Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Blaðsíða 10
ROKKHUÓMSVEITIN TONYTHE PONY FRA HÚSAVfK SLÓ f GEGN í MÚSfKTI LRAUNUM ÁRIÐ 2004 ÞAR SEM ÞEIR URÐU (ÞRIÐJA SÆTI. ÞINGEYINGARNIR ERU NÚ MÆTTIR (BORGINA OG ÆTLA AÐ SPILA (KASTUÓSINU AUK ÞESS SEM ÞEIR VERÐA A TÓN- LEIKUM Á GAUKNUM (KVÖLD. SIRKUS RVK RÆDDIVIÐ SÖNGV- ARA SVEITARINNAR, RAFNAR ORRA, UM HUÓMSVEITINA, GELLURNAR, RUGLK) OG AUÐ- VITAÐ STÓRIÐJUNA. TONYTHEPONY ASÍÐUSTU AIRWAVES-HÁTIÐ EINU ROKKARAR LANDSMS Sirkus RVK: Tony The Pony? Rafnar Orri: Tony the Pony kemur frá Húsa- vík og var stofnuð fyrir tveimur árum. Við erum allir 17 og 18 ára. Ég syng og spila á gítar, Jakob Pálmi spilar á gítar, Reynir á trommur og Bjarni á bassa. Við höfum komið okkur vei fyrir á Húsavík í góðu æf- ingahúsnæði og erum með okkar eigið stúdío sem við erum búnir versla alveg hell- ing í. Við höfum gefið út sex laga EP-piötu sem heitir Ípí. Hún var mjög vinsæl og seldist upp. Held að það sé óhætt að segja að við spilum ákveðið melódískt rokk. paradís sem er eflaust bara mjög jákvætt. Álveri fylgir fólksfjölgun og meira fólk þýðir meira rokk. Ég held að við séum einu rokk- arar landsins sem styðja álver. Sirkus RVK: Gigg framundan? Rafirar Orri: Við verðum í Kastljósinu á föstudagskvöld. -Þar yerðum við fallegir f lúðrasveitabúhingum. Og svo spilum við á Gauki á Stöng um kvöldið ásamt Jan Mayen og Jeff Who? Jan Mayen eru frábærir og Jeff Who? eru hressir diskórokkarar sem gleðja alla. Sirkus RVK: Rokkið? Rafnar Orri: Það er mikið af rokki á íslandi í dag. Reyndar misjafnlega gott. Rokk.is er heimasíða þar sem fólk getur kynnt sér það sem er í gangi. Þar höfum við átt góðar stundir og nokkur topplög. Sirkus RVK: Áhrifavaldar? Rafiiar Orri: Ætli það séu ekki Blogparty, Gang Bang og Interpol. Og lífið og allt sem við gerum í því. Sirkus RVK: Húsavík og nýja álverið? Rafnar Orri: Húsavík er verðandi álvers- Sirkus RVK: Nafnið? Rafiiar Orri: Við notuðum þetta nafn, Tony the Pony, þegar við stofnuðum hljómsveit- ina. En breyttum svo nafninu í Betlehem fyrir músíktilraunirnar og fórum í þriðja sætið. Svo var ákveðið að gera enn betur og bæta tónlistina og þá tókum við bara aftur upp nafni Tony the Pony. Sirkus RVK: Grúppíur? Rafiiar Orri: Það fylgja okkur ægilega fínar grúppíur. Sérstaklega stelpur frá Hvamms- tanga. Við erum mjög vinsælir þar. Sirkus RVK: Ruglið? Rafnar Orri: Það er alltaf nóg rugl á okkur. Fyrir viku handleggsbrotnaði einn af okkur. Svo er það auðvitað líka rugl að ferðast til Reykjavíkur í brjáluðu veðri eins og við gerðum til að koma hingað. Sirkus RVK: Framtíðin? Rafnar Orri: Vonandi gefum við út okkar fyrstu breiðskífu fljótlega, það er efst á stefnuskránni. Fyrst þurfum við að ná okk- ur í samning og ef það eru einhverjir tilbún- ir að veðja á okkur þá erum við til. Sirkus RVK: Lokaorð! Rafiiar Orri: Ekki gefast upp þótt á móti blási. Það er mikið rokk í þessu gamla orða- tiltæki. Rokk er meira en Salem Lights og Jack Daniels. Ég hvet alla til að koma á Gaukinn og sjá okkur spila. RAFNAR ORRISÖNGVARIOG GÍTARLEIKARI í MIKLUM HAM. FYRIR AFTAN HANN SÉST REYNIR BERJA TROMMURNAR JUF SINNIALKUNNU SNILLD. Arthúr Andskotinn! Jæja, ég get allavega keyrt út í búð og keypt meira Hmm... eiginlega ekki, ég keyrði bílnum þínum á vegg í fyrradag ÓHEPPNI Fjandlnn.com/Arthur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.