin heitir líka því fallega og uppörvandi nafni Draumalandið. Ekki láta þetta framhjáykkurfara. 4 - Ungfrú Suðurland tekin á teppið 6 - Tómas Lemarquis er með klígju fyrir hári í JeffWho? eru ný tegund af boy-bandi 10 -Tony the Ponyeru hlynntirálveri 12 - Alffún Páls og Viktor Bjarki opna dyrnar 14 - Spumingakeppni rauðhærða fólksins 16-17 - Fjölmiðlafólk í auglýsingum 18 - Litla hryllingsbúðin á Akureyri 29-30 - Allt sem þú vilt vita um menningar- og skemmtanalífið í Reykjavík 31 - Gillzenegger kennir þér að losna við leiðinlega kærustu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.